Árshátíð Sleipnis verður haldinn þann 22.okt. í Hvítahúsinu. Nánar auglýst er nær dregur. Takið kvöldið frá.
Árshátíðarnefndin

arshatid

Síðustu skeiðleikar ársins fóru fram að Brávöllum á Selfossi miðvikudagskvöldið 31.águst. Stigahæsti knapi kvöldsins og það ekki í fyrsta skipti var Ævar Örn Guðjónsson.Það var hins vegar Davíð Jónsson sem varð stigahæsti knapi ársins og hlaut því farandbikar sem gefinn er af þeim Gunnari og Kristbjörgu í Auðsholtshjáleigu til minningar um Einar Öder Magnússon og ber nafnið Öderinn. Davíð er vel að sigrinum kominn, hefur mætt á alla skeiðleika sumarsins og er sigurinn ekki síst að þakka næmu og traustu sambandi hans og skeiðsnillingsins Irpu frá Borgarnesi.

Baldvin og Þorvaldur styrkti um öll verðlaun í skeiðgreinum þetta sumarið, án þeirra væri ekki hægt að halda skeiðleika og eiga þau Guðmundur og Ragna heila þökk skilið fyrir það.
Skeiðfélagið vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu sitt af mörkum í sumar. Sérstaklega langar okkur að þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem tóku þátt í ár og einnig viljum við skila kærum kveðjum til Jóhanns F. Valdimarssonar og Jónínu Guðrúni Kristinsdóttur fyrir samstarf sumarsins.
Sjáumst fersk og fljót á næsta keppnistímabili.

Niðurstöður

Read more: Síðustu skeiðleikar sumarsins.

Enn er nokkuð um að félagsgjöld séu í vanskilum. Þeir félagar sem ekki hafa greitt félagsgjöld sín fyrir 1.október 2016 verða teknir út af félagsskrá Sleipnis.  Einnig afvirkjast þá rafrænir lyklar að reiðhöll sem og aðgangur að World Feng sem fenginn er með félagsaðild.

Stjórnin.

Síðstu skeiðleikar ársins verða á Brávöllum á í kvöld, miðvikudaginn 31.ágúst.

Skeiðleikarnir hefjast klukkan 19:00

Styrktaraðili Skeiðleikanna í ár – hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur styrkir um verðlaunagripi sumarsins. Auk þess hefur ræktunarbúið Auðsholtshjáleiga styrkt um svokallaða Ödera sem veittir eru stigahæsta knapa á móti hverju og þeim knapa sem flest stig hlýtur á sumrinu.

Á síðustu skeiðleikunum verður stigahæsta knapa sumarsins veitt sérstakur farandgripur til minningar um Einar Öder. Staða fimm efstu knapa fyrir lokakvöldið er eftirfarandi.
1.Davíð Jónsson – 63.stig
2.Bjarni Bjarnason – 61.stig
3.Konráð Valur Sveinsson – 42.stig
4.Ævar Örn Guðjónsson – 36.stig
5.Sigurbjörn Bárðarson – 34.stig

Dagskrá 19:00
250 metra skeið
150 metra skeið
100 metra skeið

Ráslistar

Read more: Síðustu skeiðleikar sumarsins.

More Articles ...

Page 1 of 205

25 Sep, 2016

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


September
26Sep Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. kennsla FSU 
29Sep Fim 13:50 - 15:45 Frátekin v. kennsla FSU 

Október
3Okt Mán 8:15 - 10:10 Frátekin v. kennsla FSU 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 25 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1251
Web Links
20
Articles View Hits
1401527