- Published: 30 May 2021
Opið gæðingamót Sleipnis fer fram á Brávöllum á Selfossi helgina 4.-6. Júní. Keppt verður í hefðbundnum greinum gæðingakeppninnar. Skráning er hafin og fer fram á Sportfeng.
Góð þátttaka hefur oft verið í gæðingakeppni Sleipnis og er það mikill heiður fyrir eigendur hrossa og knapa að standa efst í sínum flokki. Gæðingamótsnefnd Sleipnis vonar að þátttaka verði góð og hvetur félagsmenn til þátttöku.
Skráning er opin en henni lýkur þriðjudagskvöldið 1.júní.
Gæðingamótsnefnd