Kvennareiðtúr Sleipnis, 16. maí 2020

Sjóræningaþema
Mæting við Reiðhöll kl 13.10
Bröttför kl 13.30 

Áætluð heimkoma um kl 18.
Farið verður í Hraunholt sem er ca 7-8 km frá Selfossi niður eftir Gaulverjabæjarvegi. Stoppað verður á 3 stöðum á leiðinni.

Í Hraunholti er flott aðstaða fyrir hross og knapa og þar verða samlokur, drykkir, söngur við undirleik og fjör.
Við heimkomu verður matur í Hliðskjálf frá kl 18.30 – 19.30 og fjör þar áfram eitthvað fram eftir kvöldi, með gítarspil, söng og gleði.

Með tilliti til sóttvarnarreglna vegna Covid-19 þá hlítum við fjöldatakmörkunum og hafa því félagskonur í Sleipni forgang með þátttöku í ár.

ATHUGIÐ - Allar sem hafa áhuga á að fara með þurfa að skrá sig og eru konur beðnar að fylgja útgefnum sóttvarnarreglum í hvívetna í umgengni við hvor aðra og sleppa öllum handaböndum og knúsi, ekki deila drykkjum og passa uppá nálægðina við hvor aðra. 

Séu einhver einkenni um veikindi eða á grunur um smit er þátttaka óheimil !

Skráning og miðasala í nesti og mat verður í Hliðsjálf miðvikudaginn 13. maí kl 17-19.

Verð kr 1200 fyrir nesti – Samloku (rækju eða grænmetis) og gos eða bjór.

Verð kr 3.500 nesti og kvöldmatur – Ostborgari með grænmeti eða veganborgari + franskar, sósa og salat.

Allar veitingar koma frá Veisluþjónustu Suðurlands.

ATH greiða þarf við skráningu og ekki er posi á staðnum. 

Þegar hámarksfjölda er náð er fullbókað í ferðina.


Hægt verður að kaupa bjór í ferðinni á sanngjörnu verði svo gott er að hafa meðferðis pening.

Ef spurningar vakna má hafa samband við nefndarkonur sem eru eftirfarandi:

Hrönn - S. 867 9304

Birna - S. 867 5928

Bryndís - S. 616 6181

Elísabet - S. 856 1775

Anna Valgerður - S. 857 1976

Hlökkum til að sjá ykkur sjóræningjastuði

Kvennareiðtúrsnefnd

08 Mar, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Stefnumótun 2020

Stefnumotun 2020

Reiðhöll dagatal


Mars
8Mar Mán 16:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æksulýðsnefndar 
9Mar Þri 8:15 - 10:10 FSU_Hestabraut 
9Mar Þri 15:30 - 16:00 Frátekin v.Félagsverkefnið 

Hliðskjálf dagatal


Mars
8Mar Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 
10Mar Mið 17:30 - 21:30 Frátekin v. Æskuilýðsnefnd 
13Mar Lau 12:00 - 23:59 Frátekið Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 480 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1884
Articles View Hits
4972632