Æskulýðsnefnd Sleipnis verur með  opið hús í félagsheimilinu Hliðskjálf næstkomandi miðvikudag (8. nóvember) kl. 17:30-19:30.  Við ætlum að hittast og spila saman og hafa gaman. Þar sem við ætlum að gera okkur glaðan dag má hver og einn koma með snakk/popp/ávexti eða eitthvað sambærilegt til að maula (EKKI NAMMI) og fernudrykk.  Ef þið eigið einhver skemmtileg borðspil megið þið endilega koma með það/þau. 

Sjáumst sem flest, Æskulýðsnefnd
p.s. mömmur/pabbar/afar/ömmur eru einnig velkomin

Allt að seljast upp!

Félagsmenn eru hvattir til að tryggja sér miða hið fyrsta en óráðstöfuðum miðum fer ört fækkandi. Ósóttar miðapantanir verða seldar á föstudaginn 13.okt.
Félagsmenn eru hvattir til að tryggja sér miða og taka daginn frá fyrir einstakt kvöld.

Skemtinefndin
Ball2017

Árshátíð Sleipnis var haldin þann 14. október í Hvíta Húsinu á Selfossi sem var einnig uppskeruhátíð fyrir starfsárið 2017. Farið var yfir helstu viðburði ársins sem hefur verið bæði annasamt og skemmtilegt með mótahaldi og fjölmennum félags reiðtúrum bæði um Flóann og Borgarfjörðinn. Þökkum við aðalstyrktaraðilum Sleipnis sem eru Landsbankinn og Jötunn Vélar á Selfossi fyrir veitta velvild og stuðning við æskulýðsstarf félagsins.

Hestamannafélagið Sleipnir er svo gæfusamt að margir eru tilbúnir að rétta fram vinnuframlag og þá er gaman að sjá hlutina ganga upp og viðburðir eru vel skipulagðir og sjálfbærir gagnvart félaginu.

Enn er aukið við uppbygginguna á svæðinu með uppsetningu á lýsingu á Brávallarsvæðinu sem eykur öryggi á svæðinu í skammdeginu og er Sveitarfélaginu Árborg þökkuð veitt velvild til félagsstarfsins.

Félagi ársins er Einar Hermundsson fyrir frábært og virkt félagsstarf á árinu sem og á liðnum árum. Sér í lagi þó fyrir mikið starf að reiðvegamálum og vígslu nýrra reiðleiða og svo mætti áfram telja.

sl2017

 

 

 

 

 

 

Read more: Að lokinni Árshátíð-Uppskeruhátíð

Nú standa yfir framkvæmdir á vegum áhaldahúss Árborgar við uppsetningu á ljósastaurum / lýsingu á Brávallasvæði Sleipnis – Byko hring. Félagsmenn eru beðnir að taka tillit til framkvæmdaaðila og virða þær lokanir sem tímabundið verða settar upp meðan á framkvæmdum stendur.

Stjórnin

IMG 1569ab

Uppskeruhátið / Árshátið Sleipnis 2017 verður haldin í Hvítahúsinu laugardaginn 14.okt. nk.
Skemmtiatriði-Steikarhlaðborð-Fordrykkur- Ball
Leynigestur - Veislustjóri- Björn Bragi uppistand - Stuðlabandið og Helgi Björns.

Félagsmenn eru hvattir til að taka daginn frá fyrir einstakt kvöld.

Forsala miða hefst 25.september í Baldvin & Þorvaldi Miðaverð á Árshátíðina, Mat, Skemmtun og Ball kr.6.800- Húsið opnar kl.19:00 á fordrykk og borðhald / skemmtun hefst kl.20:00

Skemmtinefndin

Ball2017

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar verður haldin miðvikudaginn 25. október nk. kl. 19:00 í félagsheimilinu Hliðskjálf. Þar ætlum við að hittast, veita viðurkenningar fyrir námskeið liðins vetrar, spá í starf næsta vetrar og eiga skemmtilega kvöldstund saman.

Á eftir fáum við okkur svo pizzur........

Hlökkum til að sjá ykkur,
Æskulýðsnefnd Sleipnis

More Articles ...

Page 7 of 146

25 Feb, 2018

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Hestaferð 2018

Skrá í sumarferð Sleipnis

Á döfinni í reiðhöll


Febrúar
26Feb Mán 8:15 - 10:10 Frátekinv. hestabraut FSU 
26Feb Mán 13:50 - 15:45 Frátekin-FSU 
26Feb Mán 17:00 - 22:00 Frátekin v.Æskulýðsnefnd 

Styrktaraðilar

Innskráning ritstjóraHverjir eru tengdir

We have 67198 guests and one member online

Flettingar á síðu

Users
4
Articles
1442
Articles View Hits
2000680