Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður yfir hrossaræktinni í landinu, mun halda námskeið um byggingu kynbótahrossa sunnudaginn 30. apríl hér á Selfossi. Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Námskeiðið er frá 10:00 – 15:30. Námskeiðið verður bæði í Hliðskjálf og síðan í reiðhöllinni. Námskeiðsgjald er 8.500 og innifalið er léttur hádegisverður í Hliðskjálf. Námskeiðsgjaldið er greitt á staðnum / Hliðskjálf - ekki posi Skráning í síma: Rut 848-7778 eða Linda 821-6940.
Við hvetjum alla kaffistofu- og brekkukynbótadómara til að mæta, læra og hafa gaman saman og geta þá í framtíðinni veifað diploma frá hrossaræktarráðunautnum máli sínu til stuðnings.
Hlökkum til að sjá sem flesta

Fræðslunefnd Sleipnis.

KYN

18 Nov, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Nóvember
19Nóv Mán 8:15 - 11:00 Útleiga FSU 3.árs nemar 
20Nóv Þri 18:00 - 20:30 Frátekin v. Knapamerki 
22Nóv Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 284 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1534
Articles View Hits
2426439