Smölun á almenningnum í Bjarkarstykkinu.
Smalað verður Bjarkarstykkið laugardaginn 9. desember. Hrossin verða í litla gerðinu frá kl 11-12 og eru eigendur beðnir um að sækja hrossin sín á þeim tíma eða í síðasta lagi sunnudaginn 10. desember og verða eigendur þá að nálgast þau á fremra stykkið sjálfir.

Með kveðju, stjórn hagsmunafélags hesteigenda á Selfossi.

Við erum að halda upp á 20 ára rekstrarafmæli B&Þ og bjóðum að því tilefni upp á flotta afslætti fimmtudag-laugardag.
Auk þess verður opið lengur eða til kl 20 fimmtudag og föstudag og 10-16 laugardag.
Vonumst til að sjá sem flesta í kaffi og með því og þökkum viðskiptin síðastliðin 20 ár.

Kveðja Ragna og Gummi

Afmaeli halfs copy

Á aðalfundi Sleipnis 2016 skipaði stjórn félagsins fimm manna nefnd til að endurskoða búning og merki félagsins.
Nefndin fékk til liðs við sig Gísla B. Björnsson grafískann hönnuð til að gera tillögur að einfaldara merki, sem byggði þó alfarið á gamla merki félagsins sem hannað var af Sigríði Kristjánsdóttir (Siggu á Grund) 1979, skyldi endurskoðunin unnin í góðri sátt við hana.

Read more: Fréttatilkynning frá Stjórn vegna leyfissamnings um merki félagsins

Helgina 19. - 21. janúar 2018 mun Kristín Lárusdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í tölti, halda reiðnámskeið í reiðhöllinni á Brávöllum. Kristín er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Námskeiðið er í formi einkatíma og verður skipulag helgarinnar eftirfarandi:
Föstudagur 19. jan. 20 mín þar sem farið er yfir markmið helgarinnar hjá hverjum og einum.
Laugardagur 20. jan. 40 mín tímar fyrir og eftir hádegi.
Sunnudagur 21. jan 40 mín tímar fyrir og eftir hádegi.
Þátttakendur mæta með sitt eigið hross og fá leiðbeiningar og kennslu hvernig hægt sé að bæta bæði hross og knapa.
Verð kr. 35.000. 5 pláss í boði
Opnað verður fyrir skráningu 30. nóvember 2017 og fer skráning fram í gegnum Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd

Í Reiðhöll Sleipnis er hjálmaskylda allra knapa við þjálfun hrossa.
Lausaganga hunda er bönnuð með öllu.

Stjórn félagsins vill höfða til almennrar skynsemi fólks sér í lagi þeirra sem eru fyrirmyndir ungra knapa.
Þeir sem ekki vilja hlíta reglum er bent á að þjálfa sín hross utan reiðhallar Sleipnis.

Stjórn Sleipnis

Nú stendur öllum félögum Sleipnis til boða að kaupa jakka á frábæru verði í samstarfi Sleipnis og Baldvins og Þorvaldar.

Dömu og herra snið. Stærðir frá S-XXL dömu og S-3XL herra.
Jakkarnir verða merktir á brjósti með nýju logoi Sleipnis og logoi B&Þ.
Verð til Sleipnisfélaga er 9.900 kr. fyrir jakkann (fullt verð er..16.990)
Hægt verður að máta, panta og greiða fyrir jakkana í verslun Baldvins og Þorvaldar til 2. des nk.

Greiða þarf 5.000.- kr. staðfestingargjald við pöntun

View the embedded image gallery online at:
http://www.sleipnir.is/index.php?start=32#sigProId0e0d8b3683

Haldið var nefndarfjör 10 nóvember í Hliðskjálf með formönnum nefnda og sjálfboðaliðum úr nefndum, flestir formenn mættu til að segja frá starfi sinna nefnda á árinu sem er að líða.
Frásagnir nefndarformanna voru skráðar að meginhluta og afraksturinn má sjá í fundargerð (viðhengi) þá geta félagsmenn séð hve mikið starf félagsins er á hinum ýmsa vettvangi allt árið um kring, allt til að efla félagsstarf Sleipnis.  Fundagerð / minnispunkta frá nefndum má nálgast  HÉR
Kveðja Stjórnin.

Á vordögum veittu Jötun Vélar og hestamannafélagið Sleipnir Unni Lilju Gísladóttur styrk og var upphæðin kr. 200.000. Styrkur þessi var veittur í nafni Haralds Páls Bjarkasonar eða Halla á Sólheimum eins og hann var kallaður. Haraldur starfaði hjá Jötun Vélum og var meðlimur í hestamannafélaginu Sleipni en hann var bráðkvaddur á heimili sínu 26. janúar 2016. Haraldur hafði mikinn áhuga á hestamennsku og öllu sem tengdist henni og þá sérstaklega þegar fjölskyldan stundaði áhugamálið saman. Halli hafði einnig mikinn áhuga á að sjá unga knapa vaxa og dafna sem hestamenn og lagði hann mikið uppúr því við sína dóttur, Huldu Björk, að hún væri allt vel til höfð og á snyrtilegum hrossum þegar hún byrjaði að keppa. Halli reyndi eftir fremsta megni að aðstoða unga knapa án þess þó að gera hlutina fyrir þá.

Read more: Jötunvélar veittu hvatningaverðlaun í nafni Haraldar Páls Bjarkarsonar

More Articles ...

Page 5 of 146

24 Feb, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Febrúar
26Feb Mán 8:15 - 10:10 Frátekinv. hestabraut FSU 
26Feb Mán 13:50 - 15:45 Frátekin-FSU 
26Feb Mán 17:00 - 22:00 Frátekin v.Æskulýðsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 65225 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1440
Articles View Hits
1999656