Eins og Skeiðfélagið spáði til um viðrar vel til skeiðkappreiða í kvöld. Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar fara einmitt fram á Brávöllum í kvöld og hefjast þeir klukkan 20:00 á 250 metra skeiði,150 metra skeið og enda á 100 metrum.

Skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar eru með því sniði í ár að veitt verða verðlaun fyrir stigahæsta knapa eftir alla fimm skeiðleika sumarsins. Sá sem stigahæstur er hlýtur farandbikar sem gefinn er til minningar um Einar Öder Magnússon af þeim Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur.

Spennan eykst nú þegar tveir skeiðleika eru eftir. En hér er röð fimm efstu knapa í stigakeppninni eins og staðan er núna eftir 3 skeiðleika.

Read more: Skeiðleikar 4 –Uppfærðir ráslistar

Fjórðu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2017 fara fram fimmtudagskvöldið 20.júlí en ekki miðvikudagskvöldið 19.júlí eins og áður var auglýst, ástæða þess er hagstæðari veðurspá á fimmtudagskvöldinu. Skeiðleikarnir eru með hefðbundnu sniði og hefjast klukkan 20:00 á 250 metra skeiði.

Mikil spenna er í heildarstigakeppninni en sigurvegari mótaraða sumarsins hljóta Öderinn sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon. Staðan í heildarstigakeppninni verður birt annað kvöld.

Hlökkum til að sjá skeiðknapa í veislu á fimmtudagskvöldið.

Read more: Skeiðleikar 4- Ráslistar

Fjórðu skeiðleikar sumarsins. Mikil gróska hefur verið í skeiðkappreiðum þetta sumarið og ætla Skeiðfélagið og Baldvin og Þorvaldur að sjá til þess að svo verði áfram. Blásið verður í skeiðlúðrana á Brávöllum á Selfossi miðvikudagskvöldið 19.júlí. Þetta verða fjórðu skeiðleikar sumarsins. Skráning er hafin á Sportfeng þar sem velja þarf Skeiðfélagið sem mótshaldara. Ekki er hægt að greiða með korti og því þarf að velja millifærslu og senda staðfestingu á skeidfelagid@gmail.com Sjáumst í stuði á Skeiðleikum. Skráningu lýkur mánudagskvöldið 17.júlí á miðnætti.Núna er keppt í heildarstigakeppni þar sem efsti knapi sumarsins hlýtur Öderinn.
Von Skeiðfélagsins er að þessi verðlaun gildi að stórum hluta til Skeiðknapa ársins.
Gefandi þessarra verðlauna eru Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir til minningar um Einar Öder Magnússon,

http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Beinar útsendingar frá Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum 6-9 júlí 2017 á www.oz.com/lh
Einn keppnisdagur á 980kr.
Aðgangur alla fjóra keppnisdagana og til 31.júlí á aðeins 2850kr. Allir helstu gæðingar landsins samankomir í harðri keppni. Nokkrir knapar berjast um síðustu landsliðssætin en liðið verður tilkynnt eftir helgi.

Með þessu móti getið þið fylgst vel með heima og á ferðinni með oz appinu

More Articles ...

Page 1 of 221

21 Jul, 2017

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2017

Skrá í sumarferð Sleipnis

Á döfinni í reiðhöll


Ágúst
21Ágú Mán 8:00 - 23:59 Frátekin v. Kynbótasýningar 

September
8Sep Fös 14:00 - 19:00 Frátekinn v .Reiðmaðurinn 2017-18 
9Sep Lau 8:00 - 17:00 Frátekinn v .Reiðmaðurinn 2017-18 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 19 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
3
Articles
1359
Web Links
20
Articles View Hits
1710112