Þorrareið

Minnum á þorrareiðina á morgun 17.02.2018. Lagt af stað frá reiðhöllinni á Selfossi klukkan 14:00. Riðið í Austurkot þar sem léttar þorraveitingar verða í boði. Þorra síðan blótað í Hliðskjálf. Örfáir miðar eftir í matinn hjá Baldvin og Þorvaldi.

Ferðanefndin

 1.vetrarmót Sleipnis og Furuflísar verður haldið á Brávöllum laugardaginn 10.febrúar.

Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, áhugamanna flokki 1 & 2 ,+ 55 heldri menn og konur auk opins flokks

Skráningargjöld :
 Frítt fyrir börn og polla
 Unglingar kr.1000
 Ungmenni kr.1500
 Fullorðnir kr.2000.
Mótið byrjar kl 13:00 á pollaflokki.
Skráning og greiðsla ( í reiðufé ) frá kl. 11:45 - 12:45 i dómpalli.
Vetrarmótsnefnd

Þar sem veðrið er að stríða okkur og næstu helgi er þorrareið verður fyrsta Vetramót haldið laugardaginn 3. Mars

Vetrarmótsnefnd

Næstkomandi föstudagskvöld 09.feb. kl. 20:00  ætlar Bergur Jónsson að halda sýnikennslu í reiðhöllinni á Brávöllum. Bergur er flestum hestamönnum góðu kunnugur og er afrekaskrá hans á keppnisbrautinni sem og í kynbótasýningum farsæl. Þar má nefna nýjustu rósina í hnappagat hans glæsihryssuna Kötlu frá Ketilsstöðum sem Bergur sýndi síðasta sumar og uppskáru þau 8,9 í hæfileikadómi, þar af 10 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag. Það verður spennandi að sjá hvernig Bergur hagar þjálfun hrossa sinna og hvetjum við alla hestamenn að mæta.

Aðgangseyrir er kr. 500, ekki posi, og verður boðið uppá kaffi.

Kær kveðja,
Fræðslunefnd

Sökum afspyrnu slæmrar veðurspár nú um helgina hefur verið tekin sú ákvörðun um að fresta 1.vetrarmóti ársins. Staðan verður tekin eftir helgi og þá auglýst nánar um framvindu.

Vetrarmótsnefnd

Aðalfundur Sleipnis og Sleipnishallarinnar ehf var haldinn miðvikudaginn 24.jan.sl. Mæting var góð og vill Stjórn þakka félagsmönnum fyrir góðan og uppbyggilegan fund. Þar var í fyrsta sinn úthlutað úr afreks-styrktarsjóði Árborgar til þeirra félaga sem efst stóðu í árangri 2017. Þau sem valin voru fyrir starfsárið 2017 voru: Bergur Jónsson, Elin Holst og Glódís R.Sigurðardóttir. Voru þau kölluð upp til móttöku styrks og viðurkenninga. Breytingar urðu á stjórn félagsins, úr stjórn gengu: Oddur Hafsteinsson og Fjóla Kristinsdóttir en í þeirra stað voru kosin: Óðinn Örn Jónsson og Anna B.Níelsdóttir. Stjórn Sleipnis vill þakka fráfarandi stjórnarfólki sem og öllum þeim sem störfuðuð í nefndum félagsins og eða lögðu félaginu lið fyrir mikil og óeigingjörn störf á liðnu starfsári sem og bjóða nýtt fólk velkomið til starfa . Húsnefnd eru færðar þakkir fyrir umsjón og kaffiveitingar á fundinum.
Stjórn Sleipnis.

Fundur2017 0545

Verðuspá fyrir laugardaginn er ekki góð í augnablikinu. Gætum orðið að fresta mótinu fram á Sunnudag. ATH, fólk verður að vera vakandi og fylgjast með. Tilkynning kemur aftur fyrir kl. 16:00 á föstudaginn.

Vetrarmótsnefnd

More Articles ...

Page 1 of 146

20 Feb, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Febrúar
20Feb Þri 17:00 - 22:00 Frátekin v.Æskulýðsnefnd 
21Feb Mið 8:00 - 11:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
21Feb Mið 17:00 - 22:00 Frátekin v. Fræðslunefndarnámskeið 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 55513 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1436
Articles View Hits
1991564