Fjórðu og síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins fóru fram á Brávöllum á Selfossi í dag, mánudaginn 29.ágúst. Veðuraðstæður voru með ágætum og prýðistímar náðust í öllum vegalengdum.

Þetta tímabil markar ákveðin tímamót fyrir Skeiðfélagið þar sem þetta var tíunda keppnistímabilið í röð sem haldið er eftir að Skeiðfélagið var vakið úr dvala sem það hafði legið í frá árinu 2009. Sumir af núverandi Skeiðfélagsmeðlimum hafa verið með frá upphafi og lagt sitt af mörkum við að halda heiðri skeiðkappreiða á lofti.

Hans Þór Hilmarsson er stigahæsti knapi sumarsins og hlaut hann því 100.000 króna gjafaúttekt í verslun Baldvins og Þorvaldar. En þau Guðmundur Árnason og Ragna Gunnarsdóttir í Baldvin og Þorvaldi hafa staðið ríkulega við bakið á Skeiðfélaginu síðastliðin ár og styrkt um öll verðlaun. Auk þess fékk Hans Þór til varðveislu farandbikarinn Öderinn sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon. 

Í 250 metra skeiði var það Konráð Valur Sveinsson sem fór með sigur af hólmi á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk á tímanum 22,23 sekúndum. Hann sigraði þá einnig keppni í 150 metra skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II á tímanum 14,15 sekúndum sem er næstbesti tími ársins í þeirri vegalengd. Í 100 metra skeiði var það hinsvegar Teitur Árnason sem var hlutskarpastur á Drottningu frá Hömrum II á tímanum 7,34 sekúndum sem er næstbesti tíminn í þeirri vegalengd í ár.

Á myndunum sem fylgja má sjá þrjá efstu knapa kvöldsins í hverri keppnisgrein auk Hans Þórs Hilmarssonar heildarsigurvegara. Með þeim á myndunum er Ragna Gunnarsdóttir frá Baldvin og Þorvaldi.

Heildarúrslit skeiðleika kvöldsins má nálgast hér fyrir neðan.

Read more: Fjórðu og síðustu skeiðleikar 2022

Hér að neðan eru úrslit úr Páskatöltmóti Sleipnis sem haldið var 13.apríl sl.

Read more: Úrslit úr Páskatöltmóti Sleipnis 13.apríl 22

  Pollaflokkur:

Erna Hulda Elmarsdóttir     /     Ísak frá Stóru – Heiði.
Fanney Rut Atladóttir       /      Álmur frá Selfossi.
Júlía Ingadóttir                   /     Ketill frá Selfossi.
Katrín Una Þórarinsdóttir   /  Vörður frá Litlu – Sandvík.
Kristófer Hrafn Davíðsson  /  Gáta frá Hlíð.
Laufey Dóra Friðbjarnardóttir   /  Snillingur frá Enni.
Rannveig Regínudóttir  /   Þór frá Akurgerði.
Sigrún Freyja Einarsdóttir  /  Fannar frá Auðsholti 2.
Viktoría Lea Albertsdóttir  /  Ljúfur frá Breiðabólsstað.

Eitthvað datt út í skráningu pollaflokks og eru þeir sem ekki eru hér listaðir
að ofan beðnir að hafa samband við Firmakeppnisnefnd.

    BARNAFLOKKUR:            FIRMA:  GRÓÐRASTÖÐIN KJARR.

  1. Kristín María Kristjánsdóttir / Torfhildur frá Haga.
  2. Elsa Kristín Grétarsdóttir / Gjafar frá Þverá I.
  3. Loftur Breki Haukson / Höttur frá Austurási.
  4. Heiðdís Erla Ásgeirsdóttir /  Kvika frá Haga.

Read more: Úrslit úr Firmakeppnir Sleipnis 30.apríl 2022

Pollaflokkur

Aþena Anna Halldórsdóttir og Þrymur frá Reykjaborg jarðskjóttur 20v.
Kári Örn Óskarsson og Hanna frá Galtastöðum móálótt 5v.
Sóley Lindsey Aitken Sævarsdóttir og Svalur frá Arabæ brúnn 15v.
Elsa Guðbjörg Árnadóttir og Taktur frá Skíðbakka brúnn 28v.
Hugrún Edda Ingadóttir og Keilir grár 15v.
Laufey Dóra Friðbergsdóttir og Snillingur frá Enni
Ólivía Ósk Gunnarsdóttir og Fenrir frá Bár móálóttur.

Unghrossaflokkur

  1. Stjarna frá Hólaborg og Ingimar Baldvinsson
  2. Neisti frá Selfossi og Davíð Bragason

Barnaflokkur

1. Tvistur frá Efra-Seli og Elsa Kristín Grétarsdóttir  8,07
2. Torfhildur frá haga og Kristín María Kristjánsdóttir 7,92
3. Lykill frá Þjórsárnesi og Hugrún Svala Guðjónsdóttir 7,76
4. Hrói frá Þorlákshöfn og Gabríela Máney Gunnarsdóttir 7,36
Stigahæsti knapi vetrarins er Elsa Kristín Grétarsdóttir með 26 stig

Read more: Úrslit þriðja og síðasta vetrarmóts Sleipnis 2022

Pollaflokkur

Kormákur Tumi Claas Arnarson og Agnes frá Vatni
Ólavía Ósk Gunnarsdóttir og Fenrir frá Bár
Elsa Guðbjörg Árnadóttir og Taktur frá Skíðbakka
Erna Huld Elmarsdóttir og Vestri frá Selfossi
Margrét auður Loftsdóttir og Barri frá Ketilhúshaga
Kári Örn Óskarsson og Hanna frá Galtarstöðum
Kamilla Nótt Jónsdóttir og Hildur frá Grindavík

Read more: Úrslit annars vetrarmóts Sleipnis 2022

01 Feb, 2023

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Reiðhöll dagatal


Febrúar
1Feb Mið 13:10 - 15:00 Frátekin v.FSU hestabraut 
1Feb Mið 17:00 - 18:00 Reiðnámskeið ÆL nefnd 
2Feb Fim 17:00 - 18:00 Reiðnámskeið ÆL nefnd 

Hliðskjálf dagatal


Febrúar
5Feb Sun 12:00 Frátekin v Húsnefnd 
6Feb Mán 18:00 - 19:00 Frátekin v stjorn 
6Feb Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v .Húsnefnd 

Styrktaraðilar

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
2246
Articles View Hits
7596711