Fyrirhugað er að halda þjóðlegan Karladag hjá hestamannafélaginu Sleipni þann 25 apríl. til styrktar reiðhallarbyggingu Sleipnis á Selfossi. Dagurinn hefst í Sleipnishöllinni kl. 16.00 með glensi og gamanmálum þar sem menn hittast með reiðskjóta sína og eftir stutta dvöl í reiðhöllinni verður haldið í hópreið á TORG HINS HIMNESKA FRIÐAR. Þar verður Bakkusi blótað og menn koma sér í rétta stemmingu fyrir kvöldskemmtun sem verður haldin í Hliðskjálf og hefst hún á kvöldverði kl. 20.00. Boðið verður upp á hátíðarkvöldverð að þjóðlegum sið og skemmtun fram eftir kvöldi. Miðaverð kr. 4000. og miðar seldir við innganginn.
Byggingarnefnd reiðhallarinnar