Ferð Hestamannafélagsins Sleipnis í Borgarfjörðinn 16 – 18 júní 2017

Gist í félagsheimilinu Brún, höfum húsið frá kvöldi 15.júní og fram eftir morgni 19.júní.

Matur verður fram reiddur 16- 18.júní, morgunverður, smyrjum sjálf nesti af morgunverðarborði, síðdegisnasl ef komið er tímalega í hús og síðan kvöldverður alla dagana. Annað svo sem eitthvað að bíta í að kvöldi 15 og að morgni 19 verður fólk að hafa með sér sjálft og þá annað nasl sem verða vill.

 

Ferðin kostar 28.000 kr.pr. /mann. Fólk kemur sér sjálft til og frá staðnum og sínum hrosssum vilji það flytja þau sjálf.
Það er nægjanlegt pláss í húsinu fyrir alla á gólfi inni. Það er í nokkuð stórum sal en þið verðið sjálf að koma með dýnu eða eitthvað til að liggja á og við. Heitur pottur og sundlaug eru við húsið. Stefnt verður á að allmenn ró verði komin á inni í húsinu um miðnætti. Þannig að allir fái sína kríu. Annars er það bara að muna eftir góða skapinu og eyrnatöppunum.


Boðið er upp á að hestunum sé ekið fyrir viðkomandi fram og til baka. Hrossin yrðu þá tekin á bíl á Selfossi, í Norðurtröðinni við hús Ágústs og Guðrúnar Kormáks, seinni part dags 15.júní og þeim ekið til baka að kveldi 18. júní og komið í girðingu. Fólk þarf að nálgast þau eigi síðar en kvöldið eftir þar sem þeim verður sleppt af bílnum.
Verð 7000 kr pr/hest.


Ferðin og flutningur hrossa greiðast inn á reikning,
Hestamannfélagsins Sleipnis, kennitala 590583-0309, reikningur númer 0152-26-007074, eigi síðar en föstudaginn 02.06.2017.
Skilgreinið greiðsluna annars vegar „ferð“ og hins vegar „hross“ þannig að auðveldara sé að lesa úr því fyrir hvað sé verið að greiða.


Við óskum ykkur góðrar ferðar og gleðilegs sumars,

Ferðanefndin

22 Feb, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Febrúar
23Feb Lau 10:00 - 14:00 Námskeið Æskulýðsnefnd 
25Feb Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. hestabraut FSU 
25Feb Mán 17:00 - 21:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 262 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1574
Articles View Hits
2597157