Æskulýðsnefnd Sleipnis heldur kynningarfund um starf vetrarins í félagsheimilinu Hlíðskjálf, þriðjudaginn 10 febrúar nk. kl 20:00.  Stefnt er á að halda almenn reiðnámskeið fyrir börn og unglinga og námskeið eftir knapamerkjakerfi. Skráning fer fram á kynningarfundinum. Boðið verður upp á pizzur og gos. nefndin

 

Kæru Sleipnisfélagar.  Þá er nú loksins allt að fara í gang á vefnum okkar.  Það er búið að vera lokað fyrir aðgang að vefslóðinni úr minni tölvu í langan tíma en þetta var að komast í lag í þessum skrifuðum orðum.  Við Alex vefsíðuhönnuður munum á næstu dögum veita aðgang að skrifum á síðuna þeim formönnum nefnda sem þurfa.

Almennum félagsmönnum  er bent á að ef þeir vilja koma einhverju efni á framfæri geta þeir sent mér efni eða viðkomandi formönnum nefnda. Netfangið er gunnjo@simnet.is

Með baráttukveðju

Gunni Jóns.

Toyota á Selfossi, Viðgerðir og þjónusta, Baldvin og Þorvaldur og Landsbankinn styrktu félagið myndarlega til kaupa á nýjum landsmótsbúningi fyrir þá knapa sem keppa fyrir Sleipni á landsmóti hestamannafélaga, sem nú er hafið á Gaddstaðaflötum við Hellu.

Í barnaflokki keppa þau Dagmar Öder Einarsdóttir, Díana Kristín Sigmarsdóttir, Sigríður Óladóttir og Kristín Líf Þórisdóttir. Í unglingaflokki keppa Arnar Bjarki Sigurðsson, sem einnig keppir í A-flokki gæðinga, Kristrún Steinþórsdóttir, Guðbjörn Tryggvason og Sigurbjörg Eva Sigurðardóttir. Í Ungmennaflokki keppa Bjarni Sveinsson, Ástgeir Rúnar Sigmarsson, Bára Bryndís Kristjánsdóttir, og Sigrún Anna Brynjarsdóttir. Í A-flokki keppa auk Arnars Bjarka þau Sigríður Pjetursdóttir, Daníel Jónsson, og Einar Öder Magnúsdóttir. Í B-flokki keppa Brynjar Jón Stefánsson, Olil Amble, Lisa Rist Christiansen og Elsa Magnúsdóttir. Í tölti keppa Sigursteinn Sumarliðason, Sigurður Óli Kristinsson, sem einnig keppir í skeiði, og Sævar Örn Sigurvinsson. Í Skeiði keppa þau Einar Öder, Svanhvít Kristjánsdóttir, Sigurður Óli, Haukur Baldvinsson og Leifur Helgason.

 


Er að setja inn myndir á fullu, það er soldið seinlegt en ég reyni að gera smá á hverjum degi eftir því sem ég hef tíma.  Endilega kíkið inn á myndaalbúms hlekkinn
kveðja
Vefstjóri

 

More Articles ...

Page 154 of 157

15 Oct, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Október
15Okt Mán 8:15 - 11:00 Útleiga FSU 3.árs nemar 
18Okt Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
18Okt Fim 13:00 - 15:45 Útleiga FSU 3.árs nemar 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 133 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1528
Articles View Hits
2386993