Í byrjun ágúst mánaðar fór Einar reiðvegaformaður Sleipnis að hóa saman mönnum í girðingarvinnu á Flóaleið. Tólf frískum mönnum var stefnt saman 14. ágúst og var miklu áorkað. Flóaleið er 6.4 km. og er búið að bera ofaní og girða röska 5km. Stefnt er að því að ljúka því sem eftir er sem fyrst. Gunnar og Guðríður á Arnarstöðum buðu girðingaflokknum hressingu og var margt spjallað yfir kaffibolla. Einar reiðvegaformaður fór yfir málin af sinni alkunnu snilld og nýtur hann fulls stuðnings verkamanna sinna að verða næsti Vegamálastjóri. Hafið þökk fyrir frábæran dag:
Birgir Gunnarsson, Sverrir Ágústsson, Jón Valgeir Geirsson, Ágúst Hjálmarsson, Victor Victorsson, Baldur Sveinsson, Einar Hermundsson, Valgeir Jónsson, Ingvi Tryggvasson, Jóhann Árnason og á myndina vantar Svein Orra Einarsson og Guðmund Árnason.

Floaleid 1 Floaleid 2