Þann 19. Október nk. verður uppskeruhátíð og árshátíð hestamannafélagsins Sleipnis en þetta er fimmta árið í röð sem hestamannafélagið og Hvítahúsið taka höndum saman og standa fyrir árshátíð og sérstöku hestamannaballi. Í ár verður einnig haldið upp á afmæli hestamannafélagsins, en það var stofnað 9. Júni 1929 og fagnar því 90 ára afmæli í ár. Allt frá upphafi hafa viðtökur og stemningin verið með eindæmum góð. Í ár verður engu til sparað til að gera kvöldið sem glæsilegast. Veislustjóri verður Gísli Einarsson, en fram koma meðal annars Eyþór Ingi Gunnlaugsson ofl. Kvöldið endar svo á hinu rómaða hestamannaballi með Sverri Bergmann og Albatross. Forsalan á árshátíðina hefst í Baldvin og Þorvaldi þann 1. október og kostar miðinn á árshátíðina og ballið kr. 7.600.- Nánari upplýsingar má finna inn á fésbókarsíðu Sleipnis og Hvítahússins

Með kveðju nefndin