Því miður verðum við að hætta við vetramótið sem átti að vera á Löngudæl á Stokkseyri í dag vegna veðurs.

Kveðja nefndin

Einn góðan dag í janúar tóku nokkrir vaskir félagsmenn sig saman undir stjórn Árna Sigfúsar og lagfærðu reiðgerðið okkar.

Þeir fengu myndarlega styrkir frá Byko, Fossvélum og Ræktó til verksins. Fjórir bílar af grús fóru í stóra gerðið og og einn í tunnuna, utan um hana og inn í sporaslóðina. Mikið af timbri var brotið og fúið í reiðgerðinu og skiptu þeir um það efni. Gerðið hefur fengið góða upplyftingu og er nú hægt að ríða í því skammlaust.

Frábært framtak og ekki þurfum við að kvíða sjálboðavinnunni við reisingu og frágang reiðhallarinnar miða við þessa upphitun.

Fyrir hönd félagsmanna, takk fyrir okkur.

 

Áður auglýstur fundur á föstudag vegna sjálboðavinnu við reiðhöllina frestast vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Nýr tími verður auglýstur þegar nær dregur helginni.

Fylgist því vel með á sleipnir.is

Kveðja, stjórn

 

Aðalfundur félagsins var haldinn þann 10. febrúar síðastliðinn.Góð mæting var á fundinn og voru fjörugar umræður um hin ýmsu mál félagsins. Hér fyrir neðan má lesa fundargerð kvöldsins sem Torfi Ragnar Sigurðsson ritaði.

 

 

 

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sleipnis haldinn í Hlíðskjálf miðvikudaginn 10. febrúar 2009, kl. 20:30. 

Guðmundur Lárusson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Stungið var uppá Sigurði Sigurjónssyni sem fundarstjóra og Torfa Ragnari Sigurðssyni sem ritara, var það samþykkt.  

 

Sigurður tekur til máls og kannar lögmæti fundar. Ánægja með mætingu á fundin og er tilskilin fjöldi mættra nægjanlegur svo fundurinn teljist lögmætur.

 Skýrsla stjórnar:

Guðmundur Lárusson formaður las skýrslu stjórnar og fer yfir helstu atriði ársins í starfi stjórnar.

 

Skipun stjórnar: Guðmundur fer yfir að um hafi verið að ræða mikla endurnýjun í stjórn félagsins. Á síðasta aðalfundi tók Karl Hreggviðsson við stjórnarsetu af Guðmundi Stefánssyni. Varamenn í stjórn hafa setið alla fundi stjórnar á liðnu ári.   

 

Fjármál: Guðmundur gerir fjármál félagsins að umfjöllunarefni sínu. Fer yfir skuldastöðuna eins og hún var á síðasta fundi. Fer yfir samninginn sem gerður var við NBI. Algjör viðsnúningur til hins betra á rekstri félagsins. Að öðru leiti vísar hann til þess sem að Þórdís Ólöf Viðarsdóttir mun fara yfir í umfjöllun sinni um reikninga félagsins.  

 

Staðan á mannvirkjum félagsins: Næst vikur Guðmundur að mannvirkjum félagsins. Guðmundur fer yfir að Jóhanna og Rúnar hafi verið skipaðir sérstakir tilsjónarmenn með vellinum. Völlurinn er í ásættanlegu ásigkomulagi. Guðmundur fjallar um ástand dómpallsins við Brávelli. Hann telur að ásigkomulag hans sé lélegt og að sennilega þurfi að eyða einhverjum fjármunum á næsta ári til viðhalds á honum. Guðmundur fjallar um að gerði á félagssvæðinu hafi verið lagfærð á liðnu ári. Félagið kostaði til efni en félagsmenn önnuðust lagfæringar og færir Guðmundur þeim þakkir stjórnar fyrir. Næst fer Guðmundur yfir ásigkomulag Hlíðskjálf. Hann tekur fram að huga þurfi að klæðningu húsnæðisins á næsta ári. Guðmundur lýsir þeirri framtíðarsýn sinni að byggð verði félagsaðstaða við hina nýju reiðhöll.

 

Á síðasta aðalfundi bar Bragi Sverrisson upp þá tillögu að stjórn myndi óska eftir því að Sveitarfélagið Árborg að það myndi kaupa Hlíðskjálf af félaginu. Erindi þetta var borið undir sveitarfélagið en ekki var tekið jákvætt í það.

 

Reiðvegamál: Næst fjallar Guðmundur um reiðvegamál og telur hann ástandið með öllu óviðunandi. Á síðasta fundi var óskað eftir því að stjórn myndi reyna að koma á fundi með bæjarstjórn þar sem reiðvegamál yrðu rædd. Ekkert varð af þeim fundi þar sem kjörnir bæjarfulltrúar voru þeirrar skoðunar að slíkur fundur væri ekki rétti farvegurinn fyrir málið.

 

Þá fer Guðmundur yfir stöðu reiðvegamála og tiltekur að hún sé óviðundandi. Guðmundur tekur þó fram að með þessu er hann þó ekki að gagnrýna reiðveganefnd, enda er verkefnið ekki auðvelt.

 

Ekki er aðeins um að ræða vandamál með reiðvegi í nágrenni Selfoss, enda eru reiðvegamálum annarsstaðar á félagssvæði Sleipnis í ólestri.

 

Guðmundur tekur fram að vinna þurfi að málinu með skipulögðum hætti.

 Æskulýðsnefnd: Guðmundur fjallar um að á vegum æskulýðsnefndar hafi verið haldin reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni. Guðmundur flytur kveðju Ragnheiðar formanns æskulýðsnefndar en hún fór til Bandaríkjanna í morgun og gat því ekki haldið erindi á fundinum eins og tilstóð.  Heimasíða: Guðmundur tekur fram að heimasíða félagsins hafi verið orðið barn síns tíma og því hafi verið ákveðið að endurgera hana. Nýja síðan var tekin í gagnið á síðasta ári. Fór vel af stað en hefur dvínað á ný. Bragarbót þarf að ráða á því.  

Reiðhöll: Guðmundur fer yfir stöðuna á reiðhöllinni. Hann fer yfir það sem bókað var á síðasta fundi um reiðskemmuna. Guðmundur fer yfir tilboðsferlið, þ.e. verðkönnunina. Öllum tilboðum var hafnað í fyrstu atrennu. Gerðar voru breytingar á húsnæðinu og óskað eftir tilboðum að nýju. Í hinu nýja tilboði buðu 6 aðilar í verkið í 9 útfærslum. Gengið var til samninga við BM Vallá. Niðurstaðan var kynnt á félagsfundi á liðnu ári. Á sama félagsfundi var stjórn heimilað að gefa út hlutdeildarskírteini. Einkahlutafélagið Sleipnishöllin ehf. var stofnað og er það að fullu í eigu Hestamannafélagsins Sleipnis. Þá var stjórn einnig heimilað á þessum félagsfundi að veðsetja húsið.

 

Tilboði Vörðufells í sökkul var tekið nú á haustmánuðum og er þeirri vinnu að ljúka. Sala hlutdeildarskírteina hefur gengið vel, enn er unnið að þeirri sölu.

 

Fyrsta skóflustungan var tekin og var mikill samfögnuður hér í Hlíðskjálf þann dag og var stjórn ánægð með þær viðtökur sem sá viðburður fékk.

 

Samið var við NBI um fjármögnun verkefnisins og þá einnig til framtíðar ef ekki tekst að reisa húsnæðið skuldlaust eins og vonir standa til. Nokkur seinkunn hefur orðið á afhendingu húsnæðisins en það verður afhent núna í lok febrúar. Ástæður seinkunnar eru margvíslegar m.a. fjármögnun dregist leyfisveitingar o.fl.

 

Landsmót: Guðmundur fer yfir aðild Sleipnis í Rangárbökkum. Það kom stjórn Rangárbakka á óvart að LH skyldi ákveða að ganga til samninga við Fák um að halda Landsmót árið 2012 í Reykjavík.

 

Guðmundur kynnir tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund til samþykktar. Nánar verður gerð grein fyrir tillögunni og opnað fyrir umræður síðar í kvöld.

 

Allar nefndir: Guðmundur bendir á að rætt hafi verið við alla þá sem tilnefndir hafi verið í nefndir og þeir gefið samþykki sitt og eru tilbúnir að vinna fyrir félagið.

 

Guðmundur fer yfir að stundum heyrum við þær raddir að félagið geri ekkert. Auðvitað má alltaf gera betur, en Guðmundur skorar einnig á hin almenna félagsmann að láta ekki sitt eftir liggja í félagsstarfinu.

 

Sleipnir 80 ára: Guðmundur fer yfir afmælishátíð félagsins og skipan afmælisnefndar. Guðmundur fer yfir nöfn þeirra aðila sem gerðir voru að heiðursfélögum Sleipnis.

 Upphaflega var hátíðin auglýst á Þingborg en vegna lélegrar mætingar þá var það blásið af og var hátíðin færð í Hlíðskjálf.   Guðmundur fer yfir störf sín undanfarin 2 ár. Að lokum þakkar Guðmundur stjórn og nefndum og svo öllum félagsmönnum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu.  Reikningar félagsins:

Þórdís Ólöf Viðarsdóttir gjaldkeri kynnti reikninga félagsins og efnahagsreikning.

 Reiðveganefnd:

Jón Gunnarsson formaður reiðveganefndar fer yfir starf nefndarinnar. Hann tiltekur að eitt fyrsta verkefnið stjórnar hafi verið að stilla saman fyrirsvarsmönnum sveitarfélaga á svæðinu og fara yfir bæði úrbætur á núverandi vegum og svo áætlanir um nýja vegi.

 

Jón fer yfir þær lagfæringar sem gerðar hafa verið á reiðvegum. Því næst fer Jón yfir þær nýframkvæmdir og þær framkvæmdir sem reynt hefur verið að þrýsta á um að verði gerðar. Þá fer Jón yfir þau undirgöng sem hann hefur ósk um að verði framkvæmd.

 

Þá fer Jón yfir þá kröfu að við hönnun á nýrri brú yfir Ölfusá verði tekið tilliti til ríðandi umferðar.

 

Jón fer yfir þær viðræður sem átt hafa sér stað milli Vegagerðarinnar og svo fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar. Fyrst fer Jón yfir það sem liggur meðfram hringveginum. Því næst fer hann yfir fyrirhugaðar framkvæmdir með Villingaholtsvegi og svo Gaulverjabæjarvegi.

 

Í lokinn dregur Jón Gunnarsson saman það sem hann hefur farið yfir.

 

Jón fer yfir ástand reiðvega í nágrenni hesthúsahverfisins sem er ekki glæsilegt. Jón tekur fram að hesthúsaeigendum á Selfossi er í reynd haldið í gíslingu eigna sinna. Lagt var til við Sveitarfélagið Árborg að tekið yrði upp aftur viðræður um Suðurhólaveg. Jón fer yfir kosti og galla þeirrar leiðar.

 

Árið 2008 var gerð reiðvegaáætlun undir hana ritað í lok árs 2008. Í þeirri áætlun var fallist á að taka Suðurhólaveg útaf skipulagi. Í staðin ætlaði sveitarfélagið að beita sér fyrir því að færa reiðvegin frá Gaulverjabæjarvegi. Í febrúar 2009 átti þessu að vera lokið. Vegagerðin hefur hafnað þessu og hefur því ekki verið framkvæmt í samræmi við framangreint samkomulag. Þessi mál voru í skoðun í síðasta sumar og var málinu vísað til stjórnar. Niðurstaðan í viðræðum við sveitarfélagið var sú að ekki var í boði að reiðvegur yrði meðfram Suðurhólavegi.

 

Jón fer yfir að reiðveganefnd hafi farið til Vegagerðarinnar og boðið þeim að lána þeim framlag Sleipnis frá LH til framkvæmda. Vegagerðin hafnaði því en gaf nefndinni frest til loka janúar á að ráðstafa þessu fé. Þær áætlanir tókust ekki og féll fjárhæðin niður þann 20. janúar, þ.e. þær 2 millj. sem áttu að renna til Sleipnis frá Vegagerðinni í gegnum LH. Jón tekur fram að félagið eigi ennþá 3 millj. frá sveitarfélaginu til ráðstöfunar frá síðasta ári.  

 

Jón fer næst yfir að reiðvegarnefnd hafi unnið að því að fá í gegn skipulagðan reiðveg í Flóhrepp útfrá hesthúsahverfinu. Þessi lausn er á næsta leiti og telur Jón að nefndin hafi fengið vilyrði frá Sveitarfélaginu Árborg um að leggja fé í þessa leið. Hins vegar tekur Jón fram að ef það náist ekki fyrir lok febrúar þurfi að leggja þennan pening í annað. 

 

Jón lýkur máli sínu og þakkar reiðveganefnd vel unnin störf.

 

Umræður um ársreikning félagsins. Fundarstjóri opnar umræður um skýrslu og ársreikninga félagsins og lýsir orðið laust.

 

Ari Thorarensen tekur til máls og tekur fram að hann telji ástæðu til að hrósa stjórn fyrir að hafa fært reikninga félagsins til betri vegar. Stjórn hrósað með lófaklappi.

 

Fundarstjóri óskar því næst eftir því að reikningar samþykktar. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar og er hvort um sig samþykkt. Aðalfundur samþykkir jafnframt skoðunarmenn reikninga. 

 

Umræður um skýrslur félagsins. Hilmar Pálsson tekur til máls og beinir þeirri fyrirspurn til formanns stjórnar að hann útskýri fyrir fundarmönnum hvers vegna ekki sé óskað eftir starfskröftum Jóns Gunnarssonar áfram í reiðveganefnd.

 

Þá spyr Valgeir Jónsson hvort það sé til einhver samningur við sveitarfélagið um kerruplanið.

 

Margrét K. Erlingsdóttir (Maddý) tekur næst til máls og vill gefa nokkrar athugasemdir við skýrslu reiðveganefndarinnar. Hún telur að mikið starf hafi verið unnið af reiðveganefnd og sveitarfélaginu um að reyna að finna lausn á þessum vanda. En því miður hefur það ekki borið árangur. Maddý tiltekur að niðurlagning reiðvegar meðfram Suðurhólavegi hafi ekki verið sett fram af frumkvæði Sveitarfélagsins Árborgar heldur var sú krafa sett fram af hálfu reiðveganefndarinnar og vísar til fundargerðar um það mál. Maddý bendir einnig á að sveitarfélagið er nú að vinna að breytingum á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir að reiðvegur sé meðfram Suðurhólavegi. Maddý bendir einnig á að Sveitarfélagið Árborg eigi  ekki það land sem fyrirhugaður reiðvegur á að verða lagður á meðfram Suðurhólavegi. Landeigandi hefur hins vegar ekki samþykkt að reiðvegurinn verði lagður. Sveitarfélagið Árborg hefur ekki tekið ákvörðun um að taka viðkomandi land eignarnámi, þótt slíkt sé hugsanlegt.

 

Valgeir Jónsson spyr hvað það taki langan tíma og hvað það kosti að taka land eignarnámi?

 

Haraldur Þórarinsson tekur til máls og fer yfir það hversu vel hefur tekist til að snúa við reikningum félagsins. Hann tekur fram varðandi reiðvegamál að þeir peningar sem koma fram frá LH koma frá Vegagerðinni og það var þar sem framlögin voru skorin niður nú um áramót.

 

Haraldur fer yfir það að grundvöllurinn sé sá að aðalskipulag innihaldi fyrirhuguð vegstæði undir reiðvegi. Haraldur leggur áherslu á að Hesthúsahverfið sé hér á skipulagi og hann spyr hver beri þá ábyrgð á því að sjá til þess að hverfið sé tengt reiðvegum. Hann tiltekur að þetta sé fyrst og fremst skipulagsmál sem er á könnu sveitarfélaga.

 

Svandís Ragnarsdóttir tekur til máls og óskar eftir frekari rökstuðningi fyrir ástæðum þess að reiðvegurinn hafi verið lagður af við Suðurhóla.

 

Einar Hermundson tekur til máls og hrósar stjórn fyrir að hafa náð fjárhagnum í lag. Einar tekur fram að hann hafi á sínum tíma tekið að sér að vera í reiðveganefnd ef hann væri ekki að taka sæti einhvers annars í nefndinni. Hann tekur fram að þegar Suðurhólavegur var lagður þá hafi ekki verið gert ráð fyrir neinni veghelgun. Einar leggur til að samþykkt verði einhvers konar ályktun eða þá að félagið beitir sem fyrir því að þegar nýir vegir séu lagðir á svæðinu að þá sé viðunandi veghelgun ávallt tryggð.

 

Kaffihlé: Tekið er 15 mín kaffihlé.

 

Fyrirspurnum svarað. Fundarstjóri svarar fyrirspurn Valgeirs um eignarnámið. Það er erfitt að segja hvað slíkt muni kosta. Hins vegar tryggja lögin að eign verður ekki tekin eignarnámi nema að fullt verð komi fyrir.

 

Guðmundur Lárusson formaður tekur að sér að svara fyrirspurnum.

 

Guðmundur veltir því fyrir sér hvaða mál það er sem hefur hvað oftast borið á góma þegar félagsmenn koma að máli við hann um starfsemi félagsins. Hann minnist þess ekki að fjármál félagsins hafi borið á góma, þrátt fyrir bága stöðu þar. Hann man eftir fyrirspurnum um aðstöðuna. Allt eru þetta smámál og eru lítið rædd í samanburði við reiðvegamálin. Guðmundur veltir því fyrir sér hvers vegna þetta svæði hér er í þessari stöðu. Við höfum fylgst með aðliggjandi svæðum s.s. Ölfusi þar sem mikið hefur verið gert. Guðmundur fer yfir að margskonar ástæður geta verið fyrir því. Guðmundi finnst mál þessi komin í svo mikla pattstöðu að ekkert gerist. Málin hafa verið rædd ítrekað. Afraksturinn er hins vegar ekki í samhengi við öll þau orð sem sögð hafa verið um þetta. Guðmundi finnst alveg fráleitt að ætla að persónugera þetta mál. Guðmundur telur að það skipti ekki máli einstaka persónur í þessu máli. Guðmundur tiltekur að stjórn er ekki að deila á einstaka persónur. Guðmundur gerir hins vegar grein fyrir þeirri áherslu stjórnar að bæði verði skipt út fólki frá Sveitarfélaginu Árborg og svo að eitthvað nýtt fólk komi inní reiðveganefndina sem ýti til hliðar öllum persónulegum ágreiningi.

 

Hvað varðar fyrirspurn Valgeirs um kerruplanið tekur Guðmundur fram að hann væntir þess að hann sé að spyrja um kerruplanið beint á móti Hlíðskjálf. Kerruplan þetta er eignfært í reikningum félagsins. Sótt var um að fá að byggja á þessu kerruplani. Stjórn félagsins skrifaði bréf til Sveitarfélagsins Árborgar og gerði ekki athugasemd við að þessari tilteknu lóð yrði skipulögð og á henni byggt. Hins vegar var lögð áhersla á að við fengjum nýja aðstöðu fyrir kerruplan í staðin og að tekin yrði upp viðræður um að fá tilbaka þær lóðir sem við sannanlega áttum austan við Hlíðskjálf.

 

Þórdís Ólöf Viðarsdóttir tekur til mál og upplýsir að það hafi komið bréf frá Sveitarfélaginu Árborg þar sem að ósk um úthlutun á viðkomandi lóð var hafnað.

 

Maddý tekur til máls og lýsir því yfir að hún ætli sér ekki að skella skuldinni á hestamenn vegna reiðvegamála og hún axli sína ábyrgð í þessum málum og ætlar ekki að skjóta sér undan því. Maddý vill gefa hestamönnum eitt ráð sem hún telur að sé mikilvægt. Hún tekur fram að það sé mikilvægt að þeir sem komi fram f.h. félagsins í viðskiptum sínum við Sveitarfélagið Árborg hafi fullt umboð til að koma fram f.h. félagsins. Hún tekur það fram að henni hafi fundist á tíðum að svo hafi ekki alltaf verið staðan í þeim viðræðum sem farið hafi fram milli sveitarfélagsins og Sleipnis.   

 

Jón Gunnarsson tekur næst til máls hann tekur fram að þegar að reiðvegurinn var færður frá Suðurhólavegi var gerð sú krafa að reiðvegurinn meðfram Gaulverjabæjarvegi yrði færður. Jón tekur fram að hann líti svo á að Suðurhólavegurinn hafi verið lagður undir göngustíg gegn því að reiðvegurinn meðfram Gaulverjabæjarvegi verði færður. Jón Gunnarsson tekur fram að tilvitnuð fundargerð í fyrri ræðu Maddýjar milli reiðveganefndar og bæjarins sé fundargerð en ekki samningur milli félagsins og sveitarfélagsins. Jón Gunnarsson tekur fram að hann hafi fundað með byggingarnefnd sveitarfélagsins um þessi mál ásamt Svani Bjarnasyni frá Vegagerðinni, en þær viðræður hafi ekki skilað árangri.

 

Jón Gunnarsson tekur einnig fram að hann telji að stjórnarmaður ætti að eiga sæti í reiðvegarnefnd. Jón tekur skýrt fram að reiðveganefnd getur ekki tekið ákvarðanir heldur verði að bera slíkar ákvarðanir undir stjórn félagsins.

 

Varðandi það að verið sé að persónugera þetta mál, tiltekur Jón að hann hafi unnið að þessum málum síðan 2006. Hann vill ekki að kosið verði um þessa nefnd, heldur vill hann taka fram að hann sé reiðubúinn til að draga sig í hlé.

 

Svala tekur til máls og spyr hvernig hún eigi að komast í Bjarkargerði. Þá vill hún líka fá svör við því hvort ekki sé hægt að losna að einhverju leiti við traktora og dót sem er í Norðurtröð og Suðurtröð.

 

Valgeir Jónsson tekur til máls og les upp 9. gr. laga félagsins og tekur fram að ekki hafi verið boðað til þessa fundar án þess að senda bréf til að boða fundinn. Valgeir tekur fram að hann vilji áfram fá fundarboð.

 

Fundarstjóri óskar því næst eftir því að skýrslur stjórnar verði samþykktar. Skýrslur stjórnar bornir upp til samþykktar og eru þær samþykktar.

 Afhending bikara:

Freyja Hilmarsdóttir sér um að afhenda bikara.

1)      100 m skeið. Sigursteinn Sumarliðason. Ester frá Hólum. 7.74

2)      150m skeið. Sigurður Óli Kristinsson. Drós frá Dalbæ. 15.14

3)      250m skeið. Einar Öder Magnússon. Davíð Oddsson. 23.13

4)      Íþróttamaður Sleipnis. Svanhvít Kristjánsdóttir.

5)      Ræktunarbikar Sleipnis. Illingur frá Tóftum. Bjarkar Snorrason.

 

Tillögur bornar upp af fundarstjóra:

 Eftirfarandi tillaga lögð fram;  Aðalfundur Hestamannafélagsins Sleipnis haldinn í Hliðskjálf 10.02.2010 mótmælir því harðlega að stjórn L.H. hrófli við því mynstri sem verið hefur við lýði varðandi staðsetningu Landsmóta en það mynstur hefur byggst á því að mótin hafa verið haldin á landsbyggðinni og til skiptis á norður- og suðurlandi. Ef samið verður um að LM 2012 verði í Reykjavík er um stefnubreytingu að ræða í Landsmótsmálum. Krefjumst við þess að áður en svo veigamikil stefnubreyting sé framkvæmd, verði greidd atkvæði um hana á ársþingi L.H , ellegar sé kallað til auka fundar  Greinagerð: Nánast frá upphafi landsmóta hafa þau verið staðsett á landsbyggðinni og til skiptis sunnan lands og norðan og því rík hefð komin á það fyrirkomulag. Í hugum okkar og trúlega margra annarra er sérstaða Landsmóta að hluta til fólgin í umgjörðinni sem víðáttan og dreifbýlið skapar. Sú tilraun sem gerð var árið 2000 þegar Landsmót fór fram í Reykjavík sýndi a.m.k, burt séð frá kostum þess og göllum, að þetta var mót af ólíkum toga. Frá árinu 2002 hefur staðsetning mótana verið í mjög föstum skorðum þar sem tveir Landsmótsstaðir hafa verið til skiptis, Gaddstaðaflatir og Vindheimamelar og er búið að leggja í miklar fjárfestingar á þessum stöðum á undanförnum árum til þess að geta sem best mætt kröfum Landsmótsgesta.  Opnað fyrir umræður um tillöguna 

Haraldur Þórarinsson tekur til máls og gagnrýnir framlagða tillögu vegna Landsmóts harðlega. Hann telur að það sé ekki rétt að samþykkja tillögu sem þessa. Hann telur að LH eigi að hafa frjálsar hendur um ákvörðun Landsmótsstaðar. Haraldur tekur fram að hann leggur til að fundurinn hafni tillögunni og leggi til við stjórn að hún samþykki tillögu sem lögð verði fram inná Landsþingi LH. Þá spyr Haraldur um skuldastöðu Rangárbakka.

 

Guðmundur Lárusson svarar Haraldi og tekur fram að hann telji ekki rétt að með tillögunni sé verið að efna til ófriðar. Guðmundur tiltekur að undanfarin 10 ár hafi verið eytt talsverðu til að svæðin uppfylli kröfur Landsmóts ehf. sem er í eigu LH. Guðmundur tekur fram að Landsmót ehf. hafi grætt 15-17 millj. útúr mótinu en Rangárbakkar töpuðu peningum enda höfðu þeir kostað talsverðu til svo að kröfur Landsmóts ehf. væru uppfylltar.

 

Guðmundur lýsir þeirri skoðun sinni að hann telji að félagsstarf hestamanna sé á rangri hillu. Félögin greiði umtalsvert til LH sem virðist ekki líða skort, en það gera hins vegar oft á tíðum hestamannafélögin. Hann telur að fjármunum LH sé ekki alltaf vel varið. Guðmundur telur að ákvörðun LH sé til þess fallinn að valda sundrung á meðal aðildarfélaga. Guðmundur telur að sú úlfhúð sem er komin upp megi rekja til þess hvernig LH hefur staðið að þessu máli.

 

Haraldur Þórarinsson tekur til máls á ný og mótmælir ræðu Guðmundar. Hann leiðréttir hagnað Landsmóts ehf. af Landsmótinu 2008 hann telur hann vera um 10.millj. Ítrekar spurningu sína um skuldstöðu Rangárbakka.

 

Guðmundur Lárusson tekur til máls og svarar fyrirspurn um skuldastöðu Rangárbakka. Guðmundur er ekki með skuldastöðuna uppá krónu en telur hana vera þó nokkra. Ástæður þess telur hann vera einfaldlega þá að menn hafi farið framúr sér.

 

Fundarstjóri ber tillöguna undir atkvæði.

 

22 eru tillögunni samþykkir 16 eru tillögunni andvígir.

 

Tillagan samþykkt með 22 atkvæðum.

 Eftirfarandi tillaga lögð fram;  Aðalfundur Hestamannafélagsins Sleipnis haldinn í Hliðskjálf 10.02.2010 leggur til að félagaskrá Sleipnis verði birt á heimasíðu félagsins og uppfærð hið minnsta tvisvar á ári.  Greinagerð: Tilgangur með þessu er að auðvelda félagsmönnum, stjórnendum og nefndarmönnum að fylgjast með hverjir séu skráðir í félagið. Borið hefur á því að menn telji sig vera í félaginu en af einhverjum ástæðum fallið út eða ekki skráðir inn. Einungis verða nöfn félagsmanna birt.  

Tillagan samþykkt með megin þorra atkvæða.

 

Kosning stjórnar og tilnefningar til nefnda:

Tilnefningar í nefndir á vegum félagsins eru samþykktar einróma.

 

Þá er kosið í stjórn. Tillögur lesnar upp.

 Aðalmenn í stjórn;

Þórdís Ólöf Viðarsdóttir formaður

Rut Stefánsdóttir

Þorbjörn Jónsson

Varamenn í stjórn;

Magnús Ólafsson

Sissel Tveten

 

Guðmundur Lárusson, Torfi Ragnar Sigurðsson, Sigurður Torfi Sigurðsson og Freyja Hilmarsdóttir ganga úr stjórn. 

 

Önnur mál:

Fundarstjóri skorar á aðra viðstadda að taka til máls. Fleiri óska ekki eftir að taka til máls.

 

Guðmundur Lárusson ávarpar fundinn að lokum.

 

Valur Gíslason tekur til máls. Hann kemur í pontu f.h. ferðanefndarinnar. Valur afhendir formanni hagnað nefndarinnar frá síðasta ári, en það voru eitthvað um 90.000 kr. Þessu er fagnað með lófaklappi.  

 

Magnús Ólafson tekur til máls og óskar eftir upplýsingum um næstu skref í reiðhöllinni.

 

Guðmundur Lárusson tekur til máls og tjáir fundi að svo gott sem búið er að steypa sökkla. Húsið kemur 15-20 febrúar og er þá allt tilbúið til að byrja að reisa. Verið er að leysa ákveðinn vandamál við sveitarfélagið vegna fráveitumála.

 

Þórdís Ólöf Viðarsdóttir tekur til máls sem ný kosin formaður félagsins. Þakkar þeim sem setið hafa í stjórn vel unnin störf og tjáir fundi að hana hlakki til að taka til starfa sem nýr formaður.

 

Fundi slitið kl. 24:00.

Ákveðið hefur verið að nýta kuldatíðina og flýta 2. vetramóti Sleipnis um eina helgi og hafa ísmót næstkomandi laugardag 27. febrúar klukkan 14:00 á Löngudæl á Stokkseyri.  Skráning verður á staðnum og hefst hún klukkan 13:00.  Mótið verður opið fyrir alla.  Þeir flokkar sem eru í boði eru: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, áhugamannaflokkur og opinn flokkur.

Kveðja nefndin Laughing

1. Vetrarmót Sleipnis
verður haldið að Brávöllum Selfossi laugardaginn 13. febrúar kl 14:00. Keppt verður í opnum flokki, áhugamannaflokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Skráning hefst kl. 13:00 í dómskúr við völlinn.

Mótanefnd

Fyrsta vetramót Sleipnis fór fram á Brávöllum laugardaginn 13. Febrúar 2010. Veðrið var milt og gott þrátt fyrir mikla rigningu en Sleipnisfélagar létu það ekkert á sig fá og voru keppendur alls 48. Keppt var í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, áhugamannaflokki og opnum flokki. Úrslitin voru þessi:

Read more: 1. vetramót Sleipnis

More Articles ...

Page 145 of 157

18 Nov, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Nóvember
19Nóv Mán 8:15 - 11:00 Útleiga FSU 3.árs nemar 
20Nóv Þri 18:00 - 20:30 Frátekin v. Knapamerki 
22Nóv Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 265 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1534
Articles View Hits
2426423