Vegna undirbúnings fyrir aðalfund 2017.
Dagskrá kynningarfundar Hestamannafélagsins Sleipnis í Hliðskjálf 30.nóv. 2016 kl. 20.00.

1. Formaður setur fundinn.
2. Tillögur stjórnar (Sleipnisskildir) kynntar
3. Samantekt nefndarfundar / nefndarfjörs 2016 kynnt.
4. Framtíðarsýn Bygginganefndar Sleipnishallar kynnt.
5. Vinnsludrög búninga- og merkjanefndar lögð fram.
6. Fundarslit

Stjórnin

 

Í vetur verður boðið uppá reiðnámskeið í formi einkatíma.
Við erum svo heppin að hafa nælt í 2 frábæra reiðkennara til að vera með sitt hvorn hópinn en það eru þau Ísleifur Jónasson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir. Þau þarf nú vart að kynna fyrir Sleipnisfólki en þau eru bæði reiðkennarar frá Hólum og hafa kennt í mörg ár t.d reiðmanninn og margt margt fleira.

Read more: Einkatímar

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni.

Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og síðustu ár þar sem LH og FHB standa saman að hátíðinni. Að venju verður glæsileg þriggja rétta máltíð, glæsileg dagskrá og ball í lokin innifalið í miðaverðinu sem er óbreytt, 9.600 kr. Ef menn kjósa að mæta bara á ballið, þá kostar sá miði 2.500 kr. og verður hleypt inn á það eftir að borðhaldi lýkur.

Read more: Uppskeruhátíð hestamanna 2016

Þann 6. september síðastliðinn var birt áskorun til þeirra félagsmanna sem áttu ógreidd félagsgjöld 2015 og 2016. Ítrekun frá banka var send þeim er enn áttu ógreitt þann 7. október.
Við höfum því fellt út af félagaskrá þá sem voru með ógreidd gjöld þann 5. nóvember síðastliðinn. 
Ef einhver hefur að ósekju verið felldur af félagatali er hann beðinn um að hafa samband með netpósti á gjaldkeri@sleipnir.is.

Stjórnin

Laugardaginn 12. nóvember verður járninganámskeið haldið í Austurási. Kennari verður Erlendur Árnason eða Elli eins og hann er kallaður. Nemendur mæta með hross til að járna, skeifur og helstu járningaáhöld. Hægt verður að fá lánað ef einhver áhöld vantar. Námskeiðið hefst kl 10 með sýnikennslu og eftir hádegishlé járnar hver og einn sinn hest og fær leiðsögn. Áætlað er að námskeiðinu ljúki um kl 16. Þetta kostar litlar 15.000.- krónur og inní gjaldinu er hádegisverður.
Það er takmarkaður fjöldi þátttakenda á þetta námskeið svo um að gera að skrá sig sem fyrst

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd

More Articles ...

Page 1 of 207

07 Dec, 2016

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Desember
8Des Fim 13:50 - 15:45 Frátekin v. kennsla FSU 
12Des Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. kennsla FSU 
16Des Fös 14:00 - 19:00 Frátekið Reiðmaðurinn 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 23 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1263
Web Links
20
Articles View Hits
1461872