-
Published: 10 May 2022
-
Written by SRH
-
Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu
Reiðskóli Sleipnis og Katrínar Evu verður haldinn í að Vallartröð 6 á Selfossi í sumar, umsjónarmaður er Katrín Eva Grétarsdóttir. Katrín Eva er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Börnin læra grunnatriði í hestamennsku. Stuðst verður við leiki og gleði til að bæta samhæfingu, ásetu og færni hjá hverjum og einum. Farið verður í útreiðartúra ásamt uppákomum í reiðhöll. Innifalið í verði er aðgangur að hesti, reiðtygum og hjálmi.
Skráning er hafin á reidskoli@sleipnir.is og lýkur 3.júni
Read more: Reiðskóli Sleipnis 2022