Sleipnir / Æskulýðsnefnd Sleipnis hlaut unglingabikar HSK 2020 fyrir öflugt æskulýðsstarf á  Fjarþingi HSK  sem haldið á netinu sem tókst  að vonum vel.

99. héraðsþing HSK var haldið sem fjarþing á netinu og fór fram sl.  fimmtudag 29.apríl. Þingið stóð í einn og hálfan tíma, en þetta er í fyrsta sinn í sögu sambandsins sem þingið er haldið með þessum hætti. Þinginu var stýrt úr Selinu á Selfossi og samtals mættu 79 fulltrúar og gestir á þingið með þessu nýja Teams formi sem flestir kannast orðið við á tímum heimsfaraldurs.

Valnefnd sambandsins valdi kylfinginn Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur, Golfklúbbi Selfoss og júdómanninn Breka Bernhardsson, Umf. Selfoss, íþróttafólk ársins 2020 hjá Héraðssambandinu Skarphéðni og mættu þau bæði í Selið til að taka við verðlaunum og styrk úr Verkefnasjóði HSK.

Að auki voru veittar árlegar viðurkenningar frá sambandinu.Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Sleipnis hlaut unglingabikar HSK. 
Golfklúbbur Selfoss hlaut foreldrastarfsbikar HSK
Ungmennafélag Selfoss sigraði í heildarstigakeppni sambandsins 2020.
Þá var Sigmundur Stefánsson, Umf. Þjótanda, útnefndur öðlingur ársins.

Þingið sóttu fyrir hönd Sleipnis:
Sigríður M.Björgvinsdóttir formaður félagsins og Guðrún Linda Björgvinsdóttir formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis sem veittu viðtöku bikar og viðurkenningu í Selinu.

Fjarþingið sat ritari félagsins, Sigurvaldi R.Hafsteinsson

Stjórnin.
HSK 2020 bikar WEB

17 Oct, 2021

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Sækja um Viðrunarhólf

Vidrunarholf

Skipulagmál

Skipulagsmal

 Reiðhöll dagatal


Október
17Okt Sun 8:00 - 17:00 Frátekin v. Reiðmaðurinn 
18Okt Mán 10:20 - 12:40 Frátekin-FSU_reiðkennsla 
18Okt Mán 15:00 - 20:00 Frátekin v.Æskulýðsstarf 

Hliðskjálf dagatal


Október
18Okt Mán 19:00 - 21:30 Frátekið v. Húsnefnd 
19Okt Þri 19:30 - 22:30 Frátekin v. Stjórn 
21Okt Fim 17:00 - 18:00 Frátekin v. Sleipni 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 147 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1970
Articles View Hits
6173001