Það varð smá misskilningur í dag og einhverjahluta vegna var komin frétt inn á Hestafréttir.is og í framhaldinu hér á síðunni að Firmakeppninni væri líka frestað vegna hestaflensunnar. Það er ekki rétt og verður Firmakeppnin okkar haldin á laugardag eins og áður var sagt. Vonandi hefur þetta ekki haft í för með sér óþægindi fyrir félagsmenn og er óskandi að sem flestir sjái sér fært að mæta. Hittumst hress á laugardaginn og eigum góðar stundir saman ;)

Dagskrá:

12:00-12:50. Skráning og númerum úthlutað í Hlíðskjálf.
13:00. Hópreið leggur af stað frá Hlíðskjálf. Fjölmennum og sýnum samstöðu í glæstum hópi.
13:30. Mót hefst.
Unghrossaflokkur - árgangar 2005-2006
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Opinn flokkur

Stóðhestasýning verður að keppni lokinni

Kaffisala að loknu móti í Hlíðskjálf.