Fyrstu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar árið 2020 fara fram miðvikudaginn 20.maí á Brávöllum á Selfossi. 

Í gærdag var gengið formlega frá því við íslenskar getraunir að hægt verður að veðja á niðurstöðu skeiðleika í gegnum heimasíður þeirra www.lengjan.is. Hægt verður m.a.að veðja á sigurvegara allra keppnisgreina auk annarra möguleika, en það verður nánar auglýst síðar.

Skráning opnar á morgun og lýkur á sunnudagskvöldið klukkan 20:00. Það skal tekið fram að vegna þess að ráslistar þurfa að liggja fyrir í tíma svo hægt sé að útbúa stuðla á hesta fyrir Lengjuna að þá verður ekki hægt að skrá á Skeiðleikana eftir að skráningu lýkur.

Sunnudaginn 17.maí verður opinn æfingadagur í startbásum frá klukkan 13:00-15:00 þar sem knapar geta mætt með hesta sína og fengið aðstoð. 

Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur mun áfram vera helsti styrktaraðili skeiðleikanna eins og undanfarinn ár og eiga þau Guðmundur og Ragna í Baldvin og Þorvaldi heiður skilinn fyrir stuðninginn. Með þeirra aðkomu hefur verið mögulegt að halda Skeiðleika sem hafa fest sig í sessi sem ein skemmtilegustu mót sumarsins, ganga snarpt og vel fyrir sig og leikreglurnar eru einfaldar. Baldvin og Þorvaldur mun áfram gefa verðlaun á öllum Skeiðleikum auk þess að veita stigahæsta knapa ársins 100.000 króna gjafabréf í verslun sinni.

Farandbikarinn Øderinn er einnig veittur þeim knapa sem flest stig hlýtur úr öllum mótum. Bikarinn er gefinn til minningar um Einar Øder Magnússon af þeim Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur.

27 Feb, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Stefnumótun 2020

Stefnumotun 2020

Reiðhöll dagatal


Mars
1Mar Mán 16:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æksulýðsnefndar 
2Mar Þri 8:15 - 10:10 FSU_Hestabraut 
2Mar Þri 16:00 - 22:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar 

Hliðskjálf dagatal


Mars
1Mar Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 
8Mar Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 
15Mar Mán 18:30 - 22:30 Frátekið v. Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 46 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1867
Articles View Hits
4942602