-
Published: 12 January 2022
-
Written by SRH
-
Boðið verður upp á þrenns konar námskeið í vetur:
• Byrjendanámskeið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni. Þar verður lögð áherlsa að að kynnast hestinum sínum, skapa traust milli knapa og hests, umgengni við hestinn og gangtegundir í bland við leiki. Námskeiðið er kennt einu sinni í viku frá 24. Janúar til lok mars, er kennt á mánudögum í 10 vikur alls og kostar námskeiðið 18.000. Námskeiðið er 40-50 mín, allt eftir aldri nemenda, reynslu og fjölda í hóp.
• Almennt reiðnámskeið þar sem við förum í mismunandi æfingar, samskipti knapa og hests, ábendingar, fimi, ásetuæfingar, gangskipti og margt fleira í bland við leiki. Námskeiðið er kennt einu sinni í viku frá 24. Janúar til 28. mars, er kennt á mánudögum og kostar 18.000.