Opið fyrir skráningu á Hestafjör 2016!

Skráning fyrir Hestafjörið 2016 sem fer fram sunnudaginn 24. apríl nk. er nú opin.
Þeir hópar sem í boði verða eru:
• Pollar sem teymt er undir (einn hópur)
• Pollar – stærri/meira vanir sem ríða sjálfir (einn hópur)
• Eldri krakkar/vanir reiðmenn (tveir til fjórir hópar, fer eftir skráningu)
Skráningu skal senda á netfangið:  jona@rml.is 
Í  skráningu skal koma fram í hvaða hóp/flokk er verið að skrá, nafn þátttakanda og aldur, gsm-númer og nafn tengiliðs (auk netfangs ef annað er en skráning er send frá).
Val á þema/búningum hvers hóps sem og tónlist (annarra en polla sem hafa frjálst val hver fyrir sig) verður í höndum foreldra hvers hóps.
Æfingadagar eru áætlaðir eftirfarandi: 29. mars, 4. og 5. apríl, 11. apríl og 12. apríl, 18. apríl og 19. apríl. Generalprufa fer fram laugardaginn 23. apríl.
Skráningu lýkur miðvikudagskvöldið 23. mars nk.
Með von um góða skráningu.

Æskulýðsnefnd Sleipnis
Hestafjör2015 copy