Í vetur, líkt og í síðasta vetur, verður boðið uppá reiðnámskeið í formi einkatíma.
Við erum svo heppin að hafa fengið til liðs við okkur 2 frábæra reiðkennara en þau koma til að vera með sinn hvorn hópinn en það eru þau Bergur Jónsson og Sara Rut Heimisdóttir reiðkennari frá Hólum.
Námskeiðin eru kennd á miðvikudagskvöldum og eru þannig sett upp að í boði er að skrá sig annaðhvort hjá Bergi eða hjá Söru Rut. Boðið verður uppá 4 skipti og það eru einungis 6 pláss í boði hjá hvorum kennara. Hvert skipti er 30 mínútna einkatími og byrjar fyrsti tími kl: 17:00 en sá síðasti kl: 19:30. Sara Rut byrjar sitt námskeið þann 31 . jan og kennir annan hvern miðvikudag (31 .jan, 14. og 28. feb. og 14. mars). Bergur byrjar 7. febrúar og kennir “hinn" hvern miðvikudag (7. og 21. feb, 7. og 21. mars).
Þó að hver tími sé 30 mínútur þá við hvetjum við nemendur til að fylgjast með hjá öðrum því þannig fæst mest út úr námskeiðinu.
Búið er að opna fyrir skráningu í sportfeng og kostar hvort námskeið 29.000.-
Kennsla fer fram í reiðhöllinni að Brávöllum.
Ef þú hefur áhuga þá ferðu inná http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx… velur Sleipni sem námskeiðshaldara skráir þina kennitölu sem Knapi/Sýnandi/Þátttakandi og velur svo annað hvort einkatímar hjá Bergi og einkatímar hjá Söru Rut þar sem stendur “veldu atburð”. Velur svo að setja í körfu og gengur frá greiðslu. Ef verið er að skrá þátttakanda undir 18 ára þarf að skrá kennitölu forráðamanns þar sem stendur “Forráðamaður knapa”
Ef þið hafið einhverjar spurning þá er um að gera að vera ófeimin að spyrja okkur í fræðslunefndinni.

Minnum einnig á eftirfarandi námskeið:

Einkatímar hja Kristínu Lárusdóttur: http://www.sleipnir.is/index.php/home/reieleieir-a-sueurlandi/1705-einkatimar-kristin-larusdottir

Námskeið hjá : Þórarni Ragnars: http://www.sleipnir.is/index.php/54-tilkynningar/fraeeslunefnd/1710-ertu-adh-stefna-a-lm2018-og-ert-i-unglinga-edha-ungmennaflokki

Kjarkur og Þor: http://www.sleipnir.is/index.php/54-tilkynningar/fraeeslunefnd/1709-kjarkur-og-thor-namskeidh-2

Fræðslunefnd Sleipnis

 

 

14 Dec, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Desember
20Des Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
27Des Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Janúar
3Jan Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 40 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1538
Articles View Hits
2470561