Á aðalfundi Sleipnis 2016 skipaði stjórn félagsins fimm manna nefnd til að endurskoða búning og merki félagsins.
Nefndin fékk til liðs við sig Gísla B. Björnsson grafískann hönnuð til að gera tillögur að einfaldara merki, sem byggði þó alfarið á gamla merki félagsins sem hannað var af Sigríði Kristjánsdóttir (Siggu á Grund) 1979, skyldi endurskoðunin unnin í góðri sátt við hana.

Um grafíska útfærslu á merkinu sá svo Dóra Haraldsdóttir í samvinnu við Gísla B., Siggu á Grund og nefndina. Nýja merkinu var skilað til stjórnar Sleipnis fyrir árslok 2016 ásamt tillögum að félagsbúningi.
Við útfærslu á félagsbúningnum naut nefndin liðsinns Sigrúnar Hrefnu Arnardóttir hönnuðar.
Niðurstaða nefndarinnar var svo kynnt á aðalfundi Sleipnis í janúar 2017, og hlaut góðar viðtökur fundarmanna.
Magnús Ólason formaður Sleipnis undirritað þann 19, nóvember 2017, leyfissamning um notkun merkisins fyrir hönd Sleipnis ásamt Siggu á Grund, Gísla B. Björnssyni og þrem af nefndarmönnum, Kjartani Ólafssyni, Sigríði M. Björgvinsdóttir og Haraldi Þórarinssyni.
Stjórn Sleipnis vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að þessari vinnu fyrir hönd félagsins.

20 May, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2018

Skrá í sumarferð Sleipnis

Á döfinni í reiðhöll


Maí
22Maí Þri 17:00 - 22:00 Frátekin v. Æskulýðsnefnd 
23Maí Mið 8:00 - 11:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
23Maí Mið 19:00 - 22:00 Frátekin-námskeið- Fræðslunefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 71 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1490
Articles View Hits
2153341