Firmakeppni Sleipnis verður nk. laugardag, 21.apríl.
Dagsskráin hefst með hópreið um félagssvæðið sem leggur upp kl.13.00 frá félagsheimilinu Hliðskjálf, hvetjum félagsmenn til að mæta, einkum fulltrúa yngri kynslóðarinnar.
Firmakeppnin hefst kl. 13:30 með hefðbundinni dagsskrá.
Dagskrá verður sem hér segir:
1 Unghrossaflokkur
2 Pollaflokkur
3 Barnaflokkur
4 Unglingaflokkur
5 Ungmennaflokkur
6 Opinn flokkur
Að keppni lokinni mun verða selt kaffi í reiðhöllinni og samhliða verður fjölskyldudagur Æskulýðsnefndar.
Húsnefnd Hliðskjálfs sér um veitingasölu í reiðhöllinni
Skráning fer fram í Reiðhöllinni, 21.apríl, kl. 12:00 - 12:50 .
Firmakeppnisnefnd
Komnar eru myndir frá síðasta vetrarmóti á vefinn, sjá HÉR