Æskulýðsnefnd Sleipnis heldur kynningar – skráningarfund í félagsheimilinu Hliðskjálf Sunnudaginn 23. janúar nk. kl. 16.00.
Kynnt verður dagskrá Æskulýðsnefndar á komandi tímabili og þau námskeið sem í boði verða í vetur og fram á vor.

 

Fyrirhuguð eru eftirtalin námskeið:

Pollanámskeið-Barnanámskeið-Byrjendur:

  • Pollar / Börn 6-10 ára
  • Eldri en 11 ára

Kennt verður einu sinni í viku í 10 vikur.
Skipt er í hópa eftir getu / fjöldi í hóp 6.
Reiðkennslan fer fram í nýrri reiðhöll Sleipnis.
Reiðkennari: Þorvaldur Árni Þorvaldsson.

Námskeið fyrir lengra komna

Knapamerkjanámskeið:

  • Knapamerki 1
  • Knapamerki 2
  • Knapamerki 3

Knapamerkjanámskeiðin eru lengri námskeið og líkur þeim með prófi.
Aldurstakmark er 12 ára.

Keppnisnámskeið.
Stuðningur fyrir þau börn, unglinga og ungmenni sem hyggja á úrtöku fyrir LM.

Námskeið ráðast af þátttöku / greiða þarf námskeiðsgjöld við skráningu.

Heitt verður á könnunni og boðið upp á léttar veitingar í lok fundar.
Börn, ungmenni og forráðamenn eru hvött til að mæta.
Hlökkum til að sjá ykkur og starfa með ykkur á komandi tímabili.

Æskulýðsnefnd Sleipnis.