Fræðslunefnd Sleipnis stendur fyrir járninganámskeiði í samstarfi við Sigurð Torfa Sigurðsson járningameistara. Verklegur hluti námskeiðsins mun fara fram í Halakoti dagana 11. - 12. febrúar en bóklegur hluti þess fer fram að kvöldi til vikuna á undan (nánari tímasetning kemur síðar). Verðið verður á bilinu 25-32 þúsund eftir því hve marga þátttakendur við fáum en forskráning fer fram í gegnum þetta form:  HÉR

Upplýsingar um greiðslu verða svo sendar í tölvupósti til þátttakenda þegar skráningu er lokið og verðið staðfest.

Lýsing á námskeiði:


Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur læri helstu grunnatriði í járningum og
undirstöðuatriði góðrar hófhirðu.
Námskeiðið er bæði í formi verklegrar kennslu, fyrirlestrar og sýnikennslu. Þar verður fjallað ítarlega
um hófa og fætur hesta og sú þekking tengd praktískum þáttum varðandi járningar. Þátttakendur
læra að meta ástand járninga og fótstöðu, öðlast færni í meðhöndlun járningaverkfæra, læra að
klippa til hófa, móta til skeifur og framkvæma einfalda járningu.
Námskeiðið hentar bæði byrjendur sem og þeim sem fyrir hafa einhverja þekkingu og reynslu í
járningum. Kennsla er að hluta einstaklingsmiðuð og verkefnum stillt upp af óskum þátttakenda.
Námskeiði getur þ.a.l. verið tilvalið tækifæri fyrir þá sem eru að glíma við ákveðin vandamál og vantar
aðstoð til að finna lausnir.
Að námskeiði eiga þátttakendur að fá:
- Staðgóðar upplýsingar um á helstu atriðum er lúta að umhirðu fóta og hófa.
- Kennslu í notkun og meðhöndlun járningaverkfæra.
- Kennslu í mismunandi vinnuaðferðum við járningar
- Upplýsingar um helstu atriði varðandi skeifur, hóffjaðrir og annað efni notað við járningar.
Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast færni í að negla skeifu undir hóf og/eða vinna
einfaldar járningar og/eða bætt við sína fyrri þekkingu og færni í járningum.

Fyrirkomulag og tímar á námskeiði
- Fyrirlestrar og umræða 3 tímar
- Sýnikennsla og umræða 3 tímar
- Verklegar æfingar 2 x 3 tímar

Nánari upplýsingar veitir Björk Guðbjörnsdóttir í síma 898 6227 eða í PM á messenger. 

27 Mar, 2023

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Félagsheimili

Hnappur Felagsheimili

Reiðhöll dagatal


Mars
26Mar Sun 8:00 - 18:00 Frátekin v .Reiðmaðurinn 
27Mar Mán 10:20 - 12:10 Frátekin v. FSU hestabraut 
27Mar Mán 16:30 - 20:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefnd 

Hliðskjálf dagatal


Mars
27Mar Mán 18:00 - 19:00 Frátekin v fundar 
27Mar Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v .Húsnefnd 

Apríl
1Apr Lau 12:00 Frátekið 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 362 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
6
Articles
2267
Articles View Hits
7784561

Vellir dagatal


Apríl
8Apr Lau 12:00 - 16:00 Lokaðri v. Skeið Meistaradeildin 2023 

Maí
17Maí Mið 7:00 - 22:00 Lokaðir v. WR Íþróttamóts Sleipnis 2023 

Júní
3Jún Lau 7:00 - 18:00 Lokaðir v. Gæðingamóts Sleipnis