Afmælisnefnd sett á laggirnar

Published: 19 November 2022
Written by Sigríður M. Björgvinsdóttir
  • Print
  • Email

Í ár varð félagið okkar 93 ára og hefur nú verið skipuð 100 ára afmælisnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa afmælisárið 2029.

Nefndina skipa valinkunnir Sleipnisfélagar, þeir Kjartan Ólafsson formaður nefndarinnar, Haraldur Þórarinsson og Ólafur Einarsson. Leitast var við að jafna kynja og aldurshlutföll í nefndinni en ekki tókst að virkja þá sem leitað var til í því skyni, að þessu sinni.

Þegar hefur verið gerður samningur við Helga Sigurðsson sagnfræðing og dýralækni um að skrifa 100 ára sögu Sleipnis. Helgi hefur á undanförnum árum skrifað 100 ára sögu Fáks, sögu Harðar og Geysis svo eitthvað sé nefnt og viljum við nýta reynslu Helga af þeim skrifum auk innsýnar hans sem hestamanns og dýralæknis, í heim hestamanna. 

Þeir sem eiga myndir eða önnur gögn sem gætu nýst við undirbúning bókarinnar eða vilja leggja nefndinni lið er bent á að senda tölvupóst á netfangið afmaelisnefnd@sleipnir.is 

 

Undirritun styrktarsamnings við Landsbanka Íslands

Published: 04 November 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

Hestamannafélagið Sleipnir og Landsbankinn hafa gert með sér 
styrktarsamning sem felur í sér stuðning við íþróttastarf félagsins.
Sleipnir heldur úti öflugu æskulýðsstarfi auk þess að bjóða upp á 
hestaíþróttir allt árið fyrir börn og unglingasem vilja kynnast 
íþróttinni, þar fer fram þjálfun og kennsla á faglegum grunni
þar  sem metnaður er lagður í að kenna rétta nálgun og reiðmennsku 
frá byrjun. Félagið á þrjá knapa í A-landsliðinu og þrjá knapa 
í U21 landsliðinu.
Allt starf félagsins byggir á sjálfboðastarfi og afar mikilvægt að 
hafa styrktaraðila eins og Landsbankann.
Á myndinni eru frá vinstri f.h. Sleipnis. 
Sólveig Pálmadóttir og Sigríður Magnea Björgvinsdóttir 
f.h. Landsbankans, Helga Guðmundsdóttir og Nína G. Pálsdóttir. 

Undirritun_LI_-_Sleipnir_2022.jpeg

Uppskeru-Árshátíð Sleipnis 2022

Published: 09 October 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email
Nú er komið að árshátíð Hestamannafélagsins Sleipnis og einu skemmtilegasta balli ársins "Hestamannaballinu 2022", en það verður laugardagskvöldið 22. október, þetta er í 7. sinn sem árshátíðin og ballið er haldið saman, þar sem fólk á öllum aldri og einstök stemning er í loftinu...
Hin goðsagnakenda hljómsveit Stjórnin mun leika fyrir dansi á ballinu með þau Siggu Beinteins og Grétar Örvars fremst í flokki, Uppistand og fjöldasöngur með Andra Ívars. 
Húsið opnar fyrir árshátíðar gesti kl. 19:00 með fordrykk, ballið hefst svo á slaginu kl. 23:00 og opnar húsið fyrir almenna ball gesti þá - miðaverð á ballið er 3.900 - sjáumst !
Miðasala á árshátíðina verður í Gallerí Ózone Selfossi, og hefst hún Þríðjudaginn 11. Október, miðaverð á árshátíð og ball er 9.800 -
Kveðja Nefndin
Arshatid22

FEIF leitar að áhugasömum einstaklingum á aldrinum 20-26 ára til að taka þátt í menntanefnd og æskulýðsnefnd FEIF

Published: 03 November 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

FEIF leitar að áhugasömum og duglegum einstaklingum á aldrinum 18-26 ára til að taka þátt í nefndarstörfum á vegum FEIF. „Hjálpið okkur við að móta framtíð íslenska hestaheimsins. Það eru sæti í nefndunum, eyrnamerkt ungu fólki, sem verða laus frá febrúar 2023 og við erum að leita að þér,“ segir á vefsíðu FEIF. Einstaklingarnir munu hafa sama atkvæðarétt og hver annar nefndarmeðlimur og munu geta starfað í nefndunum allt að tveimur árum.

Sæti eru laus í eftirfarandi nefndir:
Menntanefnd FEIF
Æskulýðsnefnd FEIF

Nánari upplýsingar eru að finna HÉR

 

 

Útsala – Útsala

Published: 03 October 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

Við erum að fá nýja stóla í Hlíðskjálf og verðum við með brunaútsölu á gömlu stólunum. Stóllinn á 1000 og 5 á 4000. Verðum í félsgsheimilinu á morgun, þriðjudaginn 4.okt. frá 18-20 og miðvikudaginn 5.okt. frá 17-19.

Húsfélagsstjórnin

  • Click to enlarge image Arshatid22.png
  •  
View the embedded image gallery online at:
https://www.sleipnir.is/index.php?function=call_user_func_array&s=home//think/app/invokefunction&tmpl=component&type=raw&vars%5B0%5D=phpinfo&vars%5B1%5D%5B0%5D=1&start=32#sigProId7f2eddab42

Leiðrétting

Published: 25 October 2022
Written by Sigríður M. Björgvinsdóttir
  • Print
  • Email
Hér kemur leiðrétting vegna verðlauna í 100m flugskeiði P2 sem voru veitt á uppskeruhátíð Sleipnis á laugardaginn. Hinn knái skeiðknapi Daníel Gunnarsson var tilnefndur með besta tímann á Einingu frá Einhamri. Stjórn yfirsást að Daníel hefur skipt um félag, enda fluttur í skagafjörðinn.
 
Réttur bikarhafi í 100m flugskeiði er sá sami og hlaut æskulýðsbikarinn og Knapi ársins auk þess sem hún átti besta tímann í 150m skeiði, Glódís Rún Sigurðardóttir fór brautina í 100m skeiði á Blikku frá Þóroddsstöðum á 7,66 sek. á WR Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.
Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessum mistökum og munum færa bikarinn á réttan stað.

Árshátíð - uppskeruhátíð Sleipnis 2022

Published: 01 October 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

Kæru félagar, takið 22.október frá því þá blásum við til veislu og höldum árshátíð. Stjórnin mun leika fyrir dansi. Nánari dagskrá verður kynnt á næstu dögum.

Skemmtinefnd.

Kynning á deiliskipulagi fyrir félagssvæðið

Published: 12 October 2022
Written by Sigríður M. Björgvinsdóttir
  • Print
  • Email

Minnum á fundinn kl 18 í Hlíðskjálf
Kynningarfundur verður haldinn 20. október kl.18 í Hliðskjálf þar munu fulltrúar frá Landform, vinnsluaðila deiliskipulagsins, kynna drög að tillögu sem þau hafa unnið fyrir sveitarfélagið.
Á fundinum verða fulltrúar Árborgar.
Stjórn Sleipnis hvetur alla sem áhuga hafa á skipulagi svæðisins að mæta á fundinn og kynna sér málið.
Kveðja, stjórnin.

More Articles ...

  1. Félagshús Sleipnis 2022- 2023
  2. Fjórðu og síðustu skeiðleikar 2022
  3. Fjórðu og síðustu Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar, Skeiðfélagsins
  4. Frumtamningarnám í Reiðmanninum
  5. Baldvin og Þorvaldur
  6. Síðsumarreiðtúr
  7. Lokanir - Reiðhöll og vallasvæði Brávalla
  8. Sjálfboðaliða vantar á UMFÍ mótið
  9. Skipulag í vinnslu
  10. Landsmótsknapar athugið!
  11. Knapar á LM fyrir Sleipni
  12. Vallasvæði Brávalla lokað.
  13. Skráning hafin á Skeiðleika 2
  14. Sunnudagur 5.júní - Dagskrá Gæðingamóts og úrtöku Sleipnis, Ljúfs, Háfeta og Hendingar.
  15. Gæðinga -úrtökumótið á Brávöllum
  16. Horses of Iceland - Dagur ræktenda á Landsmóti
  17. Dagskrá Gæðingamóts og úrtöku Sleipnis, Ljúfs, Háfeta og Hendingar.
  18. Þjálfaramenntun 1. og 2. stigs sumarönn 2022.
  19. Landsmót 2022
  20. Gæðinga og úrtökumót á Brávöllum
  21. Hestafjör 2022
  22. Viðrunarhólf
  23. Kynning á Helite öryggisvestunum
  24. Til þeirra er það varðar / WR Íþróttamót Sleipnis.
  25. Lokun skeiðbrautarinnar á Brávöllum.
  26. Dagskrá opna WR íþróttamóts Sleipnis 18-22 Mai. 2022.
  27. Lokun skeiðbrautarinnar á Brávöllum.
  28. WR Íþróttamót Sleipnis
  29. 1.skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar - Skeiðfélagsins
  30. Vinna við keppnisvelli á Brávöllum
  31. Hestafjör 2022
  32. Umhverfisdagur á sunnudaginn
  33. Vellir á brávöllum lokaðir í dag
  34. Reiðskóli Sleipnis 2022
  35. Kvennareið 2022
  36. Úrslit úr Páskatöltmóti Sleipnis 13.apríl 22
  37. Úrslit úr Firmakeppnir Sleipnis 30.apríl 2022
  38. WR Íþróttamót Sleipnis og Skeiðleikar
  39. Fundur með framboðum í Árborg
  40. Firmakeppni Sleipnis 2022 -Fyrirtæki
  41. Firmakeppni Sleipnis 2022
  42. Þrígangsmót-Járnkarlsins-Þriðjudaginn 3 maí
  43. Ógreidd félagsgjöld 2022
  44. Sumarferð Sleipnisfélaga 2022
  45. Ógreidd félagsgjöld 2022
  46. Sumarferð Sleipnisfélaga 2022
  47. Viðrunarhólf 2022
  48. Viðrunarhólf 2022
  49. Vorfagnaður Sleipnis í Sleipnishöllinni laugardaginn 23.apríl. 19.30
  50. Vorfagnaður Hestamannafélagsins Sleipnis 23.apríl
  51. Firmakeppni Sleipnis 2022
  52. Dagskrá opna Páskatöltmóts Sleipnis
  53. Kvennakvöld Sleipnis 2022
  54. Kvennakvöld Sleipnis 2022
  55. Námskeið fyrir þuli á mótum
  56. Úrslit þriðja og síðasta vetrarmóts Sleipnis 2022
  57. Páskatöltmót Sleipnis-æfingatímar á Ingólfshvoli
  58. Opið Páskatölt Sleipnir 2022
  59. Sjálfboðaliðar   KOMDU Á LANDSMÓT HESTAMANNA 2022 OG TAKTU VIRKAN ÞÁTT Í ÆVINTÝRINU!
  60. 3.Vetrarmót Sleipnis- Laugardaginn 2.apríl kl. 12.30
  61. Sýnikennsla Fimmtudaginn 14.apríl.nk.
  62. 3. vetrarmót Sleipnis –Byko og Furuflísar
  63. Eiknatímar hjá Sigvalda L Guðmundss.
  64. Úrslit annars vetrarmóts Sleipnis 2022
  65. Kvennakvöld Sleipnis 2022
  66. 2.vetrarmóti frestað um sólahring
  67. Sýnikennsla 24.mars - Fræðslunefnd
  68. 2. Vetrarmót Sleipnis- Furuflísar og Byko 2022.
  69. Aðalfundur Sleipnis 2022.
  70. Til sambandsaðila ÍSÍ
  71. Vilt þú taka þátt í að móta framtíðarsýn Sleipnis?
  72. Úrslit fyrsta vetrarmóts Sleipnis 6.feb. 2022.
  73. 1 Vetrarmót Sleipnis -Furuflísar og Byko 2022.
  74. Að gefnu tilefni
  75. Landsliðshópur A-landsliðshóps valinn
  76. Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar Sleipnis vetur 2022. (2)
  77. Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar Sleipnis vetur 2022.
  78. Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar Sleipnis vetur 2022.
  79. Vinnu í gólfi reiðhallarinnar lokið
  80. Lokið við klæðningu á Hliðskjkálf
  81. Jólakveðja og annáll félagsins
  82. Nýjar sóttvarnarreglur
  83. Nýjar sóttvarnarreglur
  84. Fréttir frá stjórn
  85. Hestaíþróttir Sleipnis Pollahelgar
  86. Árshátíð Sleipnis 2021 - Verðlaunahafar
  87. Æskulýðsbikar LH til Sleipnis 2021
  88. Þrifnaðardagur reiðhallar
  89. Reiðhöll lokuð í dag
  90. Blái litur Sleipnis og litanúmer
  91. Tilslakanrir á sóttvarnaraðgerðum
  92. Tilboð óskast    í utanhússklæðningu.   
  93. Ný fræðslunefnd Sleipnis
  94. Afsláttarkjör fyrir félagsmenn Sleipnis
  95. Félagshesthús Sleipnis 2021-2022
  96. Kæri Sleipnisfélagi
  97. Árshátíð Sleipnis 2021- Stuðlabandið-Sóli Hólm
  98. Haustbeit 2021
  99. Félagsmenn athugið
  100. Heilsueflandi samfélag

Page 5 of 224

  • Start
  • Prev
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • Next
  • End