Frábært tækifæri til að kynnast hestamennsku í öruggu umhverfi.

Í vetur mun Sleipnir starfrækja félagshesthús þar sem börnum og unglingum á aldrinum 12-16 ára býðst að stunda hestamennsku undir öruggri leiðsögn menntaðra reiðkennara frá Hólaskóla.

Mánaðagjald er 32.500 kr. og innfalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis. Vinsamlegast athugið að þátttakendur þurfa að koma með eigin hjálm.

Kennd verða undirstöðuatriði í umhirðu hesta og reiðmennsku.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist færni og sjálfstæði til þess að geta haldið hesta í framtíðinni. Æfingar verða þrisvar sinnum í viku í fráærri aðstöðu, tveir verklegir tímar og einn bóklegur / fræðslu tími.

Þá býðst sjálfstæðum unglingum sem eiga sinn hest en vilja kynnast frábærum félagsskap að leigja hesthúspláss í félagshúsinu.

Allar nánari upplýsingar um félagshúsið veitir Linda Björgvinsdóttir, formaður æskulýðsnefndar Sleipnis.  E-mail: aeskulydsnefnd@sleipnir.is eða í síma 898-9592.

Felagshus

26 Sep, 2022

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Reiðhöll dagatal


September
26Sep Mán 11:20 - 12:20 Frátekin v. Hestabraut FSU 
26Sep Mán 17:00 - 18:00 Frátekin v. reiðkensla Félagshúss 
27Sep Þri 17:00 - 18:00 Frátekin v. reiðkensla Félagshúss 

Hliðskjálf dagatal


September
26Sep Mán 18:00 - 22:00 Frátekið v. Húsnefnd 

Október
3Okt Mán 18:00 - 22:00 Frátekið v. Húsnefnd 
8Okt Lau 12:00 Frátekið v. húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 308 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
2078
Articles View Hits
7211177