5. Skeiðleikar Skeiðfélagsins
Þann 26. ágúst síðastliðinn voru haldnir 5 og síðustu skeiðleikar Skeiðfélagsins árið 2020. Fín skráning var á mótið og frábærir tímar og sprettir sáust.
Einnig kom í ljós stigahæsti knapi skeiðleikana, en hver knapi safnar stigum á skeiðleikum sumarsins og stóð Konráð Valur Sveinsson uppi sem stigahæsti knapi 2020 og hlaut í verðlaun 100.000 kr gjafabréf í hestavöruversluninni Baldvin og Þorvaldur. Innilega til hamingju með það.
Við í Skeiðfélaginu þökkum kærlega fyrir sumarið og óskum knöpum og hestum til hamingju með flott skeiðsumar og sjáumst hress og kát á Skeiðleikum næsta sumar (2021).
Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins fóru fram í kvöld á Brávöllum á Selfossi. Veðrið var gott bæði logn og milt í veðri, góðir tímar náðust í öllum keppnisgreinum.
Við hjá Skeiðfélaginu viljum þakka öllum þeim sem hjálpa til við að gera skeiðleikanna að þeim viðburði sem þeir eru bæði keppendum, áhorfendum og starfsmönnum.
Næstu skeiðleikar verða haldnir í ágúst og verður dagsetning þeirra auglýst hið fyrsta.
Úrslit 4.leika
Niðurstöður þriðju skeiðleika Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins í ár en þeir fóru fram á miðvikudaginn. Tveir leikar eru eftir í sumar og verða dagsetningar þeirra auglýstar nánar þegar þær liggja fyrir.
Skeið 250m P1
Opinn flokkur - 1. flokkur
Read more: Niðurtöður þriðju skeiðleika Baldvins og Þorvaldar / Skeiðfélagsins
Hér koma útslit 3. dags Íslandsmóts barna og unglinga á Brávöllum- laugardagurinn 20. júní
Read more: Íslandsmót barna- og unglinga 2020-Laugardagur 20.júní-Úrslit
Niðurstöður úr Fimikepni Íslandsmóts barna og unglinga sem fór fram í gær, föstudaginn 19. júní voru að berast: