Síðsumarsreið Sleipnis verður farin laugardaginn 26.ágúst nk. Lagt verður af stað frá áningagerðinu við hesthúsahverfið á Eyrabakka kl. 14:00 og riðið áleiðis að Stokkseyri. Þar verður grillað.

Ferðanefnd

Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og Skeiðfélagsins fóru fram í kvöld á Brávöllum á Selfossi. Mikið af hrossum var skráð til leiks bæði margreyndum vekringum og ungum og upprennandi. Skeiðfélagið á eftir að halda eina skeiðleika í viðbót á þessu keppnistímabili og spennan í heildarstigakeppninni eykst. Hér eru niðurstöður kvöldsins.

Read more: Skeiðleikar 4 – Niðurstöður

Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2017 fara fram fimmtudagskvöldið 20.júlí en ekki miðvikudagskvöldið 19.júlí eins og áður var auglýst, ástæða þess er hagstæðari veðurspá á fimmtudagskvöldinu. Skeiðleikarnir eru með hefðbundnu sniði og hefjast klukkan 20:00 á 250 metra skeiði.

Mikil spenna er í heildarstigakeppninni en sigurvegari mótaraða sumarsins hljóta Öderinn sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon. Staðan í heildarstigakeppninni verður birt annað kvöld.

Hlökkum til að sjá skeiðknapa í veislu á fimmtudagskvöldið.

Read more: Skeiðleikar 4- Ráslistar

Eins og Skeiðfélagið spáði til um viðrar vel til skeiðkappreiða í kvöld. Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar fara einmitt fram á Brávöllum í kvöld og hefjast þeir klukkan 20:00 á 250 metra skeiði,150 metra skeið og enda á 100 metrum.

Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar eru með því sniði í ár að veitt verða verðlaun fyrir stigahæsta knapa eftir alla fimm skeiðleika sumarsins. Sá sem stigahæstur er hlýtur farandbikar sem gefinn er til minningar um Einar Öder Magnússon af þeim Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur.

Spennan eykst nú þegar tveir skeiðleika eru eftir. En hér er röð fimm efstu knapa í stigakeppninni eins og staðan er núna eftir 3 skeiðleika.

Read more: Skeiðleikar 4 –Uppfærðir ráslistar

More Articles ...

Page 1 of 222

21 Aug, 2017

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Ágúst
21Ágú Mán 8:00 - 23:59 Frátekin v. Kynbótasýningar 

September
8Sep Fös 14:00 - 19:00 Frátekinn v .Reiðmaðurinn 2017-18 
9Sep Lau 8:00 - 17:00 Frátekinn v .Reiðmaðurinn 2017-18 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 8 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1361
Web Links
20
Articles View Hits
1748770