Saga Sleipnis

Stiklur úr sögu Hestamannafélagsins Sleipnis

Hestamannafélagið Sleipnir var stofnað sunndaginn 9. júní árið 1929 að Skeggjastöðum í samkomuhúsi Hraungerðishrepps eftir uppástungu nokkurra manna í Hraungerðis- og Villingaholtshreppi. Á fundinum voru mættir 14 menn. Og allt síðan þá hefur félagið verið virkt. Félagið hefur staðið fyrir umfangsmikilli starfsemi af ýmsum toga. Fyrstu kappreiðar félagsins voru haldnar á Villingaholtsholti, 4. ágúst 1929, kl. 3. e.h. Þar voru reyndir 27 hestar. Aðalfundur var haldinn 21. desember sama ár. Á þeim fundi var ákveðið að gera kappreiðarvöll á Hestaþingsflöt í Hróarsholtslandi. Fyrri kappreiðar sumarsins 1930 voru haldnar á Villingaholti þann 1. júní, en 27. júlí var völlurinn á Hestaþingsflöt vígður og haldnar kappreiðar. Starf Sleipnis var nú komið í fast form, síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið.

Sleipnir gerðist aðili að Landssambandi hestamannafélaga árið 1950. Árið 1950 kom fyrst fram hugmyndin um Sleipnisskjöldinn sem verðlaun fyrir gæðingakeppni. Ríkarður Jónsson var fenginn til að skera út skjöld úr tré, og var útskorin hestsmynd á honum. Vinnst hann aldrei til eignar en hefur verið veittur árlega síðan í gæðingakeppni. Reiðvegi bar fyrst á góma árið 1952 og komst sá fyrsti í gagnið 1954, er ruddur var "vegaspotti með jarðýtu yfir kafla í landi Selfossbæja í áttina til Kaldaðarnesflata". "Skrautreiðin" á sér upphaf hjá Sleipni en kringum 1950 voru hestamenn í Sleipni farnir að sýna hópreið á hestum sínum við ýmis tækifæri. Von bráðar voru svo Sleipnisfélagar búnir að fá sér samlita búninga, sem samanstendur af bláum jakka og hvítum buxum. Árið 1964 áttu unnu Sleipnismenn sér það til frægðar að eiga fegursta hópinn í hópreið hestamanna að Skógarhólum á Þingvöllum. Árið 1963 hófst samstarf við Smára um hestaþing að Sandlækjarholti og síðan frá árinu 1968 að Murneyri. 15. maí 1971 hófst firmakeppni. 49 fyrirtæki tóku þátt í keppninni þetta fyrsta ár. Stofnun íþróttanefndar var annað mikið mál sem kom fram á aðalfundi vorið 1976. Íþróttadeild var stofnuð árið 1978, en við inngöngu L.H. í Í.S.Í., var deildin að fullu sameinuð Sleipni árið 1998 og heldur m.a. árlegt meistaramót Sleipnis í hestaíþróttum.

Starfsemi félagsins er af ýmsum toga, baðtúr til strandar, grilltúr, þorrareið og þorrablót, kaffitúrar í nærsveitir, firmakeppni, vetrarmót, vormót í hestaíþróttum auk þátttöku í fjórðungs- og landsmótum. Reglulega eru haldnir fræðslu- og skemmtifundir, námskeiðahald, einnig má nefnda rekstur reiðskóla í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Árborgar.

Sleipnir er aðili að Rangárbökkum sf., ásamt félögum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslum. Aðalfundur er æðsta stofnun félagsins.

Unnið úr Afmælisriti Sleipnis 50 ára árið 1979; Sleipnir, 50 ára starfssaga, eftir Pál Lýðsson og úr Afmælisriti Sleipnis 70 ára árið 1999; Árvarp formanns, eftir Sverri Ágústsson, formann.

27 Mar, 2023

Skráning í Sleipni

hnappur skrafelagid

Sækja um WF

hnappur WFadgangur

Fréttabréf Sleipnis

hnappur frettabref

Persónuvernd

hnappur personuvernd

Skipulagsmál

Skipulagsmal

Félagsheimili

Hnappur Felagsheimili

Reiðhöll dagatal


Mars
27Mar Mán 10:20 - 12:10 Frátekin v. FSU hestabraut 
27Mar Mán 16:30 - 20:00 Reiðnámskeið Æskulýðsnefnd 
28Mar Þri 14:30 - 21:00 Reiðnámskeið æslulýðsnefndar 

Hliðskjálf dagatal


Mars
27Mar Mán 18:00 - 19:00 Frátekin v fundar 
27Mar Mán 19:00 - 22:00 Frátekið v .Húsnefnd 

Apríl
1Apr Lau 12:00 Frátekið 

Styrktaraðilar

Flettingar á síðu

Users
6
Articles
2267
Articles View Hits
7784775

Vellir dagatal


Apríl
8Apr Lau 12:00 - 16:00 Lokaðri v. Skeið Meistaradeildin 2023 

Maí
17Maí Mið 7:00 - 22:00 Lokaðir v. WR Íþróttamóts Sleipnis 2023 

Júní
3Jún Lau 7:00 - 18:00 Lokaðir v. Gæðingamóts Sleipnis