Á morgun laugardaginn 6.maí klukkan 14:00 fer fram stóðhetadagur Eiðfaxa á Brávöllum á Selfossi. Dagurinn verður fróðlegur fyrir alla hestamenn og margir hátt dæmdir stóðhestar eru boðaðir bæði sem einstaklingar með afkvæmum

Hér er brot af þeim stóðhestum og afkvæmasýningum sem við fáum að sjá á morgun. Hlökkum til að sjá ykkur á selfossi

 

Hluti af þeim atriðum sem koma fram á morgun

Boði frá Breiðholti fór í feikna háan dóm í fyrra aðeins fjögurra vetra gamall. Einn af eftirtektarverðustu klárhestum dagins í dag. Hann er undan Kráki frá Blesastöðum og Safírsdótturinni Hrund frá Torfunesi. Hann hlaut í hæfileika dómi enga einkunn undir 8,5 fyrir utan skeið sem var 5,0. jafnvígur klárhestur! Gaman verður að sjá hann á morgun með knapa sinn Árna Björn

Lexus frá Vatnsleysu er hestur sem vakið hefur eftirtekt fyrir fas, rými og fótaburð. Fyrstu afkvæmi hans eru kominn til tamningar og við fáum að sjá við hverju er að búast í afkvæmum hans. Lexus er undan Lydíu frá Vatnsleyu og Hróðri frá Refsstöðum aldeilis spennandi ættartré og því full ástæða fyrir ræktendur að koma og sjá hverju hann er að skila.

Trausti frá Þóroddsstöum mætir á svæðið en sá er undan Aronsdótturinni Snót frá Þóroddsstöum og Þresti frá Hvammi. Trausti stóð efstur fjögurra vetra hestar árið 2015 og var í verðlaunasæti í 5.vetra flokki stóðhesta á seinasta landsmóti. Mikill mýktar hestur sem hlotið hefur m.a. annars 9,5 fyrir tölt.

Stormur frá Herríðarhóli er hestur sem hestamenn hafa fengið að bera augum undanfarinn ár ósigrandi keppnishestur og er engu logið þegar sagt er að hann sé besti töltkeppnishestur okkar tíma. Á morgun fáum við að sjá afkvæmahóp undan honum og er spennandi að sjá hvernig þau líta út!

Jarl frá Árbæjarhjáleigu II er hátt dæmdur stóðhestur sem hestamenn þekkja. Hann sjálfur mætir á stóðhestadaginn á morgun ástamt afkvæmahóp. Spennandi er að sjá hverju þessi alhliðagæðingur skilar til afkvæma sinna.

Gangster frá Árgerði er hátt dæmdur stóðhestur sem einnig hefur farið mikinn í A-flokk. Hann er með aðaleinkunn í kynbótadómi 8,63. 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og fet. 9,5 fyrir brokk!!! við fáum að sjá hann á morgun með nýjan knapa.

Mikið hefur verið rætt og ritar um hinn litfagra og einstaka Ellert frá Baldurshaga en hann verður til sýnis á morgun fyrir sýningargesti í reiðhöllinni á Brávöllum

Sjáumst í stemmingu sól og sumri á Selfossi á morgun!!!!!

22 Feb, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Febrúar
23Feb Lau 10:00 - 14:00 Námskeið Æskulýðsnefnd 
25Feb Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. hestabraut FSU 
25Feb Mán 17:00 - 21:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 141 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1574
Articles View Hits
2597078