Söðlasmiðirnir í Baldvin og Þorvaldi standa fyrir kynningu á hnökkum og reiðtygjum í versluninni næstkomandi fimmtudag 5. mars kl 18:00. Farið verður í gegnum uppbyggingu hnakka og reiðtygja og að hverju ber að hafa í huga varðandi viðhald og öryggi. Kíkt verður yfir mismunandi gerðir méla og hvaða reiðtygi henta með hverju o.sv. frv. Kynningin er hluti af æskulýðsstarfi félagsins, en foreldrar eru velkomnir með börnum sínum.

nefndin

Verður haldið laugardaginn 7. mars kl. 14:00. Staðsetning  fer eftir aðstæðum og verður auglýst á sleipnir.is þegar nær dregur. Mótið er öllum opið.

 Mótanefnd


Ákveðið hefur verið að færa fyrsta vetrarmótið upp á Selfoss á Brávelli vegna aðstæðna á ísnum á Stokkseyri. 
Skráning hefst Kl. 13:00, að öðru leiti vísast í fyrri auglýsingu varðandi flokka og þess háttar.

Sem sagt mótið verður á Brávöllum Kl. 14:00,  og skráning hefst kl: 13:00.

kv
Mótanefnd.

Aðalfundur Sleipnis var haldinn fimmtudaginn 12. febrúar sl. Góð mæting var á fundinn og áttu sér stað líflegar umræður um framtíð félagsins. Þannig var samþykkt tillaga að uppbyggingu reiðhallar að Brávöllum á Selfossi og ályktun þar sem skorað var á Fjölbrautarskóla Suðurlands að standa vörð um hestabraut þá sem starfrækt er við skólann og Sveitarfélagið Árborg um að taka virkan þátt í uppbyggingu náms í hestaíþróttum í grunnskólum sveitarfélagsins.

Read more: Aðalfundur Sleipnis og fundargerð

More Articles ...

Page 151 of 155

23 Jul, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Á döfinni í reiðhöll


Júlí
25Júl Mið 8:00 - 11:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Ágúst
1Ágú Mið 8:00 - 11:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 
8Ágú Mið 8:00 - 11:00 Lokuð vegna þrifa og vökvunar reiðsvæðis 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 292 guests and no members online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1513
Articles View Hits
2255885