Félagshús Sleipnis 2022- 2023

Published: 31 August 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

Nú er vetrarstarf Sleipnis að hefjast að nýju. Þar býðst börnum og unglingum á aldrinum 11-16 ára að stunda hestamennsku undir öruggri leiðsögn menntaðra reiðkennara frá Háskólanum að Hólum. Mánaðargjald er 32.500 kr.
Innifalið er:  Öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að æskulýðsstarfi Sleipnis. Hægt er að nýta frístundastyrk til niðurgreiðslu æfingagjalda. Vinsamlegast athugið að þátttakendur þurfa að koma með eigin hjálm. 

Kennd verða undirstöðuatriði í umgengni, umhirðu hesta og reiðmennsku. Markmið verkefnisins er  að þáttakendur öðlist færni og sjálfstæði til þess að geta haldið hesta í framtíðinni. Æfingar hefjast þann 15. september næstkomandi og verða tvisvar sinnum í viku, tvo klukkutíma í senn. Starfið fer fram í aðstöðu þar sem verklegri og bóklegri kennslu er fléttað saman á skemmtilegan og fræðandi hátt.

  

Allar nánari upplýsingar um verkefnið veitir Linda Björgvinsdóttir, formaður æskulýðsnefndar Sleipnis.

E-mail: felagshus@sleipnir.is  eða í síma 898-9592

Screenshot_2022-08-31_at_20.24.33.pngHestaitrottir.jpeg

Fjórðu og síðustu skeiðleikar 2022

Published: 29 August 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

Fjórðu og síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins fóru fram á Brávöllum á Selfossi í dag, mánudaginn 29.ágúst. Veðuraðstæður voru með ágætum og prýðistímar náðust í öllum vegalengdum.

Þetta tímabil markar ákveðin tímamót fyrir Skeiðfélagið þar sem þetta var tíunda keppnistímabilið í röð sem haldið er eftir að Skeiðfélagið var vakið úr dvala sem það hafði legið í frá árinu 2009. Sumir af núverandi Skeiðfélagsmeðlimum hafa verið með frá upphafi og lagt sitt af mörkum við að halda heiðri skeiðkappreiða á lofti.

Hans Þór Hilmarsson er stigahæsti knapi sumarsins og hlaut hann því 100.000 króna gjafaúttekt í verslun Baldvins og Þorvaldar. En þau Guðmundur Árnason og Ragna Gunnarsdóttir í Baldvin og Þorvaldi hafa staðið ríkulega við bakið á Skeiðfélaginu síðastliðin ár og styrkt um öll verðlaun. Auk þess fékk Hans Þór til varðveislu farandbikarinn Öderinn sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon. 

Í 250 metra skeiði var það Konráð Valur Sveinsson sem fór með sigur af hólmi á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk á tímanum 22,23 sekúndum. Hann sigraði þá einnig keppni í 150 metra skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II á tímanum 14,15 sekúndum sem er næstbesti tími ársins í þeirri vegalengd. Í 100 metra skeiði var það hinsvegar Teitur Árnason sem var hlutskarpastur á Drottningu frá Hömrum II á tímanum 7,34 sekúndum sem er næstbesti tíminn í þeirri vegalengd í ár.

Á myndunum sem fylgja má sjá þrjá efstu knapa kvöldsins í hverri keppnisgrein auk Hans Þórs Hilmarssonar heildarsigurvegara. Með þeim á myndunum er Ragna Gunnarsdóttir frá Baldvin og Þorvaldi.

Heildarúrslit skeiðleika kvöldsins má nálgast hér fyrir neðan.

Read more: Fjórðu og síðustu skeiðleikar 2022

Síðsumarreiðtúr

Published: 12 August 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email


Síðsumarsreiðtúr 

Laugardaginn 27. ágúst verður síðsumarsreið Sleipnis. Farinn verður 25-30 km hringur, upphaf og lok við Reiðhöllina. Nánari upplýsingar þegar nær dregur t.d varðandi þáttöku, hressingu og fleira. 

Takið daginn frá 🐎 ferðanefndin

Fjórðu og síðustu Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar, Skeiðfélagsins

Published: 24 August 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

Fjórðu og síðustu Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins fara fram mánudaginn 29.ágúst og hefjast þeir klukkan 18:00. 
Skráning fer fram á Sportfeng og lýkur henni laugardaginn 27.ágúst. 

Styrktaraðili Skeiðleikanna í ár – hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur styrkir um verðlaunagripi sumarsins auk þess að stigahæsti knapi ársins hlýtur 100.000 króna úttekt í versluninni. Þá fær stigahæsti knapi ársins einnig til varðveislu í eitt ár farandgripinn Öderinn sem Gunnar og Kristbjörg Eyvindsdóttir gáfu til minningar um Einar Öder Magnússon. 

Dagskrá :
• 250 metra skeið 
• 150 metra skeið 
• 100 metra flugskeið 

Skeiðfélagið

Lokanir - Reiðhöll og vallasvæði Brávalla

Published: 23 July 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

Vegna kynbótasýninga á Brávöllum 25. - 29.júlí og Unglingalandsmóts UMFÍ 30. júlí. –

REIÐHÖLLIN verður lokuð frá 24. júlí og þar til sýningum líkur 29. júlí –

KYNBÓTA- OG SKEIÐBRAUTIN er lokuð frá 24. júlí og þar til sýningum líkur föstudaginn 29. júlí.

HRINGVELLIRNIR eru lokaðir fram á kvöld meðan á kynbórasýningum stendur frá 25. - 29. júlí, en opnir fyrir keppendur á UMFÍ mótinu

til æfinga að sýningum loknum.

-ALLIR VELLIR Á BRÁVÖLLUM OG REIÐHÖLLIN-  er lokað laugardaginn 30. júlí þar til keppni á Unglingalandsmóti UMFÍ líkur.

-VIÐRUNARHÓLF Á BRÁVALLASVÆÐI- Óskað er eftir því að þau sé ekki notuð yfir daginn á meðan sýningum stendur frá 25.- 29. júlí

til að lágmarka truflun og velja frekar kvöldin að sýningum loknum til viðrunar.

Kynbótanefnd / Vallastóri / Stjórn

Frumtamningarnám í Reiðmanninum

Published: 19 August 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands ætlar að bjóða upp á nýtt og spennandi nám í Reiðmanninum sem er frumtamningar á unghrossum/tryppum.

Námið er haldið í samstarfi við hestamannafélagið Fák, og verður haldið í reiðhöllinni Víðidal.

Kennarar verða Ólafur Andri Guðmundsson og Haukur Bjarnason. Báðir reyndir reiðkennarar og tamningarmenn, og munu þeir kenna námið saman.

Einungis verða 20 pláss í náminu. Námið verður fjórar verklegar helgar, verklegar helgar eru frá föstudegi til sunnudags og hefst kennslan eftirmiðdag á föstudegi. Byrjað er á sýnikennslu og í framhaldinu er verkleg kennsla í litlum hópum. 4-5 verklegar kennslustundir hverja helgi.

Þátttakendur geta fengið dýralæknir til að gera tannheilbrigðisskoðun á sínum hesti gegn greiðslu.

Hægt að fá leigðar stíur á vægu gjaldi yfir námskeiðshelgarnar ef þörf er á því

Verð: 165.000 (hægt er að skipta námskeiðisgjaldi í þrjár greiðslur).

Verklegar helgar verða:

30 .sept – 2 .okt: Fyrirlestur með dýralækni um helstu sjúkdóma hrossa.
14-16. okt: Fyrirlestur um atferlisfræði hrossa. Hrefna Sigurjónsdóttir líffræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
4-6. nóv: Fyrirlestur um fóðurfræði. Einar Ásgeirsson
25-27. nóv: Fyrirlestur með reiðkennurunum um framhaldsþjálfun þar sem nemendur fá leiðsögn hvað tekur svo við.

<Skráning fer fram í í þessum link>

Sjálfboðaliða vantar á UMFÍ mótið

Published: 17 July 2022
Written by Sigríður M. Björgvinsdóttir
  • Print
  • Email
Undirbúningur fyrir Unglingalandsmótið á Selfossi er á lokametrunum, en mótið hefst 29. júlí

Hér meðfylgjandi er skjal þar talin eru upp mismunandi sjálfboðaliðsstörf sem eftir er að manna. Þetta eru ekki langar vaktir flestar um 2 klst. langar.

Vilt þú taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og afla um leið fjár fyrir Sleipni?

Vinsamlegast sendið línu í næstu viku á hsk@hsk.is með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn sjálfboðaliða og félag

Símanr.

Verkefni sem viðkomandi vill vinna að og hvaða vakt, sjá neðar.

Read more: Sjálfboðaliða vantar á UMFÍ mótið

Baldvin og Þorvaldur

Published: 12 August 2022
Written by SRH
  • Print
  • Email

image001.jpg

More Articles ...

  1. Skipulag í vinnslu
  2. Landsmótsknapar athugið!
  3. Knapar á LM fyrir Sleipni
  4. Vallasvæði Brávalla lokað.
  5. Skráning hafin á Skeiðleika 2
  6. Sunnudagur 5.júní - Dagskrá Gæðingamóts og úrtöku Sleipnis, Ljúfs, Háfeta og Hendingar.
  7. Gæðinga -úrtökumótið á Brávöllum
  8. Horses of Iceland - Dagur ræktenda á Landsmóti
  9. Dagskrá Gæðingamóts og úrtöku Sleipnis, Ljúfs, Háfeta og Hendingar.
  10. Þjálfaramenntun 1. og 2. stigs sumarönn 2022.
  11. Landsmót 2022
  12. Gæðinga og úrtökumót á Brávöllum
  13. Hestafjör 2022
  14. Viðrunarhólf
  15. Kynning á Helite öryggisvestunum
  16. Til þeirra er það varðar / WR Íþróttamót Sleipnis.
  17. Lokun skeiðbrautarinnar á Brávöllum.
  18. Dagskrá opna WR íþróttamóts Sleipnis 18-22 Mai. 2022.
  19. Lokun skeiðbrautarinnar á Brávöllum.
  20. WR Íþróttamót Sleipnis
  21. 1.skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar - Skeiðfélagsins
  22. Vinna við keppnisvelli á Brávöllum
  23. Hestafjör 2022
  24. Umhverfisdagur á sunnudaginn
  25. Vellir á brávöllum lokaðir í dag
  26. Reiðskóli Sleipnis 2022
  27. Kvennareið 2022
  28. Úrslit úr Páskatöltmóti Sleipnis 13.apríl 22
  29. Úrslit úr Firmakeppnir Sleipnis 30.apríl 2022
  30. WR Íþróttamót Sleipnis og Skeiðleikar
  31. Fundur með framboðum í Árborg
  32. Firmakeppni Sleipnis 2022 -Fyrirtæki
  33. Firmakeppni Sleipnis 2022
  34. Þrígangsmót-Járnkarlsins-Þriðjudaginn 3 maí
  35. Ógreidd félagsgjöld 2022
  36. Sumarferð Sleipnisfélaga 2022
  37. Ógreidd félagsgjöld 2022
  38. Sumarferð Sleipnisfélaga 2022
  39. Viðrunarhólf 2022
  40. Viðrunarhólf 2022
  41. Vorfagnaður Sleipnis í Sleipnishöllinni laugardaginn 23.apríl. 19.30
  42. Vorfagnaður Hestamannafélagsins Sleipnis 23.apríl
  43. Firmakeppni Sleipnis 2022
  44. Dagskrá opna Páskatöltmóts Sleipnis
  45. Kvennakvöld Sleipnis 2022
  46. Kvennakvöld Sleipnis 2022
  47. Námskeið fyrir þuli á mótum
  48. Úrslit þriðja og síðasta vetrarmóts Sleipnis 2022
  49. Páskatöltmót Sleipnis-æfingatímar á Ingólfshvoli
  50. Opið Páskatölt Sleipnir 2022
  51. Sjálfboðaliðar   KOMDU Á LANDSMÓT HESTAMANNA 2022 OG TAKTU VIRKAN ÞÁTT Í ÆVINTÝRINU!
  52. 3.Vetrarmót Sleipnis- Laugardaginn 2.apríl kl. 12.30
  53. Sýnikennsla Fimmtudaginn 14.apríl.nk.
  54. 3. vetrarmót Sleipnis –Byko og Furuflísar
  55. Eiknatímar hjá Sigvalda L Guðmundss.
  56. Úrslit annars vetrarmóts Sleipnis 2022
  57. Kvennakvöld Sleipnis 2022
  58. 2.vetrarmóti frestað um sólahring
  59. Sýnikennsla 24.mars - Fræðslunefnd
  60. 2. Vetrarmót Sleipnis- Furuflísar og Byko 2022.
  61. Aðalfundur Sleipnis 2022.
  62. Til sambandsaðila ÍSÍ
  63. Vilt þú taka þátt í að móta framtíðarsýn Sleipnis?
  64. Úrslit fyrsta vetrarmóts Sleipnis 6.feb. 2022.
  65. 1 Vetrarmót Sleipnis -Furuflísar og Byko 2022.
  66. Að gefnu tilefni
  67. Landsliðshópur A-landsliðshóps valinn
  68. Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar Sleipnis vetur 2022. (2)
  69. Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar Sleipnis vetur 2022.
  70. Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar Sleipnis vetur 2022.
  71. Vinnu í gólfi reiðhallarinnar lokið
  72. Lokið við klæðningu á Hliðskjkálf
  73. Jólakveðja og annáll félagsins
  74. Nýjar sóttvarnarreglur
  75. Nýjar sóttvarnarreglur
  76. Fréttir frá stjórn
  77. Hestaíþróttir Sleipnis Pollahelgar
  78. Árshátíð Sleipnis 2021 - Verðlaunahafar
  79. Æskulýðsbikar LH til Sleipnis 2021
  80. Þrifnaðardagur reiðhallar
  81. Reiðhöll lokuð í dag
  82. Blái litur Sleipnis og litanúmer
  83. Tilslakanrir á sóttvarnaraðgerðum
  84. Tilboð óskast    í utanhússklæðningu.   
  85. Ný fræðslunefnd Sleipnis
  86. Afsláttarkjör fyrir félagsmenn Sleipnis
  87. Félagshesthús Sleipnis 2021-2022
  88. Kæri Sleipnisfélagi
  89. Árshátíð Sleipnis 2021- Stuðlabandið-Sóli Hólm
  90. Haustbeit 2021
  91. Félagsmenn athugið
  92. Heilsueflandi samfélag
  93. Framlenging sérstakra frístundastyrkja fyrir börn
  94. Úrslit síðustu skeiðleika Baldvins og Þorvarldar - Skeiðfélagsins
  95. Suðurhólavegur tengist inn á Gaulverjabæjarveg
  96. Úrslit 4 Skeiðleika ársins
  97. Framkvæmdir með Gaulverjabæjarvegi
  98. Fjórðu Skeiðleikar Skeiðfélagsins og Baldvins og Þorvaldar
  99. 4.Skeiðleikar á Brávöllum
  100. Hraðvaxandi fjölgun COVID-19 smita

Page 6 of 224

  • Start
  • Prev
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • Next
  • End