Verðuspá fyrir laugardaginn er ekki góð í augnablikinu. Gætum orðið að fresta mótinu fram á Sunnudag. ATH, fólk verður að vera vakandi og fylgjast með. Tilkynning kemur aftur fyrir kl. 16:00 á föstudaginn.

Vetrarmótsnefnd

 1.vetrarmót Sleipnis og Furuflísar verður haldið á Brávöllum laugardaginn 10.febrúar.

Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, áhugamanna flokki 1 & 2 ,+ 55 heldri menn og konur auk opins flokks

Skráningargjöld :
 Frítt fyrir börn og polla
 Unglingar kr.1000
 Ungmenni kr.1500
 Fullorðnir kr.2000.
Mótið byrjar kl 13:00 á pollaflokki.
Skráning og greiðsla ( í reiðufé ) frá kl. 11:45 - 12:45 i dómpalli.
Vetrarmótsnefnd

Við minnum á að miðasala í þorramatinn 17.feb. nk. er í forsölu hjá Baldvin og Þorvaldi.  Ekki er hægt að kaupa sig inn í matinn á staðnum.  Sölu í mat lýkur 2.febrúar því panta þarf mat miðað við fjölda og því ekki hægt að selja inn á staðnum.
FerðanenfdNæstkomandi föstudagskvöld 09.feb. kl. 20:00  ætlar Bergur Jónsson að halda sýnikennslu í reiðhöllinni á Brávöllum. Bergur er flestum hestamönnum góðu kunnugur og er afrekaskrá hans á keppnisbrautinni sem og í kynbótasýningum farsæl. Þar má nefna nýjustu rósina í hnappagat hans glæsihryssuna Kötlu frá Ketilsstöðum sem Bergur sýndi síðasta sumar og uppskáru þau 8,9 í hæfileikadómi, þar af 10 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag. Það verður spennandi að sjá hvernig Bergur hagar þjálfun hrossa sinna og hvetjum við alla hestamenn að mæta.

Aðgangseyrir er kr. 500, ekki posi, og verður boðið uppá kaffi.

Kær kveðja,
Fræðslunefnd

Önnur pöntun af Sleipnisjökkunum er komin í hús. Hægt er að nálgast pantanir í verlun Badvins og Þorvaldar á opnunartímum.

Aðalfundur Sleipnis og Sleipnishallarinnar ehf var haldinn miðvikudaginn 24.jan.sl. Mæting var góð og vill Stjórn þakka félagsmönnum fyrir góðan og uppbyggilegan fund. Þar var í fyrsta sinn úthlutað úr afreks-styrktarsjóði Árborgar til þeirra félaga sem efst stóðu í árangri 2017. Þau sem valin voru fyrir starfsárið 2017 voru: Bergur Jónsson, Elin Holst og Glódís R.Sigurðardóttir. Voru þau kölluð upp til móttöku styrks og viðurkenninga. Breytingar urðu á stjórn félagsins, úr stjórn gengu: Oddur Hafsteinsson og Fjóla Kristinsdóttir en í þeirra stað voru kosin: Óðinn Örn Jónsson og Anna B.Níelsdóttir. Stjórn Sleipnis vill þakka fráfarandi stjórnarfólki sem og öllum þeim sem störfuðuð í nefndum félagsins og eða lögðu félaginu lið fyrir mikil og óeigingjörn störf á liðnu starfsári sem og bjóða nýtt fólk velkomið til starfa . Húsnefnd eru færðar þakkir fyrir umsjón og kaffiveitingar á fundinum.
Stjórn Sleipnis.

Fundur2017 0545

Ferðanefndin boðar til þorrareiðar og -blóts laugardaginn 17 febrúar. Riðið verður frá reiðhöllinni á Selfossi um klukkan 14:00 og farin hæfileg vegaleng á þessum árstíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á sannsgjörnu verði í reiðinni.
Um og upp úr klukkan 17:00 verður síðan þorra blótað í félagsheimilinu Hliðskjálf.
Miðasala í matinn verður í forsölu hjá Baldvin og Þorvaldi frá 26 janúar til 2 febrúar. Verði verður stillt í hóf að venju og ekki verður selt í matinn á staðnum.

Ferðanefndin

Æskulýðsnefnd hefur skipulagt vetrarstarf sitt og með hagræðingu hafa losnað áður frátekinir tímar í reiðhöllinni á fimmtudögum frá kl.17:00-22:00. Höllin er því laus til afnota fyrir " Félagsmenn Sleipnis " á umræddum tímum.
Á dagatali reiðhallar má sjá hvaða tímar eru uppteknir og hvað er laust,  sjá nánar á þessum tengli.

Stjórnin.

More Articles ...

Page 8 of 152

20 May, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2018

Skrá í sumarferð Sleipnis

Á döfinni í reiðhöll


Maí
22Maí Þri 17:00 - 22:00 Frátekin v. Æskulýðsnefnd 
23Maí Mið 8:00 - 11:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
23Maí Mið 19:00 - 22:00 Frátekin-námskeið- Fræðslunefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 78 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1490
Articles View Hits
2153346