Auglýsing frá FEIF og Þýska Íslandshestasambandinu.
Stjórn Sleipnis ákvað á fundi að veita styrk til ungmennis úr Sleipni að upphæð kr.50.þús. ef viðkomandi verður valin til þátttöku í neðangreindu námskeiði. Sjá nánar hér að neðan.

Stjórn Sleipnis.

 

LEIÐTOGANÁMSKEIÐ FEIF FYRIR UNGT FÓLK FEIF og þýska Íslandshestasambandið auglýsir eftir þátttakendum á leiðtoganámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18-26 ára. Námskeiðið er haldið helgina 12.-14. janúar 2018 í Berlar sem er um 180 km frá Düsseldorf í Þýskalandi. FEIF vill hvetja ungt fólk áfram því þau eru leiðtogar framtíðarinnar. Með það að leiðarljósi hefur æskulýðsnefnd FEIF sett saman röð námskeiða þar sem kenndar eru leiðir til að efla leiðtogahæfni í samskiptum við bæði hesta og menn. Námskeiðið er bæði verklegt og fræðilegt en þátttakendur þurfa ekki að koma með hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda verður 30. Fyrirlesarar eru: Prof Gabi Bussmann – íþróttasálfræðingur, Ulla Feshe – leiklistakennari, Jolly Schrenk – þekktur knapi og reiðkennari, og Dr. Henning Drath – fjölmiðlamaður. Kostnaður: Þátttakendur greiða €200 (ca. 26.000 ISK) í námskeiðsgjald sem er fæði, gisting og námskeiðsgjald. Enginn ferðakostnaður innifalinn. Staðsetning námskeiðsins er Bastenstrasse 17, 59909 Bestwig-Berlar, in central Germany http://www.reitschule-berger.de/ Námskeiðið hefst föstudaginn 12. janúar kl. 17:00 og endar á sunnudagi 14. janúar um kl. 14:00. Nánari dagskrá verður kynnt í byrjun desember. Skráning: Þátttakendur verða að skrá sig í gegnum æskulýðsfulltrúa í sínu landi eða skrifstofur síns landssambands. Aðeins þrír frá hverju landi á aldrinum 18-26 ára geta skráð sig. Íslenskir þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir 24. október 2017 á netfangið lh@lhhestar.is Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Sjáumst í Þýskalandi,
Gundula Sharman FEIF Director of Youthwork & Kirsten Schuster Organiser, DE

FEIF

18 Mar, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Mars
18Mar Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. hestabraut FSU 
18Mar Mán 17:00 - 21:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 
19Mar Þri 17:00 - 21:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 114 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1582
Articles View Hits
2627194