Firmakeppni Sleipnis var haldin á Brávöllum síðastliðinn laugardag og hófst keppnin með hópreið Sleipnisfélaga. Nú var breytt út af áralangri hefð að ekki var riðið um götur bæjarins. Nútíma umferð og umferð reiðmanna fara ekki saman, getur stafað hætta af fyrir báða aðila og valdið óþarfa ónæði fyrir bæjarbúa.

 

 

Riðnir voru tveir hringir á Brávallarvelli undir styrkri forystu fánaberanna Bjarna Sveinssonar og Báru Bryndísar, blöktu fánarnir fagurlega í austangolunni. Heldur var dræm þátttaka í mótinu almennt en á svæðinu hefur gengið slæmt kvef í hestum. Hugsanlega er þetta skýringin.

111 fyrirtæki, félög og einstaklingar styrktu keppnina að þessu sinni, er það met þátttaka en firmakeppnin var fyrst haldin 1971.

Keppendur í barnaflokki voru 10, í unglingafl. 6, í ungmennafl. 5, í unghrossafl. 10, og í opnumfl. 21 keppandi. Þrjú efstu sætin i hverjum flokki fá viðurkenningu og það firma sem vinnur fær bikar. Einnig fengu öll börnin verðlaunapeninga.

Formaður nefndarinnar Ágúst Ingi Ketilsson afhenti knöpum og fulltrúum fyrirtækja verðlaunin.

Sú nýbreitni var að sýndir voru stóðhestar frá Syðri-Gegnishólum, Halakoti og Eyrarbakka. Voru þeir teknir til kostanna milli atriða í keppninni, þar sýndu þeir glæsileg tilþrif áhorfendum til skemmtunar. Leifur Helgason sá um að kynna þá, ætterni og hæfileikaeinkunnir. Hugmynd er um að sýning og kynning á stóðhestum verði árlegur viðburður hér eftir.

Sverrir Ágústsson var þulur mótsins með sínum einstaka raddstyrk kynnti hann fyrir áhorfendum og keppendum hvað fram fór hverju sinni svo allir heyrðu.

Dómarar voru þau Snæbjörn Björnsson, Stefán Hauksson og Katrín Stefánsdóttir.

Hestamannafélagið Sleipnir óskar vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Að venju var glæsilegt kaffihlaðborð eftir keppni að hætti kvennanna í húsnefndinni.

Hestamannafélagið Sleipnir þakkar hér með öllum þeim sem styrku þessa keppni og allra þeirra sem gerðu þetta mót að veruleika.

 

Úrslit voru eftirfarandi:

 

Úrslit í unghrossaflokki.

1 sæti: Ragnar Björgvinsson Langholti ll.

Keppandi: Max Olausson á Hug frá Ketilstöðum.

2 sæti: Flóahreppur

Keppandi: Eyrún Ýr Pálsdóttir á Óm frá Laugavöllum.

3 sæti: Búnaðarsamband Suðurlands.

Keppandi: Ása Sif Gunnarsdóttir á Merg frá Selfossi.

Úrslit í barnaflokki.

1 sæti: Raflagnaþjónusta Selfoss.

Keppandi: Þorgils Kári Sigurðsson á Móaling frá Kolsholti

2 sæti: Vélsmiðja Valdimars Friðrikssonar:

Keppandi: Dagbjört Skúladóttir á Líndal frá Eyrarbakka.

3 sæti: Lindin verslun.

Keppandi: Ingi Björn Leifsson á Adam frá Miðkrika.

Úrslit í unglingaflokki.

1sæti: Félagsbú Aldísar og Guðmundar.

Keppandi: Sveinn Orri Einarsson á Veigari frá Egilstaðakoti.

2 sæti: Sjóvá.

Keppandi: Sigríður Óladóttir á Ösp frá Litlu-Sandvík.

3 sæti:Prentmet.

Keppandi: Hjördís Björg Viðjudóttir á Perlu frá Langholti 2

Úrslit í ungmennaflokki

1 sæti: Syðri-Völlur.

Keppandi: Ida Tokhein á Sálmi frá Halakoti.

2 sæti: Landsbankinn.

Keppandi: Bjarni Sveinsson á Gjafari frá Selfossi.

3 sæti: Langstaðir.

Keppandi: Guðbjörn Tryggvason á Kolskeggi frá Gerðum.

Úrslit í opnum flokki.

1 sæti: Baldvin og Þorvaldur

Keppandi: Ingimar Baldvinsson á Fána frá Kílhrauni.

2 sæti: Verkís.

Keppandi: Fjölnir Þorgeirsson á Blesa frá Hásæti.

3 sæti: Bílasprautun Selfoss.

Keppandi: Sigriður Pjetursdóttir á Eldi frá Þórunúpi.