Nú stendur fyrir dyrum kjör á Íþróttakonu og íþróttakarli Árborgar fyrir árið 2017. Samkvæmt reglum um kjörið stendur íþrótta- og menningarnefnd Árborgar fyrir kjörinu í desember ár hvert í umboði bæjarstjórnar Árborgar. Úrslitin verða síðan kunngerð á uppskeruhátíð ÍMÁ í sal FSu fimmtudaginn 28.desember nk. kl. 20:00
  
Af hálfu Sleipnis eru tilnefnd Elin Holst og Bergur Jónsson
 
Elin Holst
Elin var í 2. sæti á Íslandsmóti í fjórgangi, hún var í 1. sæti í tölti T2 og fjórgangi á opnu WR íþróttamóti Sleipnis.  Elin vann B- flokk gæðinga á opnu gæðingamóti Sleipnis og varðveitir því klárhestaskjöldinn sem veittur er efsta hesti B-flokks á ári hverju. Auk þessa var Elin framarlega í Meistaradeildinni og vann fjórganginn auk þess að vera í úrslitum í fleiri greinum. Þessi árangur vannst á Frama frá Ketilsstöðum sem er í eigu Elinar. Elin sýndi önnur hross með prýðis árangri og var útnefnd íþróttaknapi Sleipnis fyrir árið 2017.  Elin er jafnframt efst á World Ranking listanum í fjórgangi.
 
Bergur Jónsson
Bergur var Íslandsmeistari í tölti T1 og hafnaði í 3 sæti í tölti á WR íþróttamóti Sleipnis. Hann varð samanlagður sigurvegari í Meistaradeildinni síðastliðinn vetur þar sem hann vann tölt T1 auk þess að vera í úrslitum í fleiri greinum.  Þessi árangur náðist á Kötlu frá Ketilsstöðum sem var hans aðalkeppnishross á árinu. Bergur var valin knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Sleipni sem eru aðalverðlaun félagsins.
 
Nú stendur yfir netkosning sem allir geta tekið þátt í, hér að neðan er tengill í kosninguna þar sem hægt er að greiða atkvæði:
 

Í vetur ætlar Þórarinn Ragnarsson að vera með þriggja helga námskeið þar sem hann aðstoðar unga knapa við undirbúning og þjálfun keppnishesta þeirra. Þórarinn er menntaður reiðkennari frá Hólum og keppnisknapi mikill. Það er því mikill fengur í því að fá hann til að aðstoða ungu knapana í Sleipni fyrir komandi keppnistímabil.
Fyrirkomulagið verður á þann hátt að Þórarinn hittir þátttakendur eina helgi í febrúar, mars og apríl og er hver tími einkatimi í 45 mín, tími bæði laugardag og sunnudag.
Kostnaður er kr. 30.000 og eru 12 pláss í boði.
Frábært tækifæri fyrir unga knapa að í að setja sér markmið og þjálfa keppnishestinn sinn undir leiðsögn og kennslu reiðkennara sem hefur náð glæsilegum árangri á keppnisvellinum.
Skráning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd

Við erum að halda upp á 20 ára rekstrarafmæli B&Þ og bjóðum að því tilefni upp á flotta afslætti fimmtudag-laugardag.
Auk þess verður opið lengur eða til kl 20 fimmtudag og föstudag og 10-16 laugardag.
Vonumst til að sjá sem flesta í kaffi og með því og þökkum viðskiptin síðastliðin 20 ár.

Kveðja Ragna og Gummi

Afmaeli halfs copy

Kjarkur og þor 
Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið fyrir hestaáhugafólk sem er styttra á veg komið og/eða hefur einhverra hluta vegna misst kjarkinn og langar að styrkja sig í reiðmennsku. Markmið námskeiðsins er að knapinn fái aukinn styrk, kjark og þor í samskiptum sínum við hestinn og umhverfið.
Tímarnir verða í reiðhöllinni á Brávöllum og eru reiðtímar tvo miðvikudaga í janúar, 17. og 24. janúar 2018.
Fyrirkomulagið verður á þann veg að kennt verður í litlum hópum, 2-3 saman í hóp, því oft er betra að vera með öðrum og fá þannig stuðning bæði fyrir hest og knapa. Kennslan verður miðuð út frá forsendum og óskum hvers og eins.
10 pláss eru boði og fer skráning fram í gegnum Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Verð kr. 10.000

Fræðslunefnd

Helgina 19. - 21. janúar 2018 mun Kristín Lárusdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í tölti, halda reiðnámskeið í reiðhöllinni á Brávöllum. Kristín er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Námskeiðið er í formi einkatíma og verður skipulag helgarinnar eftirfarandi:
Föstudagur 19. jan. 20 mín þar sem farið er yfir markmið helgarinnar hjá hverjum og einum.
Laugardagur 20. jan. 40 mín tímar fyrir og eftir hádegi.
Sunnudagur 21. jan 40 mín tímar fyrir og eftir hádegi.
Þátttakendur mæta með sitt eigið hross og fá leiðbeiningar og kennslu hvernig hægt sé að bæta bæði hross og knapa.
Verð kr. 35.000. 5 pláss í boði
Opnað verður fyrir skráningu 30. nóvember 2017 og fer skráning fram í gegnum Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd

Smölun á almenningnum í Bjarkarstykkinu.
Smalað verður Bjarkarstykkið laugardaginn 9. desember. Hrossin verða í litla gerðinu frá kl 11-12 og eru eigendur beðnir um að sækja hrossin sín á þeim tíma eða í síðasta lagi sunnudaginn 10. desember og verða eigendur þá að nálgast þau á fremra stykkið sjálfir.

Með kveðju, stjórn hagsmunafélags hesteigenda á Selfossi.

More Articles ...

Page 1 of 190

17 Dec, 2017

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Desember
17Des Sun 11:00 - 12:30 Frátekin v.útleiga-reiðkennsla-æfingar 

Janúar
5Jan Fös 14:00 - 19:00 Frátekin v .Reiðmaðurinn 
6Jan Lau 8:00 - 17:00 Frátekin v .Reiðmaðurinn 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 16 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1392
Articles View Hits
1902321