Boðið verður upp á þrenns konar námskeið í vetur:

  • Byrjendanámskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni. Þar verður lögð áherlsa að að kynnast hestinum sínum, lögð áhersla á að skapa traust milli knapa og hests, umgengni við hestinn og gangtegundir í bland við leiki. Námskeiðið er kennt einu sinni í viku og frá byrjun febrúar – lok mars, 9 vikur alls og kostar námskeiðið 15.000. Námskeiðið er 40-50 mín, allt eftir aldri nemenda, reynslu og fjölda í hóp.
  • Almennt reiðnámskeið þar sem við förum í mismunandi æfingar, samskipti knapa og hests, ábendingar, fimi, ásetuæfingar, gangskipti og margt fleira í bland við leiki.

Námskeiðið er einu sinni í viku í 9 vikur, kennt á mánudögum,
50 mín í senn og kostar 15.000 kr.

Að þessu sinni ætlum við að vera með fjölbreyttan kennarahóp og mun Hjörvar Ágústsson kenna febrúar, Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Áslaug Fjóla munu kenna mars.

  • Keppnisnámskeið: verður 9 vikna námskeið sem fer fram inni í reiðhöll til að byrja með en mun færast út á keppnisvöll þegar nær dregur vori og/eða eftir vilja hvers og eins. Á námskeiðinu er lögð áhersla á samspil knapa og hests, hvernig gott er að undirbúa hestinn fyrir upphaf þjálfunar, undirbúningur fyrir keppni, ábendingar, nauðsynleg upphitun, gangskipti og fleira það sem nemendur vilja leggja áherslu á og þjálfa betur hjá sínum hesti. Námskeiðið er kennt á þriðjudögum og er hver tími 25 mínútur. Nemendur geta valið á milli þess að vera einir í tíma og kostar námskeiðið þá 35.000 eða vera tveir saman í tímanum og kostar námskeiðið þá 17.500.

Kennari á þessu námskeiði verður Árný Oddbjörg sem mun kenna fram í mars, ef allt gengur eftir, en Sigríður Pjetursdóttir mun síðan taka við kennslunni.

Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum mín árborg. http://arborg.is - Þegar búið er að skrá sig inn á mínar síður, er valið frístundastyrkur og námskeiðin valin eftir því um hvað námskeið eigi að sækja, námskeiðin heita eftirfarandi inni á síðunni:

o Keppnisnámskeið – einn nemandi í tíma

o Keppnisnámskeið – tveir nemendur saman í tíma

o Almennt reiðnámskeið.

o Byrjendanámskeið.

Ef þið lendið í vandræðum og/eða ef þið eruð ekki búsett í Árborg sendið þá póst með tilkynningu um skráningu inn á aeskulydsnefnd@sleipnir.is.

Frá Æskulýðsnefnd:

Vegna fjöldatakmarka þurfum við að hafa áhorfendabann í stúku, undanþága á því er ef nemendur eru óvanir og/eða það ungir að þeir þurfa aðstoðarmann með sér.

Ef óskir eru um ákveðin tíma á námskeiði viljið þá endilega senda það á aeskulydsnefnd@sleipnir.is. Við munum reyna að verða við óskum en getum því miður ekki lofað neinu.

Um kennarana:

Hjörvar Ágústsson býr á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hann er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur verið nokkuð virkur á keppnisbrautinni með góðum árangri og verið mikið að taka að sér reiðkennslu við gott orðspor. 

Þórdís Erla Gunnarsdóttir býr á Grænhól í Ölfusi. Hún er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur verið mikið að keppa og sýna hross, flest úr ræktun fjölskyldunnar Auðsholtshjáleigu. Þórdís hefur einnig nokkuð mikla reynslu af kennslu.

Áslaug Fjóla er okkur hjá Sleipni vel kunn, hefur kennt hjá okkur í nokkur ár. Hún er Hólaskólagengin og vinnur sem kennari á Hestabraut Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Árný Oddbjörg Oddsdóttir hefur einnig verið að kenna hjá okkur í Sleipni áður. Hún er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur einnig verið að keppa nokkuð með góðum árangri. Hún býr og þjálfar hross á Sunnuhvoli í Ölfusi.

Sigríður Pjetursdóttir er reiðkennari frá Hólum og auk þess er hún alþjóðlegur Feif íþróttadómari og Gæðingadómari og hefur mikið verið að dæma bæði hérlendis sem og erlendis. Sigga býr á Sólvandi á Eyrabakka þar sem húnr rekur sitt fyrirtæki. 

{gallery}Reidkennarar2021{/gallery}