Umhverfisdagur á félagssvæði Sleipnis verður laugardaginn 6.maí nk. Ruslagámar verða staðsettir á Brávöllum, vestan reiðhallar. Stjórn hvetur félagsmenn til að fjölmenna á svæðinu milli kl. 10-13 og leggjast á eitt við að snyrta og taka til á félagssvæðinu, fjarlægja rusl af lóðum og frá húsum.

Kerruplan Sleipnis / lóðin Suðurtröð 5. Selfossi
Samkvæmt bréfi Skipulagsdeildar Árborgar dags. 6.júlí 2016 (sjá hér) var lóðinni Suðurtröð 5 úthlutað Hestamannafélaginu Sleipni til umráða. Umrædd lóð hefur verið á forræði sveitafélagsins Árborgar og nýtt sem kerruplan fyrir hestakerrur félagsmanna í hestamannafélaginu Sleipni.

Stjórn hestamannafélagsins hefur samþykkt að á áðurnefndri lóð skuli einungis vera hestakerrur, skráðar og á númerum í eigu félagsmanna Sleipnis. Einnig skulu á lóðinni vera staðsettir dósagámar félagsins, sem áður. Félagsmenn skulu kappkosta við að leggja kerrum sínum þannig að sem flestar komist fyrir.

Eigendur óskráðra kerra, kerruhluta og eða annarra hluta sem ekki falla undir skilgreininguna: Kerra til hestaflutninga, skráð og á númerum eru því beðnir um að fjarlægja þær af lóðinni Suðurtröð 5 fyrir 6.maí næstkomandi.

Á tiltektardegi félagsins, 6.maí næstkomandi mun verða leitast við að koma öllum óskráðum, númerslausum- kerrum- og öðru því sem er á lóðinni Suðurtröð 5 og fellur ekki undir skilgreiningu um skráðar hestakerrur í flutning á gámastöð Árborgar á kostnað eigenda.

Umgengni í hesthúsahverfinu.

Stjórn félagsins beinir þeim tilmælum til þeirra aðila sem bera ábyrgð á svokölluðum sjálftöku-beitarhólfum í hesthúsahverfinu.
• Að fjarlægja línur, borða sem flaksandi eru og valda slysahættu.

Annað

• Að kerrum sem ekki er lagt á kerruplani sé komið þannig fyrir að þær raski sem minnst umferð um hverfið og skapi ekki hættu. Sama á við um heyrúllur utan hesthúsalóða.
• Vakin er athygli á að lausaganga hunda í hverfinu er með öllu bönnuð

Tökum höndum saman og gerum gott svæði enn betra!!


Stjórn hestamannafélagsins Sleipnis.

 

 

 

 

 

22 Feb, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Febrúar
23Feb Lau 10:00 - 14:00 Námskeið Æskulýðsnefnd 
25Feb Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. hestabraut FSU 
25Feb Mán 17:00 - 21:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 204 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1574
Articles View Hits
2597121