Reiðnámskeið æskulýðsnefndar Sleipnis hefjast 27 og 28. Janúar. Boðið er upp á þrenns konar reiðnámskeið; almennt námskeið þar sem undirstöðuatriði hestamennskunnar er fléttað saman við leiki og fjör.  

Fimi og fjör námskeið sem kynnir allar hliðar hestamennskunnar. Þar verður farið í sætisæfingar, fimi, upphitunaræfingar og góðar þjálfunaræfingar fyrir hestinn, hindrunarstökk, smalabraut og almennar gangtegundir.

Keppnisnámskeið, sem mun fara fram bæði inni í reiðhöll og eins úti á velli, þar sem knapar læra að  undirstöðuatriði að þjálfun og uppbyggingu hestsins fyrir mót komandi árs.

Frábær skráning er á öll námskeiðin og verður gaman að fylgja þessum krökkum eftir í starfi félagsins.

Nokkur pláss eru enn laus á námskeiðunum, fyrstur kemur fyrstur fær.  Umsækjendur sendi póst á lindab@btnet.is  með upplýsinugum um : Nafn nemanda- aldur, forráðamaður- netfang-sími og námskeið sem óskað er eftir.

Við bendum einnig á arborg.felog.is. þar er einnig hægt að skrá allar upplýsingar og nota frístundastyrkinn

Fleiri námskeið verða í boði í vor, ásamt æfingum fyrir hestafjör Sleipnis sem áætlað er að verði 1.maí.

Æskulýðsnefnd Sleipnis