Gæðingamót Sleipnis verður haldið helgina 14.-15. ágúst á Brávöllum. Vegna fjölda áskorana verður einnig opið fyrir skráningu í kvöld, þriðjudaginn 10. ágúst á milli 20:00-21:00 í síma: í síma: 846-4582 Guðbjörn og 869-4354 Þóranna. Við skráningu þarf að gefa upp nafn og kennitölu knapa, nafn og fæðinganúmer hests og keppnisgrein. Knapi og eigandi hests þurfa að vera skráðir í aðildafélög LH.Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Barna, unglinga, ungmennaflokki, B flokki og A flokki gæðinga,tölt opnum flokki, 250m skeiði, 150m skeiði og 100m flugaskeiði. Til þess að skráningin sé tekin gild þarf að vera búið að leggja inn á reikning fyrir kl 16.00 miðvikudaginn 11. ágúst. Reikningur: 152-26-100774. kt.590583-0309. Gefa þarf upp kennitölu keppanda sem skýringu. Dagskrá og ráslistar verða birtir síðar. Keppnisgjald er 3000kr pr grein fyrir fullorðna og ungmenni en 2500kr fyrir börn og unglinga. Með von um góða þáttöku. Kveðja,Mótanefnd Sleipnis