- Published: 28 August 2020
Kæru Sleipnisfélagar, við í bygginganefnd erum að stefna á að næsti laugardagur verði vinnudagur við viðbygginguna á höllinni. Þiggjum allar vinnandi hendur til að loka viðbyggingu gagnvart regni og vind. Einnig þurfum við að laga veggklæðningu á gafli og margt fleira sem þarf að sinna. Jón Gunnars verður mættur til að raða sjálfboðaliðum í verkefni svo allt gangi sem best. Áætlum að byrja um kl. 09 í fyrramáli. Vonandi mæta sem flestir og taka til hendinni. Gott væri að endurvekja stemmningu sjálfboðaliða félagsins.
Kveðja Bygginganefnd Sleipnishallar.