Kæru félagar, hlífum reiðvegunum nú þegar klaki er að fara úr jörðu. Sést hefur til manna keyra á bíl /um á eftir hrossum á reiðveginum með Gaulverjabæjarvegi, einnig sást til einhvers sem var að reka 4 hross á bíl frá Gaulverjabæjarvegi og út á hið himneska torg, ég nefni enginn nöfn hér að sinni. Við getum rekið hross ríðandi en alls ekki á bíl enda er bannað að keyra á reiðvegunum. Reiðvegir eru nú mjúkir og blautir og bílaumferð um þá gerir ekkert annað en að valda stórskemmdum. Félagsmenn eru beðir að halda vöku sinnu um að reiðvegir okkar séu ekki stórskemmdir með akstri vélknúinna ökutækja.

Formaður reiðveganefndar

Kæru félagsmenn, nú höfum við opnað reiðhöllina og mönnum vaktir með sjálfboðaliðum. Á dagatali reiðhallar sjást allar bókanir sem koma inn frá sjálfboðaliðum og verður opið fyrir félagsmenn á þeim tímum, sjá "Opið fyrir félagsmenn" á dagatalinu. 

Lyklar verða áfram óvirkir en umsjónaraðili á vakt sér um að hleypa inn og út og hirða eftir hrossin sjá nánar undanþágu um notkun reiðhalla með takmörkunum.

Förum varlega og fylgjum settum takmörkunum, við getum þetta saman.

 

 

Búið að girða með reiðveginum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar svo nefnda Stokkseyrarleið með flóðunum hjá Neðra Seli. Nú er þessi fallega leið opin fyrir ríðandi og gangandi fólki og bannað ökutækjum.  Kæru félagar fáið ykkur útreið eða göngu og njótið kyrrðarinnar.                                                                            

Einar Hermundsson.

Félagsmönnum er bent á að leiðin með flóðum hjá Neðra-Seli er lokuð.

Reiðveganefnd

Sleipnishöllin opnar aftur í dag 4. maí.

Námskeið  Æskulýðsnefndar ( barnanámskeið ) hefjast síðdegis í dag, 4. maí . Sjá nánar á dagatali reiðhallar :https://www.sleipnir.is/index.php/dagskra-i-reiehoell/dagatal-reiehallar

Tímabundnar reglur verða á þann veg að á opnum / lausum tímum í höllinni mega að hámarki vera 4 vera inni í einu.  Nánar: 4.reiðmenn  með einn hest hver. Óheimilt er að setja upp stíurnar sem og hringgerðið inni í reiðhöllinni.

Allir þurfa að halda 2ja metra bili á milli einstaklinga og snertingar eru óheimilar.

Áhorfendapallar verða lokaðir  vegna smithættu.

Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa á milli notkunar. Þetta á við um áhöld til að verka upp tað.

Virðum þessar reglur og njótum.

Stjórnin

27 Mar, 2023

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Félagsheimili

Hnappur Felagsheimili

Reiðhöll dagatal


Mars
27Mar Mán 10:20 - 12:10 Frátekin v. FSU hestabraut 
27Mar Mán 16:30 - 20:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefnd 
28Mar Þri 14:30 - 21:00 Reiðnámskeið æslulýðsnefndar 

Hliðskjálf dagatal


Mars
27Mar Mán 18:00 - 19:00 Frátekin v fundar 
27Mar Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v .Húsnefnd 

Apríl
1Apr Lau 12:00 Frátekið 

Styrktaraðilar

Flettingar á síðu

Users
6
Articles
2267
Articles View Hits
7784825

Vellir dagatal


Apríl
8Apr Lau 12:00 - 16:00 Lokaðri v. Skeið Meistaradeildin 2023 

Maí
17Maí Mið 7:00 - 22:00 Lokaðir v. WR Íþróttamóts Sleipnis 2023 

Júní
3Jún Lau 7:00 - 18:00 Lokaðir v. Gæðingamóts Sleipnis