Í tilefni 80 ára afmælis Hestmannafélagsins Sleipnis verður haldin árshátíð 28.nóvember í Þingborg.

Boðið verður upp á jólahlaðborð.

Verði aðgangsmiða stillt í hóf. Sleipnisfélagar takið frá daginn og endurvekjum árshátíðarstemminguna.

Nánar auglýst síðar. Afmælisnefndin

Nú félagsmaður góður munu nokkrir sjálfboðaliðar og félagsmenn Sleipnis ganga í hús og heimsækja alla félagsmenn og aðra hestamenn á félagssvæðinu. Munu þeir kynna þeim stöðuna á því verkefni sem framundan er, þ.e. reiðhöllinni. Einnig munu þeir bjóða þér að styrkja þetta verkefni með kaupum á Hlutdeildarskirteini í höllinni. Hægt verður einnig að skrá sig fyrir sjálboðavinnu hjá þeim.

Hér á eftir verða birtir nokkrir punktar á verkefninu okkar þér til fróðleiks.

Með kærri þökk og von um góðar viðtökur.

 

 

Nokkrar staðreyndir um Sleipnishöllina

 

Húsið

 • Höllin er 1250fm2 að stærð eða 25*50m
 • Gert er ráð fyrir að reiðsvæði verði að lámarki 20*40
 • Áhorfendabekkir fyrir 125-200 manns verða með annari hlið húsins ásamt inngangi og wc aðstöðu
 • Sveitarfélagið Árborg hefir gert samning þess efnis við félagið að það leggur til lóðina og öll tilheyrandi stofngjöld endurgjaldslaust undir höllina.
 • Húsið er keypt af BM Vallá –Límtré á Flúðum eftir að þeir komu bestir út úr útboði
 • Óli frá Læk hefur nú þegar grafið fyrir sökklunum og gefið vinnu sína við það.
 • Ræktó er nú að keyra í skurðinn og þjappa og gefur þá vinnu einnig. Sú grús var gefin af Helga og Helgu í Kjarri og Fossvélum
 • Búið er að heita á félagið lagnaefni frá Set ehf, samið hefur verið við Steypustöðina um gott verð á steypu í sökkul.
 • Verið er að semja við Vörðufell um uppslátt á sökkli en þeir voru með hagstæðasta tilboðið eftir útboð.

 

Fjármögnun

 • Hestamannafélagið fær greiddar 25 milljónir úr Reiðhallarsjóði Landbúnaðarráðuneytisins
 • Sala hlutdeildaskirteina er einn mikilvægasti þátturinn í þessu ferli og áætlum við stóran hluta fjármögnunar með þessum hætti.
  • Leitað er nú til félagsmanna og annar hestaáhugamanna eftir stuðningi með kaupum á þeim
  • Einnig hefur verið leitað til fjölmargra fyrirtækja og félagasamtaka eftir stuðningi og allstaðar hefur því verið tekið vel. Verið er að fylgja því eftir þessa dagana.
  • Mörg fyrirtæki hafa heitið efnisúttektum gegn auglýsingu í höllinni.
 • Nánast öll vinna við höllina fer fram í sjálboðaliðastarfi sem skapar mikil verðmæti fyrir félagið og stuðlar að því að húsið muni rísa vonandi skuldlaust.

 

Sjálboðaliðastarfið

 • Grunnur okkar á því að geta reist þessa höll er sjálboðaliðastarfið
 • Nú þegar eru komin loforð um sjálboðaliðastarf.
  • Óli frá Læk hefur nú þegar gefið vinnu sína við að grafa fyrir grunni hallarinnar
  • Ræktó er að vinna í því að moka og þjappa fyrir sökkli
  • Píparar, rafvirki og múrari hafa lofað sínu framtaki
 • En betur má ef duga skal, öll hjálp er vel þegin sama hvort það er að negla, hella á kaffi, leggja rafmagn eða handlanga efni.

 

Við stefnum á að jákvætt hugafar og umhverfi, allir eru velkomnir.

Reiðhöll að Brávöllum

Stjórn Sleipnis boðar til fundar í Hliðskjálf, þriðjudaginn 8. September næstkomandi .

Fundur hefst 20:30

Fundarefni;

Reiðhöll að Brávöllum, Selfossi.

Reiðhallarnefnd mun skýra frá niðurstöðu vinnu sinnar og leggja fram tillögu fyrir félagsmenn.

Áríðandi er að sem flestir sjái sér fært um að mæta

Stjórnin

Á fjölmennum félagsfundi í Hestmannafélaginu Sleipni nú á dögunum var tekin ákvörðun eftir útboð og samkeppni að byggja reiðhöll úr límtré frá BM Vallá 50m x 25m. Bygg­ingin mun rísa að Brávöllum á Selfossi. Mikil samstaða kom fram um málið á fundinum og urðu miklar umræður um fram­tíðina og hvernig að bygging­unni verður staðið. Félagssvæði Sleipnis nær yfir tvö sveitar­félög Árborg og Flóahrepp.Félagsmenn eru 400 talsins. Reiðhöllin er félagsmönnunum og félaginu mjög mikilvæg til að dragast ekki afturúr öðrum hestamannafélögum. Fundurinn samþykkti að gefa út sérstök hlutdeildarskírteini þar sem félagsmönnum svo og vel­unnurum ásamt fyrirtækjum væri gefinn kostur á að eignast hlut í reiðhöllinni á móti 51% hlut Sleipnis. Gefnir verði út 4000 hlutir og verði 1 hlutur verðlagður á 20 þúsund krónur. Þannig geti sem flestir eftir efnum og ástæðum verið með­eigendur að reiðhöllinni og lagt sitt að mörkum. Á fundinum reið formaður Sleipnis Guð­mundur Lárusson á vaðið og keypti 5 hluti á 100 þúsund krónur Kaupendur hlutdeildar­skírteinanna geta samið um ákveðna mánaðargreiðslu eða staðgreitt hlutina. Það kom fram að félagsmenn binda vonir við mikið framlag í sjálfboða­vinnu við bygginguna. Félags­menn munu lyfta grettistaki og reisa höllina fyrir jól, það er góð jólagjöf til framtíðarinnar. Ólafur Sigfússon frá Ketil­stöðum hefur boðist til að grafa fyrir sökklunum og gefur þá vinnu. Vilhelm Skúlason frá Mána í Keflavík var gestur fundarins áður Selfyssingur sagði frá reiðhöll Mána sem stendur fullbyggð og skuldlaus félagsmönnum sínum til þjónustu. Vilhelm keypti síðan einn hlut í væntanlegri reiðhöll Sleipnis. Hann sagði jafnframt frá kvennadeild Mána sem vann kraftaverk þar. Reiðhöllin verður eign Sleipnismanna og mun hún efla mjög hesta­mennsku á félagssvæðinu, hún er lykill að reiðkennslu og æskulýðsstarfi. Reiðhöllin er jafnframt mikilvæg sýningar- og menningarhöll fyrir Suður­land. Reiðhöllin er líka mikil­væg fyrir hátíðir og uppákomur í ferðaþjónustu og mun nýtast vel fyrir landbúnaðinn sem slík. Það var ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á Reiðhöllina. Mikill velvilji ríkir í garð byggingarinnar meðal fyrirtækja og hafa nokkur þegar heitið stuðningi sínum. BM Vallá hefur nú heitið 1 milljón í auglýsinga­styrk og ríður þar á vaðið. Aðkoma Landbúnaðar­ráðu­neytisins liggur fyrir með fram­lagi úr reiðhallarsjóði uppá 25 milljónir, Árborg hefur heitið góðum stuðningi. Sleipnis­­­menn ætla að byggja reiðhöll með samstilltu átaki og enn er langt til jóla ágætu félagar.

 

Með kærri kveðju,

Guðni Ágústsson


Árlegur haustreiðtúr Sleipnis verður laugardaginn 29. ágúst næstkomandi. Lagt verður af stað frá Hliðskjálf kl 13:00 og heimkoma óákveðin.

Ferðanefnd

Í tilefni 80 ára afmælis Hestmannafélagsins Sleipnis verður haldin árshátíð 28.nóvember í Þingborg.

Boðið verður upp á jólahlaðborð.

Verði aðgangsmiða stillt í hóf. Sleipnisfélagar takið frá daginn og endurvekjum árshátíðarstemminguna.

Nánar auglýst síðar. Afmælisnefndin.

Niðurstöður                        
                        

 IS2009SLE093 - Opið Gæðingamót Sleipnis                        

 Mótshaldari:        Sleipnir                

 Dagsetning:        24.7.2009 - 26.7.2009

            

 

Read more: Heildarúrslit á opna gæðingamóti Sleipnis 2009

More Articles ...

Page 154 of 165

19 May, 2019

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2019

Skrá í sumarferð Sleipnis

Á döfinni í reiðhöll


Maí
21Maí Þri 17:00 - 22:00 Frátekin v. Æskulýðsnefnd 
22Maí Mið 7:00 - 20:00 Frátekin v WR móts 22-26.mai 
23Maí Fim 8:00 - 12:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 90 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1610
Articles View Hits
2704666