Skráning fyrir Hestafjör 2015 sem fram fer sunnudaginn 19.apríl nk. er nú opin.
Þeir hópar sem í boði verða eru:

1. Pollar sem teymt er undir ( einn hópur )
2. Pollar / stærri/ meira vanir sem ríða sjálf ( einn hópur )
3. Tveir til fjórir hópar, fer eftir skráningu ( eldir krakkar / vanir reiðmenn ) .

Skráningu skal senda á netfangið: rabbi@tjarnir.is en fyrsta æfing verður fimmtudaginn 26.mars. nk. kl. 18:30 ( fyrsti hópur ).
Í skráningu skal koma fram í hvaða hóp / flokk er verið að skrá, nafn þátttakanda og aldur, gsm. númer + nafn tengiliðs og netfang ef annað er en skráning er send frá.
Val á þema / búningum hvers hóps sem og músík ( annarra en polla sem hafa frjálst val hvert fyrir sig ) verður í höndum foreldra hvers hóps.
Æfingadagar sem áætlaðir eru verða: 26/3, 2/4, 9/4, 13/4, 16/4 og lokaæfing þann 17/4. Mögulegt er að bæta við einum æfingatíma í viðbót ef þurfa þykir.
Þáttaka er öllum að kostnaðarlausu.

Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 22.mars. nk.  Þáttaka er þáttakendum að kostnaðarlausu.

Æskulýðsnefnd Sleipnis.