Eftir að hafa legið í stórmótadvala síðustu vikurnar hefur Skeiðfélagsskepnunni vaxið ásmegin og rís nú úr fleti sínu, blæs í skeiðlúðrana af krafti og flytur hestamönnum boð um hina fjórðu skeiðleika. Verða leikarnir haldnir eins og lög gera ráð fyrir á Brávöllum á Selfossi, fimmtudaginn 7. ágúst næstkomandi klukkan 20:00. Opnað hefur verið fyrir skráningu og henni lýkur á miðnætti þriðjudaginn 5. ágúst. Allt verður á sínum stað; 250m og 150m skeið, auk 100m flugskeiðs! Lagt verður upp úr því að láta þetta ganga snarpt fyrir sig eins og venja stendur til. Miðast allt við að knapar og áhorfendur geti átt notalegri kvöldstund.Styrktaraðili skeiðleikanna í ár – Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur – gefur verðlaunin. Skráningargjaldið er krónur 2500.- á hest og skráning fer fram á http://www.skraning.is/vidburdir/skeidleikar-4-2/
Kv. Skeiðfélagið