Ferðanefndin boðar til síðsumarsreiðtúrs laugardaginn 20. ágúst. Farið verður frá hesthúshverfinu á Selfossi um klukkan 14:00. Riðið upp með Ölfusá og Hvíta að Hallanda 2 þar sem í boði verða léttar veitingar.

Ferðanefndin

Fjórðu skeiðleikar ársins fóru fram að Brávöllum á Selfossi í kvöld. Margir fljótir hestar voru skráðir auk nýrra og spennandi hrossa. Stigahæsti knapi kvöldsins var Ævar Örn Guðjónsson og hlaut því öderinn sem veittur er hvert kvöld fyrir þann knapa sem nær bestum árangri á skeiðleikum. Næstu Skeiðleikar verða auglýstir þegar nær dregur. Baldvin og Þorvaldur styrkti um öll verðlaun í skeiðgreinum kvöldsins, án þeirra væri ekki hægt að halda skeiðleika og eiga þau Guðmundur og Ragna heila þökk skilið fyrir það.

Skeid16

Niðurstöður

Read more: Niðurstöður-Skeiðleikar 4

Framkvæmdanefnd Íslandsmóts 2016, fyrir hönd Sleipnis, vill koma kærum þökkum til allra þeirra sem að Íslandsmótinu stóðu og þá sérstaklega sjálfboðaliðum og styrktaraðilum mótsins en það voru Landsbankinn, Jötunn, Lífland, Sjóvá, Landstólpi, Baldvin og Þorvaldur, Eldhestar, Hótel Selfoss, Haraldur Þórarinsson í Laugardælum og Furuflís. Mótið fór vel fram í alla staði og náðist glæsilegur árangur bæði í skeiði og hringvallagreinum. Hér að neðan má sjá öll úrslit mótsins:

Read more: Íslandsmóti 2016 á Brávöllum lokið

Fjórðu skeiðleikar sumarsins verða haldnir á Brávöllum á Selfossi fimmtudagskvöldið 11.ágúst.
Fljótir hestar eru skráðir til leiks auk nýrra hrossa sem gaman verður að sjá hvernig til tekst með.
Skeiðleikarnir byrjar á 250 metra skeiði klukkan 19:30.
Styrktaraðili Skeiðleikanna í ár – hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur styrkir um verðlaunagripi sumarsins. Auk þess hefur ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga styrkt um svokallaða Ödera sem veittir eru stigahæsta knapa á móti hverju og þeim knapa sem flest stig hlýtur á sumrinu.
Dagskrá
19:30 :
• 250 metra skeið
• 150 metra skeið
• 100 metra flugskeið

Ráslistar

Read more: Skeiðleikar 4

Allri forkeppni er nú lokið á Íslandsmóti auk B-úrslita í hringvallargreinum. Fyrri tveir sprettir voru í 250 metra skeiði og 150 metra skeiði. Helga Una Björnsdóttir varð íslandsmeistari í 100 metra skeiði hér í kvöldblíðunni á Brávöllum selfossi á hestinum Besta frá Upphafi, á tímanum 7,68. Keppni hefst í fyrramálið á seinni tveim sprettum í 250 og 150 metra skeiði. Og svo eftir hádegishlé eru A-úrslit í hringvallargreinum. Við minnum alla knapa sem eru í A-úrslit á morgun að það er skylda að mæta í „klár í keppni“ dýralæknaskoðun sem verður í reiðhöll Sleipnis frá klukkan 10:00 – 13:00 á morgun.

Read more: Föstudagur á íslandsmóti 2016

Skráning er hafin.
Nú verður blásið til skeiðleika á Brávöllum á Selfossi. Verða Skeiðleikarnir haldnir fimmtudaginn 11. ágúst.
Skráning er hafin inni á Sportfeng og kostar litlar 2500 kr að vera með. Skráningu lýkur svo kl 23:59 á þriðjudagskvöld.

Mótið verður með hefðbundnu sniði. Keppt verður í 100m flugskeiði, 150m og 250m.

Styrktaraðili Skeiðleikanna í ár – hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur styrkir um verðlaunagripi sumarsins. Auk þess hefur ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga styrkt um svokallaða Ödera sem veittir eru stigahæsta knapa á móti hverju og þeim knapa sem flest stig hlýtur á sumrinu."

Kv /  Skeiðfélagið

1 Ásmundur Ernir Snorrason / Spölur frá Njarðvík 7,63  

2 Sigurður Vignir Matthíasson / Arður frá Efri-Þverá 7,57  
3 Hinrik Bragason / Pistill frá Litlu-Brekku 7,50  
4 Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Sproti frá Enni 7,47  
5 Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Gola frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,30  
6 Viðar Ingólfsson / Von frá Ey I 6,97

B-fjorgangur islm

More Articles ...

Page 1 of 146

26 Aug, 2016

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


September
16Sep Fös 14:00 - 19:00 Frátekin v .Reiðmaðurinn 2016-2017 
17Sep Lau 8:00 - 17:00 Frátekin v .Reiðmaðurinn 2016-2017 
18Sep Sun 8:00 - 17:00 Frátekin v .Reiðmaðurinn 2016-2017 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 18 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1245
Web Links
20
Articles View Hits
1361517