Félagsleg liðveisla er fyrir fatlaða einstaklinga sem þurfa persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Að starfa með fólki með fötlun byggir á þeirri hugmynd að leita allra leiða til að fatlað fólk geti upplifað, notið og tekið þátt í fjölmörgum athöfnum sem samfélagið býður upp á.

Hefur þú áhuga á að aðstoða barn með sérþarfir á reiðnámskeiði ? Erum að leita að starfsmanni í félagslega liðveislu, 18 ára eða eldri, sem hefur m.a. áhuga á að að aðstoða barn með sérþarfir á reiðnámskeiði sem hefst í janúar 2015. Um er að ræða 15. klst. á mánuði sem er borgað samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Nánari upplýsingar veitir Halla Steinunn Hinriksdóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi hjá félagsþjónustu Árborgar í síma 480-1900 eða í netfangi hallast@arborg.is