Hin árlega þorrareið Sleipnis verður farin laugardaginn 20. febrúar nk. Lagt verður af stað frá félagsheimilinu Hliðskjálf kl 14:00. Hvert haldið verður mun ráðast af veðri og vindum. Að reið lokinni munu þeir sem það vilja blóta þorra í félagsheimilinu og hefst borðhald um og upp úr kl 17:00 og er ætlað að húsið verði opið fram undir miðnætti.

Þeir sem hafa áhuga á matföngum geta keypt sér miða í matinn hjá Baldvin og Þorvaldi til og með 17.02.2015. Fólk er vinsamlegast beðið um að hafa það í huga að miðar í matinn verða ekki seldir á staðnum en drykkir til að skola niður matnum munu fást á sanngjörnu verði.

Miðaverð aðeins 2500 kr. pr. mann