Sleipnishöllin opnar aftur í dag 4. maí.

Námskeið  Æskulýðsnefndar ( barnanámskeið ) hefjast síðdegis í dag, 4. maí . Sjá nánar á dagatali reiðhallar :https://www.sleipnir.is/index.php/dagskra-i-reiehoell/dagatal-reiehallar

Tímabundnar reglur verða á þann veg að á opnum / lausum tímum í höllinni mega að hámarki vera 4 vera inni í einu.  Nánar: 4.reiðmenn  með einn hest hver. Óheimilt er að setja upp stíurnar sem og hringgerðið inni í reiðhöllinni.

Allir þurfa að halda 2ja metra bili á milli einstaklinga og snertingar eru óheimilar.

Áhorfendapallar verða lokaðir  vegna smithættu.

Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa á milli notkunar. Þetta á við um áhöld til að verka upp tað.

Virðum þessar reglur og njótum.

Stjórnin