Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar
Boðið verður upp á tvenns konar  námskeið að þessu sinni:

Almennt reiðnámskeið (leikir/fjör/fræðsla) sem er hugsað fyrir þá nemendur sem finnst skemmtilegast að hittast og hafa gaman saman, leika sér á hestunum og fá létta fræðslu varðandi umgengni við hestinn, reiðmennsku og gangtegundir í leiðinni. Kennari: Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir. Fjöldi nem. í hóp er 6- 8. Verð: 12.000,- fyrir 8 tíma/skipti. Kennt verður á þriðjudögum og fyrsti tími hefst 30. janúar.

Keppnisnámskeið sem hugsað er fyrir nemendur sem hafa áhuga á því að undirbúa sig fyrir keppni á mótum í vetur. Kennari: Ragnhildur Haraldsdóttir. Fjöldi nemenda í hópi er 1-3 og kennt í 30-60 mínútur (fer eftir fjölda í hópi). Verð 21.000,- fyrir fyrir 6 tíma/skipti. Kennt verður á mánudögum og fyrsti tími hefst 29. janúar.

Nánari upplýsingar og skráning í netfanginu: hronnbjarna@hotmail.com fyrir 24. janúar 2018.

Bestu kveðjur,
f.h. æskulýðsnefndar
Hrönn Bjarnadóttir

Ágætu félagar
Allt of víða í hverfinu okkar á Selfossi eru fjúkandi rafmangsspottar á og við reiðleiðir. Þetta þarf að laga áður en slys verða.
Þetta verður hirt upp og hent fljótlega ef eigendur sjá ekki sóma sinn í að taka þetta saman og fjarlægja.
Með kveðju,
Nefndin

Í vetur, líkt og í síðasta vetur, verður boðið uppá reiðnámskeið í formi einkatíma.
Við erum svo heppin að hafa fengið til liðs við okkur 2 frábæra reiðkennara en þau koma til að vera með sinn hvorn hópinn en það eru þau Bergur Jónsson og Sara Rut Heimisdóttir reiðkennari frá Hólum.
Námskeiðin eru kennd á miðvikudagskvöldum og eru þannig sett upp að í boði er að skrá sig annaðhvort hjá Bergi eða hjá Söru Rut. Boðið verður uppá 4 skipti og það eru einungis 6 pláss í boði hjá hvorum kennara. Hvert skipti er 30 mínútna einkatími og byrjar fyrsti tími kl: 17:00 en sá síðasti kl: 19:30. Sara Rut byrjar sitt námskeið þann 31 . jan og kennir annan hvern miðvikudag (31 .jan, 14. og 28. feb. og 14. mars). Bergur byrjar 7. febrúar og kennir “hinn" hvern miðvikudag (7. og 21. feb, 7. og 21. mars).
Þó að hver tími sé 30 mínútur þá við hvetjum við nemendur til að fylgjast með hjá öðrum því þannig fæst mest út úr námskeiðinu.
Búið er að opna fyrir skráningu í sportfeng og kostar hvort námskeið 29.000.-
Kennsla fer fram í reiðhöllinni að Brávöllum.
Ef þú hefur áhuga þá ferðu inná http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx… velur Sleipni sem námskeiðshaldara skráir þina kennitölu sem Knapi/Sýnandi/Þátttakandi og velur svo annað hvort einkatímar hjá Bergi og einkatímar hjá Söru Rut þar sem stendur “veldu atburð”. Velur svo að setja í körfu og gengur frá greiðslu. Ef verið er að skrá þátttakanda undir 18 ára þarf að skrá kennitölu forráðamanns þar sem stendur “Forráðamaður knapa”
Ef þið hafið einhverjar spurning þá er um að gera að vera ófeimin að spyrja okkur í fræðslunefndinni.

Minnum einnig á eftirfarandi námskeið:

Einkatímar hja Kristínu Lárusdóttur: http://www.sleipnir.is/index.php/home/reieleieir-a-sueurlandi/1705-einkatimar-kristin-larusdottir

Námskeið hjá : Þórarni Ragnars: http://www.sleipnir.is/index.php/54-tilkynningar/fraeeslunefnd/1710-ertu-adh-stefna-a-lm2018-og-ert-i-unglinga-edha-ungmennaflokki

Kjarkur og Þor: http://www.sleipnir.is/index.php/54-tilkynningar/fraeeslunefnd/1709-kjarkur-og-thor-namskeidh-2

Fræðslunefnd Sleipnis

 

 

Við ætlum að hefja hið velheppnaða laugardagskaffi næstkomandi laugardag. Við fáum góðan gest, Höllu Eygló Sveinsdóttir héraðsráðunaut hjá RML og ætlar hún að fræða okkur um fóðrun og umhirðu hrossa.
Húsið opnar kl. 10 og verður fyrirkomulagið eins og í fyrra, allir koma með smáræði til að setja á borðið og boðið verður uppá kaffi. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Fræðslunefndin.

 Pöntun af Sleipnisjökkunum er komin í hús og hægt að nálgast í versluninni.
 Opið 9-21 næstu daga, laugard 10-22 og aðfangadag 10-12.

Önnur pöntun á jökkum er í undirbúningi og hægt  er að hafa samband við Rögnu nú strax eftir áramót. Jakkar til mátunar eru í versluninni, greiða þarf staðfestingargjald við pöntun.

Baldvin og Þorvaldur

Nú fer vetrarstarf Æskulýðsnefndar að fara í gang og við ætlum að blása til kynningarfundar í Hliðskjálf miðvikudaginn 10. janúar kl. 20:00. Þar munum við fara yfir helstu verkefni vetrarins, kynna fyrirhuguð námskeið og taka á móti skráningum á reiðnámskeið. Reiðnámskeiðin verða einnig auglýst á vef Sleipnis.

Vonumst til að sjá sem flesta,
kv. Æskulýðsnefndin

Nú stendur fyrir dyrum kjör á Íþróttakonu og íþróttakarli Árborgar fyrir árið 2017. Samkvæmt reglum um kjörið stendur íþrótta- og menningarnefnd Árborgar fyrir kjörinu í desember ár hvert í umboði bæjarstjórnar Árborgar. Úrslitin verða síðan kunngerð á uppskeruhátíð ÍMÁ í sal FSu fimmtudaginn 28.desember nk. kl. 20:00
  
Af hálfu Sleipnis eru tilnefnd Elin Holst og Bergur Jónsson

Read more: Tökum þátt í vali á íþróttafólki Árborgar 2017

Á miðvikudagsmorgnum ( frá og með 10.jan. nk. ) frá kl. 08:00 til kl. 11:00, verður reiðhöllin lokuð fyrir almennri notkun vegna þrifa og vökvunar reiðgólfs.

Stjórnin

More Articles ...

Page 4 of 146

25 Feb, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2018

Skrá í sumarferð Sleipnis

Á döfinni í reiðhöll


Febrúar
26Feb Mán 8:15 - 10:10 Frátekinv. hestabraut FSU 
26Feb Mán 13:50 - 15:45 Frátekin-FSU 
26Feb Mán 17:00 - 22:00 Frátekin v.Æskulýðsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 67142 guests and one member online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1442
Articles View Hits
2000652