Vökvunarkerfi er nú orðið virkt í reiðhöllinni sem mun auðvelda til muna vinnuna við að halda reiðgólfinu röku og ryki í lágmarki. Verkið tók nokkar helgar og vinnudaga auk undirbúnings, innkaupa og skiplagningarvinnu.

Aðal sprauta verkefnisins var Grétar "okkar" Halldórsson í stjórninni sem stjórnaði verkinu og sá um pípulagnir en margir aðrir lögðu hönd á plóg við uppsetninguna.

Skipt var um perur í þeim ljósum sem voru farin um helgina sem bætir vinnuaðstöðuna en eftir er að setja upp hátalara á nýjar festingar vegna nálægðar við vökvunarkerfið. 

Reiðhallarnefnd vann um helgina við að undirbúa steypuvinnu í plötu nýs anddyris reiðhallar að norðanverðu og er stefnt að því að reisa bíslag og loka með bárujárni þegar veður leyfir auk þess sem setja á glugga í stóru gaflgluggana austan megin.  

Þessa dagana standa sjálfboðaliðar vaktina til að gera okkur kleift að hafa reiðhöllina opna fyrir félagsmenn því í undanþágu sem var veitt kemur fram að starfsmaður verði að sjá um að opna fyrir knöpum og hirða af gólfinu enda megi engir sameiginlegir snertifletir vera milli knapa, sjá nánar á vef LH. 

Eins og bygging reiðhallarinnar sannar þá erum við heppin að eiga fjölda öflugra félagsmanna sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóg til að byggja upp og viðhalda byggingum eða taka til hendinni í ýmsum nefndum og verkefnum, okkur öllum til góða.

Kæru sjálfboðaliðar fyrr og nú, takk fyrir ykkar framlag við að gera félagið okkar að öflugu hestamannafélagi með gróskumiklu starfi á öllum sviðum, áfram Sleipnir! 

 

 

06 May, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Reiðhöll dagatal


Maí
6Maí Fim 8:00 - 10:00 Lokuð vegna þrifa / vökvunar gólfs / viðhalds 
6Maí Fim 12:40 - 14:30 FSU_Hestabraut 
10Maí Mán 16:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æksulýðsnefndar 

Hliðskjálf dagatal


Maí
8Maí Lau 12:00 Frátekin v. húsnefnd 
10Maí Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 
14Maí Fös 19:00 - 22:00 Frátekin v. nefndafund 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 116 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1908
Articles View Hits
5286492