Það varð smá misskilningur í dag og einhverjahluta vegna var komin frétt inn á Hestafréttir.is og í framhaldinu hér á síðunni að Firmakeppninni væri líka frestað vegna hestaflensunnar. Það er ekki rétt og verður Firmakeppnin okkar haldin á laugardag eins og áður var sagt. Vonandi hefur þetta ekki haft í för með sér óþægindi fyrir félagsmenn og er óskandi að sem flestir sjái sér fært að mæta. Hittumst hress á laugardaginn og eigum góðar stundir saman ;)

Dagskrá:

12:00-12:50. Skráning og númerum úthlutað í Hlíðskjálf.
13:00. Hópreið leggur af stað frá Hlíðskjálf. Fjölmennum og sýnum samstöðu í glæstum hópi.
13:30. Mót hefst.
Unghrossaflokkur - árgangar 2005-2006
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Opinn flokkur

Stóðhestasýning verður að keppni lokinni

Kaffisala að loknu móti í Hlíðskjálf.

Ákveðið hefur verið að fresta Íþróttamóti Sleipnis sem halda átti þann 1-2 maí næstkomandi um óákveðin tíma vegna hestaflensunnar. Frekari upplýsingar munu birtast síðar.

 

 

 

 

Næstkomandi laugardag, 17.apríl, kl. 13.30 verður fundur  í félagsheimili Sleipnis .

Börn, unglingar og foreldrar eru hvött til að mæta. Farið verður yfir búningamál með
þeim börnum og unglingum sém áhuga hafa á að taka þátt í sýningunni
Hestafjör 2010 sem haldið verður þann 15. Maí nk.

Æskulýðsnefndir Sleipnis og Geysis fara með umsjón þessarar hátíðar til handa
æskunni á suðurlandi.
Heitt verður á könnunni og kók og prins í boði nefndarinnar.

Allar nánari upplýsingar hjá Stefaníu Sig. s: 846-0895  e-mail: stefsstells@simnet.is

Æskulýðsnefnd

Við ætlum að byrja setja járnið á veggina á morgun fimmtudag klukkan 8:00

Svo verður vinna á laugardag klukkan 8:00 og hversu lengi fram á daginn er óráðið vegna firmakeppninnar.

Sunnudaginn tökum við svo klukkan 10:00

Verkefnið er eins og áður sagði að setja járnið á veggina. Í þessum verkhluta nýtast allar hendur sem bjóðast og hvetjum við því alla sem vilja leggja hönd á plóg til að mæta.

 

 

Hestamenn athugið

 

Firmakeppnisnefnd hvetur alla félagsmenn sem og aðra áhugasama, t.d. hestamenn í sömu hesthúsalengju eða aðra hópa, að kaupa firma til styrktar félaginu.

Firmakeppnin verður haldin laugardaginn 24.apríl nk. Þeim sem áhuga hafa á að leggja félaginu lið er bent á að hafa samband í síma 899-5494 (Ágúst) í síðasta lagi mánudaginn 19.apríl. Hægt er að velja á milli tveggja upphæða, 3000 kr. og 5000 kr.

Firmakeppnisnefnd

Kv. Ágúst Ingi

Firmakeppni Sleipnis verður haldin næstkomandi laugardag þann 24. apríl.

Dagskrá:

12:00-12:50. Skráning og númerum úthlutað í Hlíðskjálf.
13:00. Hópreið leggur af stað frá Hlíðskjálf. Fjölmennum og sýnum samstöðu í
glæstum hópi.
13:30. Mót hefst.
Unghrossaflokkur - árgangar 2005-2006
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Opinn flokkur
Kaffisala að loknu móti í Hlíðskjálf.
Ekki láta það fram hjá ykkur fara.

Firmakeppnisnefnd

Vinna við reiðhöllina okkar er enn í fullum gangi og ekki verður slegið af um þessa helgi í þeim efnum.

Fyrstu menn ætla að mæta upp úr 9 á morgun, föstudag, og fleiri koma svo eftir hádegi. Laugardag klukkan 8:00 og svo tökum við sunnudaginn klukkan 9:00

Góðir félagar ætla að taka að sér matseld um helgina og verður hádegismatur í Hliðskjálf laugardag og sunnudag.

Verkefnin sem á að taka fyrir um helgina eru að klára langböndin á gafflana, klára leggja krossvið á úthringinn og koma af stað járnklæðningunni utan á veggina.

Mikið liggur fyrir og hægt verður að nýta alla þá aðstoð sem býðst um helgina, öll handtök, hvort sem það er að negla, saga, elda, kítta eða handlanga nýtist og hjálpar okkur að ná settu markmiði.

Við hvetjum alla sem vilja leggja til aðstoð sína hvort sem það er þessa helgi, virka daga eða næstu helgar til að hafa samband við einhvern úr stjórninni eða bara láta sjá sig á verkstað.

Eins og Guðni sagði í Hesthúshorni Sleipnis nú í vikunni, "Við förum þetta á bjartsýninni og með samstilltu átaki náum við markmiði okkar".

Góða helgi

 

Konukvöld Hestamannafélgsins Sleipnis

Miðvikudagskvöldið 21.apríl 2010 kl. 20:00 í Hliðskjálf.
Þema kvöldsins: Íslenska skvísan / varalitur og háir hælar!
Hinn eini sanni Labbi mun halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi!
Tíksusýning
-sunnlensk hönnun og tískuföt
Happadrætti og óvæntar uppákomur
Konur eru beðnar um að hafa með sér smárétti eða snakk á hlaðborðið.
Bjór, hvítvín og rauðvín verður selt á staðnum.
Miðaverð kr. 2.000
Miðasala verður í Hliðskjálf laugardaginn 17.apríl frá 11:00- 14:00
ATH  en hægt er að nálgast miða með því að hafa samband við 
undirbúningsnefnd.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar!
Undirbúningsnefndin,
Anna  857 1976
Guðbjörg 867 0947
Íris 482 4342

 

More Articles ...

Page 145 of 160

22 Feb, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Febrúar
23Feb Lau 10:00 - 14:00 Námskeið Æskulýðsnefnd 
25Feb Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. hestabraut FSU 
25Feb Mán 17:00 - 21:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 152 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1574
Articles View Hits
2597086