Íslandsmóti barna og unglinga 2020 lauk fyrir stundu og er okkur efst í huga þakklæti til þeirra sem lögðu hönd á plóginn við að gera mótið svona vel heppnað.
Íslandsmótsnefnd vann frábært starf við undirbúninginn frá því ákveðið var að halda mótið eftir COVID-19 innrásina.
Æskulýðsnefnd vann með íslandsmótsnefnd að skipulagningu og sá um að dómarar og starfsfólk mótsins fengju mat og kaffi ásamt því að reka sjoppuna og hjálpa til við það sem til féll.
Fjölmörg börn og unglingar tóku þátt í undirbúningi og verkefnum á mótinu. Vallanefnd sá um að halda völlunum góðum og umhverfisnefnd vann að ýmsum umbótum á yfirbragði svæðisins.
Félagsmenn innan og utan nefnda hafa lagt hönd á plóginn, lánað vélar og hesthús, gefið hey, tekið þátt í markaðsstarfi mótsins og ýmsum störfum öðrum.
Þulir, dómarar og ritarar stóðu sig með prýði og var dagskrá vel fylgt.

Við viljum þakka ykkur öllum fyrir mikilvægt framlag. Mótahaldið skilar fjármunum inní í félagið sem gera okkur kleift að gera enn betur, bæta aðstöðu félagsmanna og gera svæðið vinsælt til mótahalds.

Kveðja frá stjórn Sleipnis

15 Jun, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um

Vidrunarholf

Reiðhöll dagatal


Júní
17Jún Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
17Jún Fim 9:00 - 12:00 Frátekin v. teymt undir börnum 17.júní 
21Jún Mán 9:00 - 15:00 Frátekin v. Reiðskóla Sleipnis 

Hliðskjálf dagatal


Júní
19Jún Lau 12:00 Frátekið v. húsnefnd 
25Jún Fös 12:00 Frátekið v. Húsnefnd 

Ágúst
21Ágú Lau 12:00 - 18:00 Frátekið húsnefnd 

Vellir dagatal


Júní
22Jún Þri 20:00 - 23:00 Lokað v. Skeiðleika 2 

Júlí
13Júl Þri 20:00 - 23:00 Skeiðbrautin er lokuð 
27Júl Þri 20:00 - 23:00 Skeiðbrautin er lokuð 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 330 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1938
Articles View Hits
5505618