Námskeið í­ byggingu hrossa

Published: 10 February 2008
Written by Gunnar Jónsson
  • Print
  • Email

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á námskeið í byggingu hrossa sem Hrossaræktarsamtök Suðurlands og Landbúnaðarháskóli Íslands standa fyrir. Endilega drífið í að skrá ykkur á þetta frábæra námskeið meðan enn eru laus pláss. Hér fyrir neðan má sjá nánari lýsingu á námskeiðinu.

Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands og Hrossaræktarsamtök Suðurlands hyggjast bjóða upp á tvö námskeið í vetur um byggingu hrossa. Verða þau haldin á tveimur stöðum; annars vegar í Hestheimum laugardaginn 16. febrúar og hins vegar í Dallandi sunnudaginn 17. febrúar. Hámarksfjöldi á hvort þeirra er 25 manns.

Markmið með námskeiðunum er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Kennarar: Jón Vilmundarson og Þorvaldur Kristjánsson, kynbótadómarar.
Staðir og tími:
• • Fyrra námskeiðið - Lau. 16. feb. kl. 09:00 –16:00 (8 kennslustundir) að Hestheimum í Rangárþingi Ytra.
• • Síðara námskeiðið – Sun. 17. feb. Kl 09:00-16:00 (8 kennslustundir) í Dallandi við Reykjavík/Mosfellsbæ.

Verð: 8.000 kr fyrir félagsmenn innan Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, en 14.000 kr fyrir utanfélagsmenn.
(Bent er á að hægt er að sækja um aðild að HS að uppfylltum félagslögum þess, sjá heimasíðu samtakanna http://www.bssl.is/ )

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.
Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000/843 5302 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Hrossaræktarsamtök Suðurlands

Aðalfundur -Vetrarmót - Unglingastarf

Published: 06 February 2008
Written by Gunnar Jónsson
  • Print
  • Email

Aðalfundur -Vetrarmót - Unglingastarf

Aðalfundur
Munið áður boðaðan aðalfund Sleipnis föstudagskvöldið 8. febrúar nk. kl 20 í Hliðskjálf

vetrarmót
Fyrsta vetrarmót Sleipnis verður haldið á Löngudæl á Stokkseyri laugardaginn 9. feb kl 14 ef veður og aðstæður leyfa. Mótið er opið. Skráning fer fram í Hliðskjálf frá kl 10 til 12 á laugardagsmorgun. Skráningargj. Börn ungl. Ungm. í Sleipni 1000 kr. Utanfélagar kr 2000.
Fullorðnir kr 1500 fyrir félagsmenn en kr 3000 fyrir utanfélagsmenn.
Keppt verður í tölti á beinni braut í barna unglinga og ungmennaflokki ásamt áhugamanna og opnum flokki. 8 knapar komast í úrslit í öllum flokkum og keppnin er liður í stigakeppni þriggja vetrarmóta, en einungis Sleipnisfélagar hljóta stig. Frekar upplýsingar er hægt að fá í síma 8986266 Steindór. kl. 19:30 í Hlíðskjálf á Selfossi.

Æskulýðsstarf
Við hvetjum börn, unglinga og foreldra til að mæta og taka þátt í að byggja upp öflugt og líflegt æskulýðsstarf. Kynningarfundur á starfi æskulýðsnefndar Sleipnis verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar

Stjórn Sleipnis Mótanefnd og Æskulýðsnefnd

Breitt netfang

Published: 02 February 2008
Written by Gunnar Jónsson
  • Print
  • Email

Vefstjóri hefur fengið örlítið breitt netfang sem er gunnjo@simnet.is

Endilega sendið allar fréttir og tilkynningar á þetta netfang, sérstaklega ef á annað borð er verið að senda á aðra netmiðla.

Það er nú einu sinni þannig að vefstjóri setur inn fréttir og tilkynningar en finnur þær ekki upp hjá sjálfum sér nema þá að hann fái ábendingar um atburði. Þá er hægt að bregðast við því og fara á stúfana og taka myndir eða þvíumlíkt.

Netsamband mitt er nú komið í gott lag fyrir allnokkru síðan en ekki er víst að allir sem eru að senda tilkynningar hafi vitað það.

Einnig er hægt að senda mér póst á netfangið gunnar@jotunn.is. Þann póst sé ég strax í vinnunni og get brugðist við eftir efnum og ástæðum hverju sinni.

Bestu kveðjur

Gunnar Jónsson
Vefstjóri.

Fréttir af Skeiðarfélagi

Published: 03 February 2008
Written by Gunnar Jónsson
  • Print
  • Email

Fréttir af Skeiðfélagi hestamannafélagsins Sleipnis

Skeiðfélagið sendir skeiðáhugafólki og landsmönnum nær og fjár bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkar samstarfið á árinu sem er liðið.

Skeiðfélagið hefur ákeðið mótaröð sína keppnisárið 2008.Skeiðleikarnir verða 5 eins og undanfarin ár og verða þeir allir haldnir að Brávöllum, félagssvæöi Sleipnis á Selfossi. Að venju verða leikarnir haldnir á miðvikudögum.
Meðfylgjandi eru dagsetningar Skeiðleika 2008. keppt er í 100m, 150m og 250m skeiði á öllum mótum ársins en á Skeiðleikum 2 verður einnig keppt í tölti.

Skeiðleikar 1 – 14. maí
Skeiðleikar 2 – 11. júní
Skeiðleikar 3 – 16. júlí
Skeiðleikar 4 - 6. ágúst
Skeiðleikar 5 – 20. ágúst

Stjórn og mótanefnd
Skeiðfélagsins.

Page 224 of 224

  • Start
  • Prev
  • 215
  • 216
  • 217
  • 218
  • 219
  • 220
  • 221
  • 222
  • 223
  • 224
  • Next
  • End