Sleipnisskjoldurinn copy

 

Sleipnisskjöldurinn
Heiðursverðlaun Hestamannafélagsins Sleipnis.

Hugmynd um Sleipnisskjöldin kom fyrst fram árið 1950 þegar farið var að ræða um að kappreiðamótin ættu ekki að snúast um það eitt að reyna flýti hesta á hlaupum. Hið eftirsótta nú væri hinn fjölhæfi gæðingur. Hann skyldi verðlauna ekki síður en hlaupagarpana. Gæðinginn sem allir vilja eiga. Ríkharður Jónsson myndhöggvari var fenginn til að skera út skjöld úr tré, og var útskorinn hestsmynd á honum. Hafði listamaðurinn til hliðsjónar myndir af hesti á góðu skeiði og hét sá hestur Helluvaðs-Gráni í eigu Jóns Pálssonar dýralæknis. Átta skeifur eru skornar í eftir brún skjaldarins og inni í hverri skeifu er stafur í nafnið SLEIPNIR. Vinnst hann aldrei til eignar en eigandi gæðingsins varðveitir skjöldinn milli móta og á að fá verðlaunaskjal með.

Reglugerðin um Sleipnisskjöldinn var samþykkt á aðalfundi 2. mars 1952, og voru fjögur meginatriði sett fram við dóma:

1. Fjör og ljúf skapgerð.
2. Allar gangtegurndir hreinar, hár og fagur fótaburður.
3. Hár og fagur höfuðburður.
4. Tamning góð, og skal knapi auðveldlega geta skipt um gangtegund eftir fyrirmælum dómnefndar.

 

 Sleipnisskjaldhafar

   
Blakkur 7 vetra eig. Gísli Bjarnason  Selfossi, 24.06.1950 
Gimsteinn eig. Brynjólfur Gíslason  Selfossi, 07.07.1951 
Blakkur 9 vetra eig. Gísli Bjarnason  Selfossi, 1952 
Perla eig. Jón Bjarnason Hróarsholti, 1953 
Móalingur eig. Jón Guðnason  Hróarsholti, 1954 
Háfeti eig. Jóns Bjarnason Hróarsholti, 1956 
Bráinn frá Hlíðarenda eig. Ólafur Þórðarson  Hróarsholti, 1957 
Blakkur frá Laugarvatni eig. Bjarni Bjarnason  Hróarsholti, 22.06.1958 
Fjöður frá Laugarvatni eig. Þorkell Bjarnason Hróarsholti, 21.06.1959 
Svanur frá Hlíðarenda eig. Þórður Ólafsson  Hróarsholti, 1961 
Rauður frá Gegnishólum eig. Ólafur Sigurðsson Hróarsholti, 1962 
Stjarna eig. Jón Bjarnason  Sandlæk, 1963 
Mósi eig. Páll Jónsson Sandlæk, 21 06.1964
Blesi frá Kirkjubæ 5 vetra eig. Skúli Steinsson  Sandlæk, 11.07.1965 
Flipi 7 vetra eig. Jón Bjarnason  Sandlæk, 07.08.1966 
Silfurtoppur frá Hraungerði eig. Sigmundur Ámundason  Sandlæk, 13.08.1967 
Blesi frá Kirkjubæ 8 vetra eig. Skúli Steinsson  Murneyri, 04.08.1968 
Reginn frá Flögu 6 vetra eig. Gunnar Einarsson  Murneyri, 13.07.1969 
Blossi 9 vetra eig. Jón Bjarnason Murneyri, 09.08.1970 
Fengur 10 vetra eig. Hafsteinn Jónsson Murneyri, 11.07.1971 
Grettir frá Eystri-Hellum 8 vetra eig. Skúli Steinsson Murneyri, 16.07.1972 
Eitill 9 vetra eig. Bjarni E. Sigurðsson, Hvoli  Murneyri, 15.07.1973 
Andri 11 vetra eig. Skúli Steinsson  Murneyri, 11.08.1974 
Rauði-Núpur frá Ljósafossi 6 vetra eig. Skúli Steinsson  Murneyri, 20.07.1975 
Vinur frá Neistastöðum eig. Snorri Sigfinsson og Iðunn Gísladóttir  Murneyri, 18.07.1976 
Hlýja frá Eyrarbakka 6 vetra eig. Skúli Steinsson  Murneyri, 17.07.1977 
Frami frá Kirkjubæ 6 vetra eig. Skúli Steinsson  Murneyri. 02.07.1978 
Rauði-Núpur frá Ljósafossi 10 vetra eig. Skúli Steinsson  Murneyri, 22.07.1979 
Stubbur frá Selfossi 9 vetra eig. Helgi Eggertsson Murneyri, 1980 
Vinur frá Neistastöðum eig. Snorri Sigfinnsson og Iðunn Gísladóttir  Murneyri, 1981 
Rauði-Núpur frá Ljósafossi 13 vetra eig. Skúli Steinsson  Murneyri, 1982 
Perla frá Seyðisfirði eig. Hafsteinn Steindórsson Murneyri, 1983 
Byr frá Eyrarbakka 8 vetra eig.Magnús Skúlason  Murneyri, 1984 
Byr frá Eyrarbakka 9 vetra eig. Skúli Steinsson  Murneyri, 1985
Flugvar 5 vetra frá Efri-Gegnishólum eig. Rúna Einarsdóttir  Murneyri, 1986 
Mímir frá Selfossi 6 vetra eig. Magnús Hákonarson  Murneyri, 1987 
Mímir frá Selfossi 7 vetra eig. Magnús Hákonarson  Murneyri, 1988 
Hrönn eig. Elín Árnadóttir  Murneyri, 1989 
Fengur eig. Björn Eiríksson Murneyri, 1990 
Huginn frá Kjartansstöðum 10 vetra eig. Þorvaldur Sveinsson  Murneyri, 1991 
Blakkur eig. Snorri Ólafsson Murneyri, 1992 
Júlí frá Syðri-Gróf 8 vetra eig. Björn Eiríksson Murneyri, 1993 
Huginn frá Kjartansstöðum 13 vetra eig. Þorvaldur Sveinsson  Murneyri, 1994 
Víkivaki frá Selfossi 11 vetra eig. Svanhvít Kristjánsdóttir  Murneyri, 1995 
Askur frá Hofi 9 vetra eig. Hallgrímur Birkisson og Sigurbjörn Bárðarson  Murneyri, 1996 
Muggur frá Eyrarbakka 7 vetra eig. Guðmundur Sigurjónsson og Brynjar J Stefánsson  Murneyri, 1997 
Roði frá Egilsstaðakoti 7 vetra  eig. Einar Hermundsson og Halldór Vilhjálmsson Murneyri, 1998 
Roði frá Egilsstaðakoti 8 vetra  eig. Einar Hermundsson og Halldór Vilhjálmsson Murneyri, 1999 
Flauta frá Dalbæ 6 vetra eig. Ari B. Thorarensen og Brynjar J. Stefánsson Murneyri, 2000
Súla frá Bjarnastöðum 8 vetra eig. Hugrún Jóhannsdóttir Murneyri, 2001
Snædís frá Selfossi 5.vetra eig. Ragnar Þór Hilmarsson Murneyri, 2002
Oddrún frá Halakoti 9 vetra eig. Svanhvít Kristjánsdóttir Murneyri, 2003
Þytur frá Kálfhóli 11 vetra eig. Elsa Magnúsdóttir Brávellir 2004
Þytur frá Kálfhóli 13 vetra eig. Elsa Magnúsdóttir Brávellir 2006 
Kjói frá Stóra Vatnsskarði 11 vetra eig. Páll Bragi Hólmarsson Brávellir 2007
Þytur frá Kálfhóli 15 vetra eig. Elsa Magnúsdóttir Brávellir 2008
Þytur frá Kálfhóli 16 vetra eig. Elsa Magnúsdóttir Brávellir 2009
Álmur frá Skjálg 7 vetra eig. Gunnar M. Friðþjófsson Brávellir 2010
Álmur frá Skjálg 8 vetra eig. Gunnar M. Friðþjófsson Brávellir 2011
Frakkur frá Langholti 8 vetra eig. Viðja Hreggviðsdóttir Brávellir 2012 
Rammur frá Höfðabakka 8.vetra eig. Haukur Baldvinsson Brávellir 2013
Krókus frá Dalbæ 6 vetra eig. Ari B.Thorarensen Brávellir 2014
Krókus frá Dalbæ 7 vetra eig. Ari B.Thorarensen Brávellir 2015
Krókus frá Dalbæ 8 vetra eig. Ari B.Thorarensen Brávellir 2016
Draupnir frá Stuðlum 6 vetra  eig. Páll Stefánsson Brávellir 2017
Krókus frá Dalbæ 10 vetra  eig. Ari B.Thorarensen   Brávellir 2018
Máfur frá Kjarri 8 vetra eig. Helgi Eggertsson Brávellir 2019
Heimir frá Flugumýri II, 9 vetra eig. Karl Áki Sigurðsson Brávellir 2020
Gifta frá Dalbæ, 8 vetra eig. Ari Björn Thorarensen  Brávellir 2021
Ramóma frá Hólshúsum, 9 vetra, eigandi Vera Evi Schneiderchen Brávellir 2022
Kolbeinn frá Hrafnsholti, 16 vetra, eigendur: Elsa Margrét, Hjördís Katla, Hrefna Sif og Þórunn Ösp Jónasdætur.  Brávellir 2023

 

(Verðlaunaafhending féll niður 1955. Ekki er vitað um skjaldarhafa 1960).

Heimild: Afmælisrit Sleipnis, 50 ára, 1979.